13.10.2007 | 09:22
Viðtalsfatnaður, velklipptur kynþokki og sálarstríð stelpuhnokka.
Nú er ég að stelast í tölvu fallega og flotta töffarans sem datt hér inn á gólf í gær eftir íslandsdvölina. Mikið er hann fínn með nýju klippinguna..ha? Þessi klipping virkaði alveg á hnéskeljarnar á mér og ég fékk heitan straum í magann. Já þessir íslensku hárgreiðlsumeistarar eru sko að gera sitt. Takk takk!
Vel klippti kynþokkafulli pabbinn er núna á fótboltaleik með Nóa verðandi KRingi. Ég gat ekki farið með þar sem ég er enn svo máttlaus í löppunum og með fiðrildi í maganum svo við Theodóra erum bara heima að fylla nokkra poka af dóti sem skal selt úr skottinu á bílnum á morgun. Förum með vinafólki út á risastórt engi eldsnemma í fyrramálið og seljum allt sem ekki verður flutt heim á spottprís. Verður örugglega bara mikið fjör. Svo þurfum við að versla nokkrar hlýjar vetarflíkur á krakkana og kannski að ég fái mér viðtalsfatnað. Viðtalsfatnaður er fatnaður sem sýnir að kona er bæði ábyrg, klár og hæfileikarík ásamt því að gefa í skyn sjálfstraust og persónulegan sjarma. Að hún sé stundvís og daðri ekki við annað samstarfsfólk og kunni sig á árshátíðum. Viðtalsskór verða að vera vel burstaðir og segja.."Þessi kona veit hvað skiptir máli og að hún er metin frá toppi til táar". Best að láta líka líta á hárgreiðsluna fyrst svo er. Slær enginn í gegn með gaddavír um höfuðið. Punkturinn yfir i-ið er svo geislabaugurinn. Þarf aðeins að pússa og fægja hann og þá er ég tilbúin fyrir atvinnuviðtal.
Reyndar vaknaði ég um miðja nótt og bjó til mína eigin vinnu og verð að segja þó ég segi sjálf frá að ég held að ég hefi fengið enn eina snilldarhugmyndina. Hún meira að segja er enn snilld þó klukkan sé langt gengin í morgunkaffi. Og það skemmtilega er að hún inniheldur fullt af ykkur.
Já ég get ekki sagt meira í bili..en mun framkvæma miðnæturhugmynd mína um leið og ég er komin heim. Mikið á eftir að rætast vel úr henni..ég bara finn það á mér. Sólaplexusinn snýst hraðar og það er girnilegur glampi í auga þegar ég lít í spegil. Óbrigðult merki um að I am on to something!!!!
Jæja dóttirin á í erfiðleikum með að gera upp á milli allra bangsa og tuskudýra..hvaða bangsar og fílar fá að koma með í ferðina löngu til íslands og hverjir verða seldir til ókunnugra á morgun. Það tekur í litla sál að sortera sitt. Þýðir ekkert að sýta..tökum bara það mikilvægasta og merkilegasta með. Hitt má fara. Er hvort eð er bara dót!!
Heyrumst.
psssttt..ætla athuga hvort ég finni ekki aðra snúru í fartölvuna mína í dag.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Það er gaman að lesa þessar hugleiðingar frá Englandi. Sjálfur á ég son sem búið hefur með fjölskyldu sinni í Lundúnum í fjögur ár (kallar sig og sína lunda), þannig að hugurinn er daglega í þessu landi. Ég skynja því ýmislegt sem ég kannast vel við þegar ég les færslur þínar. Svo eru þær auðvitað það vel skrifaðar að maður nýtur þess að lesa. Gangi þér vel og góða heimkomu til Íslands.
