8.10.2007 | 09:08
Kæri Bloggvinur sko....
Já einhverja afsökun verð ég að hafa fyrir að vera ekki enn búin að hringja og fá tilboð í gáminn frá Samskipum, safna saman öllum glósunum mínum og lestrarefni ásamt rannsóknum svo ég geti sett saman nokkur þúsund orða ritgerð og komið upp til Oxford á næstu dögum, ekki enn búin að redda mér pappakössum til að setja dótið í sem á að fara second hand búðirnar hér, fara í gegnum háaloftið eða finna út hvernig maður flytur stór olíumálverk á milli landa. Og ekki bara það. Fara í skóla krakkanna og biðja um námsskýrslurnar þeirra og hringja og athuga með skóla heima fyrir þau og hvort það sé tónlistarnám í skólanum og pláss í KR fyrir knáan fótboltastrák.
Og ég sit hér og les blogg. Það er bara ykkur að kenna!!!
Viljið þið gjöra svo vel og hætta vera svona skemmtileg og næs.
Gengur bara ekki á örlagatímum, þið skiljið!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Skal gert. Mun þegja þunnu hljóði það sem eftir er dagsins.
Steingerður Steinarsdóttir, 8.10.2007 kl. 10:24
Ég er nú búin að vera voðalega stillt og góð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2007 kl. 11:01
En það er bara svo margt að tala um.
Ingi Geir Hreinsson, 8.10.2007 kl. 12:09
Tala, tala og tala..það er ekkert hægt að tala endalaust..Það verður að láta verkin tala. Og svo látið þið bara eins og þið hafið ekki séð mig hérna núna..ég er nefninlega að skrifa mörgþúsundorða ritgerð á útlensku og það kjaftar hver tuska á öllum mínum verkum í dag. But I blame you!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 12:34
.....no comment *fliss*...þekki þetta ástand....á að vera að skrifa lokaritgerð en hérna inni eru allir svo skemmtilegir að maður getur ekki annað er lesið og lesið og lesið..........blogg !
Sunna Dóra Möller, 8.10.2007 kl. 12:43
Ég er mjög ánægð með hvernig þú tekur enga ábyrgð á þessu - og setur þetta algjörlega yfir á blog-vini þína. Enda betra að dreyfa ábyrgðinni á fleiri aðila - og fleiri herðar. Hvenær kemurðu svo til okkar?
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 8.10.2007 kl. 14:26
Já það þýðir ekkert annað en að finna sökudólga og benda illilega í allar áttir sem geta hjálpað manni að svipta sig ábyrgðinni á eigin verkum ..eða verkleysi....hehe.
Það þýðir ekkert að spyrja mig..spurðu heldur hina ábyrgu bloggvini mína hvenær og hvernig þeir hafa hugsað sér að koma mér heim..ekki mitt mál. Hef öðrum hlutum að sinna í bili. Getur hvíslað að þeim að það henti mér fínt að koma rétt undir mánaðamótin. Syndi synd.....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 14:40
Tek á mig smá sök, en þetta er nú vinnan mín núna, á að sitja/liggja og blogga. hehehehe þú ert bara duglegust, vertu viss þetta reddast allt.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 14:58
Já ég er reyndar búin að gera heilmikið í dag..tala við íslensku skólana sem mér líst svooooo vel á, biðja um tilboð frá Samskip og redda kössum..meira að segja farin að grúska í glósum og punkta hjá mér fræðin...PLÚS það að fjarstýra hinum helmingnum sem er nú um þessar myndir að lenda á íslandi. Mikið obbosslega held ég að ég væri góður framkvæmdastjóri. Gengur svo vel að segja öllum hvernig á að gera hlutina.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 15:03
Blessuð vertu ekki að kenna mér um þetta framtaksleysi! Ég hef þagað í marga daga! Með alvarlega bloggstíflu!
Heiða B. Heiðars, 8.10.2007 kl. 15:30
Núna bara horfi ég á dótið mitt og hugsa...hvað er þess virði að taka með og hvað má bara verða eftir??? Fullt af mínu eiga sér minningar sem ég vil eiga en veit samt ekki hvort það á erindi í framtíðina. Að sortera líf sitt og mikilvægi þess er ekki alveg auðvelt. Og hvað á ég að skrifa í ritgerðina mína sem hefur vægið sem þarf að komast til skila?
Og hvernig kveður maður vini sína vitandi ekki hvenær við sjáumst næst?
Þetta er allsherjar risatórt pússluspil og ég sit hérna sveitt við að koma því saman svo vel verði. Nýtt líf og ný framtíð.
Alveg rosalega spennandi og á sama tíma rosalega "veit ekki hvernig þetta allt lendir" tími. Fara heim með tvö börn og tvö verða eftir. Stóru stelpurnar að klára sitt og koma kannski seinna heim...skrítið að eiga svo nánustu fjölskylduna í tveimur löndum.
Set bara traust mitt á að allt er eins og það á að vera og held áfram að sortera og pakka. Hlakka samt svo mikið til að hitta vini sem ég hef bara átt bloggsamband við.
Það verður eitthvað sniðugt!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 19:44
Hver getur siglt þó gefi ei byr?Hver getur róið án ára?Hver getur kvatt sinn besta vin?kvatt hann án skilnaðartára. Ég get siglt þó gefi ei byr.Ég get róið án ára.En ei kvatt minn besta vinkvatt hann án skilnaðartára.
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 8.10.2007 kl. 19:47
Gangi þér vel dúllan mín. Ekki vildi ég vera í þínum sporum. Aldrei neitt mál að henda annarra manna dóti, en mínu eigins? Þetta er allt svo verðmætt...........
Hrönn Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 20:14
Mér finnst dásamlegt þetta viðhorf hjá þér, ekkert af þessu er vandamál, kvart eða kvein heldur eru þetta bara verkefni til að leysa
Marta B Helgadóttir, 8.10.2007 kl. 20:28
Alls ekki misskilja mig hér.....ég valdi mér leið og ég er að ganga hana alveg alla leið. Þessi 7 ár hér eru búin að vera meira en ég hefði getað ímyndað mér..í byrjun alls ekki auðveld og fullt af fyrirstöðum..svo varð það auðvelt og ég byrjaði að læra á allt. Núna er bara næsta skref að taka og það er auðvitað líka fullt af fyrirstöðum. En það sem ég hef lrt er að í gegnum þær fer maður bara með hausinn uppúr vatninu og andar í takt við lífið. Lætur sig fljóta með og skapar jafnóðum það sem maður vil hitta. Kenni engum um neitt og tek því sem mætir mér og díla bara við það. Það er eina leiðin í gegnum þetta líf. Ég hef valið.
Og ég er búin að velja. Svoleiðis verður allt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 21:15
Hættu þessum skrifum í kommentakerfið og drífðu þig að ná í skýrslur barnanna, skila þínum eigin verkefnum, pakka, semja um flutninga, þrífa, fá þér rauðvín, heimsækja mr z og mrs y í síðasta sinn - í bili - og komdu þér svo heim, heim á klakann, kona. Ekkert slór, ekkert múður og mas, heyrirðu það?! Annars bara ástarkveðja.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.10.2007 kl. 21:51
Oh hvað ég hlakka til að þú skulir koma heim þar áttu heima kús til þín gullið mitt.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.10.2007 kl. 22:19
Já Guðný mín. Geri eins og þú segir. Eins og ég vil að allir geri eins og ég segi. Maður verður að standa við orðin
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 22:20
Eldri strákurinn minn átti afmæli í dag og varð 22 ára. Við erum búin að borða mikið og hafa það gott, svo ég er alveg á blístri og get ekki gert neitt annað en að sitja við tölvuna
Þú klárar þetta allt Katrín mín. Tekur bara góða skorpu. Gangi þér vel
Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.10.2007 kl. 23:57
Heyrðu Guðný..ég hreinlega las yfir þetta með rauðvínið og var því bara bláedrú í allt gærkvöld sem var kannski bara best þar sem ég hef nóg annað að gera en sveiflast um húsið á einhverju dularfullu djúprauðu hamingjuskýi og með svima.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 09:48
Ég skal koma og hjálpa þér...
josira, 9.10.2007 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.