17.10.2007 | 07:57
Þórbergur siglir meðan ég glósa um líf mitt
Í gær pakkaði ég skrifstofunni og vinnuherberginu. Nú eru allar mínar bækur í boxum og viskan mín og vitið mitt fóru þar ofan í líka. Ég datt inn í að lesa allar glósubækurnar mínar og mikið lifandi skelfingar ósköp var það gaman. Ekkert smá sem kona er búin að læra margt skemmtilegt og skrítið á þessu ferðalagi sínu. Glósulesturinn var hinsvegar glórulaus í miðjum hamagangi við flutninga og rændi mig tíma svo vinkona mín ætlar að koma á eftir og hjálpa mér að setja eldhúsið í box. Svo þarf að vefja málverkum í loftbóluplast og koma skúlptúrurm vel fyrir með mjúkum klæðum í trékassa. Þórbergur leirhaus og vitringurinn sem er annar leirhaus fara saman í kassa svo þeir geti átt heimspekilegar samræður meðan þeir sigla á milli landa. Þá geta þeir sagt þegar þeir stíga á land með örlitlum rembingi að þeir séu afskaplega vel sigldir.
Það verður að koma öllu haganlega og vel fyrir. Ekki mega verðmætin mín fara að hoppa og skoppa um allt út á miðju hafi í maga skips og koma svo öll tætt og sundruð heim.
Á laugardaginn kemur svo gámurinn klukkan níu núll núll og við fáum þrjár klukkustundir til að pakka öllum okkar jarðnesku verðmætum þar inn áður en honum verður svo kippt upp til Immingham og siglt af stað til íslands. Við eigum svo flug á fimmtudaginn og þangað til ætla ég að haga mér eins og betlikerling og leggjast upp hjá hinum og þessum með mitt fólk og sníkja mér svefnpláss og matarögn. Mér segir samt svo hugur að við verðum að mestu leyti í heimsókn hjá ömmustelpunni Alice Þórhildi og hennar foreldrum.
Myndin sem fylgir þessu bloggi er af læknaköllum með epli og appelsínu og tilheyra barnabók sem ég skrifaði einhverju sinni. Hef ekki aðgang að myndasafninu mínu svo ég notast bara við það sem er hendi næst. Skilaboðin með þessari mynd eru svo auðvitað..Munið að borða hollt!!!
Maður á næra sig með góðu, bæði andlega og líkamlega og þá verður allt í himnalagi og augun á manni breytast í stjörnur.
Elska ykkur mest
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Elska þig líka og hlakka til að knúsa og kyssa (eins og Jenný Una segir svo fallega).
Smjúts inn í annasaman dag.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 08:08
Gangi vel að pakka. Var að hjálpa til í gær við að setja í 20 feta gám og það gekk vel. Mundu eftir góðum hengilás
Verð að segja að mér finnst þú ansi tínd
Hafðu það gott
Guðrún Þorleifs, 17.10.2007 kl. 08:30
Gott að heyra frá þér og góða ferð og gott gengi með pökkunina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2007 kl. 10:19
Gangi ykkur vel og góða ferð. Kuldinn og veturinn bíða ykkar hérna á klakanum en húsin eru þó allavega hlý og fólkið líka,.... svona inn við beinið.
Ragnhildur Jónsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:00
Gangi þér vel með flutninginn!
Huld S. Ringsted, 17.10.2007 kl. 15:08
Dásmalegt, allt að skella á og þú ert orðin sæt betlikerling með familíuna í gömlum hjólbörum.
Spennandi að takast á við það nýja það óvænta, stikla sporin sem tilheyra þér. Hjartans óskir um velgengni til ykkar og njótið litlu ömmustelpunnar
www.zordis.com, 17.10.2007 kl. 15:14
Gott að allt gengur vel. Mig langar að biðja þig að setja hlekk á þína síðu sem vísar í mína, ég er að safna undirskriftum, þú sérð um hvað málið snýst ef þú kíkir. Vilt þú kvitta líka og kannski áttu email vini sem þú værir til í að senda hlekkinn á. kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2007 kl. 15:18
LAUGARDAGUR TIL LUKKU
Barnabarnið mitt skrifaði á kort til sonar míns vegna níu ára afmælisins hans núna um daginn
"lifðu í lukku, en ekki í krukku" ég hélt þetta væri útdautt, en sendi þér þetta til að hafa í farteskinu.
það er mjög sniðugt að tala við búálfinn (ég trúi á þá) og segja við hann að nú séuð þið að flytja og hvort hann vilji vera svo vænn að drífa sig með dótinu á laugardaginn og hann væri jú voða sætur að passa það fyrir ykkur á leiðinni. ekki djók þetta virkar, hef margoft reynt það sjálf.
kær kveðja
Ingibjörg
Ingibjörg R Þengilsdóttir, 17.10.2007 kl. 15:26
Elsku Kata mín,
Það verður frábært að fá ykkur aftur heim...vona að ég sjái ykkur fljótlega.
Góða ferð,
Ella
Elín Reynisdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 15:57
Allt að gerast
Knústu Alice Þórhildi fast frá okkur og við knúsum þig og þína eftir nokkra daga
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.10.2007 kl. 18:00
Hrikalega spennandi, Snædrottningin mín!! Góða ferð heim og komdu fagnandi!!
Hugarfluga, 17.10.2007 kl. 21:19
Góða ferð heim með fjölskylduna. Það er eitt ferðalag þetta líf, með lengri og skemmri stopoverum og sumardvöl hér og þar. Njóttu ferðarinnar yndisleg.
Marta B Helgadóttir, 18.10.2007 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.