Ágúst H Bjarnason, 13.10.2007 kl. 09:48
Hehehehe viðtalsföt, alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. En hve vel ég skil litla stýrið þetta er erfið ákvörðun hjá henni. Fiðrildi í malla, ekkert nýtt á ferðinni það
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2007 kl. 11:04
Gott að þú komst í aðra tölvu, ég var farin að vera hrædd um að heyra ekkert í kannski langan tíma. Þessar frásagnir þínar eru svo lifandi og skemmtilegar, maður myndi sakna þeirra ef ekkert heyrðist í einhverja daga.
Gangi þér og þínum vel, þetta er örugglega ekki einfalt mál. En Ísland bíður með fullt af böngsum og öðrum nauðsynjum
Ragnhildur Jónsdóttir, 13.10.2007 kl. 11:04
Gaman að sjá línu frá þér. Gangi ykkur vel.
Marta B Helgadóttir, 13.10.2007 kl. 13:56
Þessi hugmynd með "fullt af ykkur", er það kannski afhjúpun myndarlega séð, í vinstrahorninu efst?
Þröstur Unnar, 13.10.2007 kl. 15:02
Gangi ykkur vel.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.10.2007 kl. 17:42
Unun að lesa.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.10.2007 kl. 18:24
Gott að þú komst í aðra tölvu, hefðum ekki getað verið lengi án þín. Segðu dóttli þinni að það sé alveg rosalegt úrval af böngsum og fílum á Islandi. Hugmynd sem innifelur "fullt af okkur" verð að viðurkenna að ég bíð spennt. Gangi ykkur vel á morgun.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 19:05
Mikið hlakka ég til að fá ykkur heim, elskan mín!!! Gangi ykkur vel að pakka, selja og flytja.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.10.2007 kl. 21:44
Go girl, þú slærð í gegn í viðtalsfötunum með geislabauginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 23:09
Ísland bíður með andirnar á tjörninni í hálsinum. Ástandið er ekki gott þar um slóðir. Frelsandi engla er þörf. Hvað er þetta með nýtt lúkk á síðunni? Eru sauðalitirnir í tilefni heimkomunnar?
Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2007 kl. 00:48
Sunnudagsknússlur til þín elsku Katrín ... flytja, pakka, selja .... jebb, kannast við þessar tilfinningar allar sem einar. Á engin viðtalsföt, leita helst að símklefa ef ég þarf að töfra fram aðstæður!
Gangi ykkur ofboðslega vel og það verður ánægjulegt að kyssa kaldann klakann á kinn og anda vel niður í lungun uppsprettunnar sem seitlar í hugmyndaríkum kollinum.
Sunnudagskveðjur til þinna .....
www.zordis.com, 14.10.2007 kl. 11:15
Hlakka till að sjá þig. Gangi ykkur vel.
Svava frá Strandbergi , 14.10.2007 kl. 17:18
guð en gaman eruð þið að koma til Íslands - jæja þú vonandi verður hér áfram á blogginu - því ég verð að viðurkenna það að þegar ég er djúpt sokkin í mínar frústrasjónir að þá þykir mér gott að kíkja á bloggið þitt, það gerir alltaf eitthvað gott fyrir sálartetrið.
kannski erum við bara eitthvað andlega skyldar
allavega báðar kvenkyns á óræðum aldri
gangi þér allt í haginn
Ingibjörg Þengilsdóttir
ps: það var bara nokkuð gott að verða 50 ára en ég er ekki enn komin af stað með bloggið mitt eftir þennan áfanga minn, en það kemur
Ingibjörg R Þengilsdóttir, 14.10.2007 kl. 19:21
Ohhhh..... þú vekur upp kvenlega forvitni ????? Snilldarhugmynd.
Anna Einarsdóttir, 15.10.2007 kl. 00:16
Æðisleg lesning.
Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 00:55
Vona að skottsalan hafi gengið vel. Mikilvægt að finna snúruna Mikilvægt að geta lesið hér pælingarnar þínar
Gangi þér vel!
Kær kveðja frá hinu önnum kafana flóni
Guðrún Þorleifs, 15.10.2007 kl. 06:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.