Leita í fréttum mbl.is

Síðustu forvöð....fyrir forlögin að grípa um tauma stjórnlausrar konu.

Vinkona mín kom hér í gærkvöldi og við borðuðum saman og áttum ferlega skemmtilegt spjall. Hún er alger kjarnakona og er að setja nýja línu af baðvörum og andlitsolíum á markað..allt organic og mjög vistvænt og mannvænt. Var að kynna línuna sina um helgina og þar hitti hún merkilega konu sem vinnur aðallega með konum í business og að hjálpa þeim að virkja kraftinn sinn. Hefur komið mörgu góður til leiðar...Jacqui vinkona mín gaf mér bók eftir þessa konu sem ég mun kvóta úr hér bráðum. Þegar ég er búin að lesa hana alla. Hef bara ekki tíma í lestur. Var að segja það við vinkonu mína að ég hefði svooo mikið að gera..en gæti ekki hamið mig. Væri alltaf að stelast í tölvuna þegar ég ætti að vera að gera ritgerð eða pakka dótinu okkar.

Hún kom með frábæra uppástungu.

"Af hverju pakkar þú ekki bara tölvunni fyrst?"??

Þessa hugmynd hefði ég aldrei fengið sjálf..segi það satt.

 Pakka tölvunni...Jussu mía. Og hvað svo?Crying

 Ég þarf nú að hugsa þetta.

Í morgun..eða núna rétt áðan gripu svo örlögin um taumana þegar þau sáu að ég var ekki alveg að kaupa þessa hugmynd um að pakka tölvunni og koma mér svo að verki. Snúran í tölvunni byrjaði að neista og hafa læti...neistabrestir og glampar og svo bara búið. Ekkert samband. Ég er bara að skrifa á síðustu batterísdropunum og svo veit ég ekkert hvernig ég held áfram að lifa. Snúran er alveg ónýt og ekki nokkur leið að koma tölvunni í samband aftur.

Ég veit alveg hvað þetta er.

Þetta eru örlögin og forlögin að grípa í taumana þegar kona veit ekki betur sjálf.

Sjá til þess að dótið hennar komist með skipinu og hún sjálf komist á sinn áfangastað. Og ef hún ætlar ekki þangað sjálf í tíma verður hún bara sett þangað með góðu eða illu og með eða án fartölvunnar.

bad-clown-~-difli023

Mér finnst lífið vera svolítið að skipta sér af og stjórnast í mínum málum. Sé fyrir mér hvernig það situr og horfir á mig og hlær að frústrasjón minni og tölvuleysi. En vitiði það..það hefur nú stundum verið þannig að mín plön hafa bara ekki verið eins góð og þau sem lífið bíður með fyrir mig hinu megin fyrir hornið. Það veit stundum betur en kerlingin.

Svo ég tek þessari uppákomu með stóískri kvenlegri ró og sný mér nú að verkefnastaflanum sem bíður mín..og brosi út í annað. Þetta er líklega mér fyrir bestu núna!Wink

 

Jæja nú er batteríið alveg að verða búiðððððððð.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Kærleikskraftur til þín konuengill!  Ætla að hugsa til þín á endasprettinum mínum.  Ekkert eins gaman og spennandi að skipta um aðsetur, hefjast handa á nýjum verkefnum, loka einni og opna aðra gátt .... tekur á og ég þurfti að pússa upp "nennuna" mína og taka á honum stóra.  Enn mikið eftir en lokaspretturinn er í sjónmáli!

Kærleiksknús!

www.zordis.com, 11.10.2007 kl. 07:44

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gangi þér vel og flýttu þér heim, varlega samt

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 08:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona er þetta þegar fólk hefur haft vit á að fela forsjóninni líf sitt elsku Katrín mín.  Eðlileg afleiðing, og örugglega þér fyrir bestu.  Risaknús og gangi þér vel að koma heim.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 09:05

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi þér vel að koma heim Katrín mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.10.2007 kl. 10:13

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

úps! vertu bara dugleg að pakka og snáfaðu svo heim

Heiða B. Heiðars, 11.10.2007 kl. 11:00

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það vantar sko ekki bjartsýnina hjá þér og dugnaðinn

Ágúst H Bjarnason, 11.10.2007 kl. 11:09

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gangi þér vel með allt saman. Það er auðvitað eina vitið að hafa Lífið með sér í svonlöguðu, ekki getur maður haft vit á öllu sjálfur

Sjáumst kannski í snjónum

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.10.2007 kl. 11:49

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gangi þér allt í haginn, með eða án tölvunnar. Gleymdu bara ekki búslóðinni. (Humm....hvað ætli verði það fyrsta sem verður tekið upp, er heim kemur')

Halldór Egill Guðnason, 11.10.2007 kl. 12:08

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hlakka til að fá þig heim

Hrönn Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 16:26

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, stundum er stjórnin tekin af manni, mennirnir ígrunda en GUÐ ræður.  Gangi þér vel elskan mín og komdu heil heim með alla þína og allt þitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 19:02

11 Smámynd: Þröstur Unnar

Varstu nokkuð með puttana í Orkuveitunni.

Þröstur Unnar, 11.10.2007 kl. 21:32

12 identicon

Eg fæ alltaf sælutilfiningu og liður miklu betur eftir að lesa bloggin þin þakka þer .

helga valdimarsdottir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:48

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gangi þér vel. Knús og góða nótt.

Marta B Helgadóttir, 12.10.2007 kl. 00:17

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Drífa-mig-að-skrifa-komment-áður-en-batteríið-klárast.... gangi þér allt í haginn vinkona... pakkaðu hratt... og komdu svo HEIM.   

Anna Einarsdóttir, 12.10.2007 kl. 08:44

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

sjáumst þegar þú kemur aftur !

AlheimsLós til þín 

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 16:44

16 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þú ert vonandi búin að endurheimta Ólann þinn  gaman að fá hann í kaffi, ég hlakka bara til að fá mér oftar kaffibolla með ykkur hjónum

Gangi ykkur vel

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.10.2007 kl. 17:45

17 Smámynd: Merlin

Hef verið að lesa bloggið þitt í svolítinn tíma og ákvað að kvitta

Merlin, 12.10.2007 kl. 21:35

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Elskuleg...gott er að eig góða vini!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.10.2007 kl. 22:45

19 identicon

Ég les bloggið þitt af og til,vildi bara láta þig vita

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband