Leita í fréttum mbl.is

Viðburðaríkt og litríkt síðdegi í Vesturbænum.

"Nohhhjjjsss...Þú gerðir það ekki..ekki í alvöru" sagði maðurinn minn og horfði á mig eins og ég væri endanlega orðin gaga. "Jú..víst" svaraði ég...Af hverju ekki??  Finnst þér eitthvað athugavert við það??.. Ég var sko meira hissa en hann....fyrir mér er það eðlilegasti hlutur að halda einkasyningu á götuhorni í vesturbænum síðdegis á þriðjudegi fyrir einn mann.

Þegar ég var að koma heim seinnipartinn í gær með fullan bíl af börnum og gardínustöngum og var að hlaða öllu út á gangstétt gekk eldri maður framhjá okkur. "En hvað þetta er fallegt sem þú ert með þarna í bílnum" sagði hann um leið og hann staðnæmdist við hliðina á mér og rýndi inn í bílinn. Ég tók strax undir það og sagði þetta vera börnin mín...Dóttir og dótturdóttir.  Jahá..sagði gamli maðurinn í brúnu úlpunni. Þær eru mjög myndarlegar....en ég átti nú við málverkin. Ég var nefninlega enn með nokkur verk í bílnum.  Þetta endaði náttla með því að ég setti í snarhasti upp einkasýningu upp við steinvegg og raðaði þar 9 málverkum á gangstéttina, enda veðrið afskaplega milt og fallegt... og leyfði manninum að skoða meðan ég sagði honum sögu myndanna.

Hann sagði mér að hann málaði Búrfell og Snæfellsjökul og hefði einmitt farið með eitt verka sinna í gallerí í bænum og konunni þar hefði bara litist vel á. Hann væri samt mest að þessu dundi fyrir sjálfan sig.  Svo kynntum við okkur hvort fyrir öðru. Mér fannst við hæfi að vita nafn mannsins sem fékk einkamálverkasýningu á götuhorni i Vesturbænum. Einn gangandi vegfarandi fékk líka að njóta sýningarinnar frá gangstéttinni hinu megin götunnar.

 Og maðurinn minn var eitthvað undrandi á þessu. Ég skil ekkert í honum að láta svona. Hann ætti að vera fyrir ofboðslöngu síðan að vera farin að venjast því að eiga mig fyrir konu. Mér finnst það bara hreinasta kurteisi að sýna sig og sjá aðra. Og þessi maður var með svo vinalegt og fallegt bros að ég gat bara ekki annað en glatt hann enda gladdi hann mig með að tala um þetta fallega í bílnum. Sem voru jarðnesku börnin mín og listrænu litríku börnin mín.

Já svona getur nú það að fara út úr bíl breyst í skemmtilegt ævintýri.

Svo á auðvitað listin að vera úti hjá fólkinu...það bara segir sig sjálft. 

BN1686_32~Paintings-at-Open-Air-Gallery-at-Florian-Gate-Krakow-Poland-Posters

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Frábært Katrín.  Ef þú villt komast inn í hús með málverkin þín þá eru alltaf sýningar á Langa Manga Það eru einhverjir mánuðir lausir á næsta ári.  Það væri líka gaman að fá þig í heimsókn.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 14.11.2007 kl. 15:28

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert krútt!

Farðu að hringja stelpa, er ekki með númerið þitt.  Er svo spennt að heyra í þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2007 kl. 15:36

3 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Svona á að haga sér! :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 14.11.2007 kl. 16:10

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 16:36

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

knús

Kristín Katla Árnadóttir, 14.11.2007 kl. 20:00

6 Smámynd: www.zordis.com

þú ert natural talent og kannt þetta.  Til hamingju með götusýningu um miðjan nóvember þegar einungis 40 dagar eru til jóla.  Geri aðrir betur

www.zordis.com, 14.11.2007 kl. 20:36

7 Smámynd: Hugarfluga

Þú ert ótrúleg og engum lík .. hahaha!!! Þykir leitt að hafa ekki komist í kvöld ... er bundin heima ... en við munum hittast fyrr en varir. Ekki spurning!

Hugarfluga, 14.11.2007 kl. 21:02

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æðislegt, frábært, hefði viljað vera á ferðinni í Vesturbænum á þessum tíma. Knús í bæinn og sjáumst sem fyrst!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.11.2007 kl. 22:19

9 identicon

Skemmtilegasta málverkasýning sem ég hef farið á var úti í móum einhversstaðar við Þingvelli, við ókum bara fram á þessa sýningu þarna og listamanninn auðvitað. Hann var búinn að raða 30 - 40 myndum hirst og her um móana...frábært...svo fór allt í einu að rigna og allir voru að hjálpast að við það að koma verkunum í hús...spes og ógleymanlegt. Ég keypti auðvitað mynd....jiiii þetta var svo spes.

Alva Ævarsdóttir.

alva (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 23:02

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég verð nú bara alltaf spenntari og spenntari fyrir sýningunni þinni. Vona að vel gangi að standsetja heimilið. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 23:48

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég ætla að mæta og sjá þetta svvona collectíft. Með öllum þúsundunum, sem koma, þegar þú kemur sýningunni undir þak.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2007 kl. 00:37

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir kvöldið. Þetta var í einu orði sagt frábært!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 00:41

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott

Jónína Dúadóttir, 15.11.2007 kl. 08:57

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir frábæran hitting.

Marta B Helgadóttir, 15.11.2007 kl. 12:42

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hefði orðið undrandi ef þú hefðir EKKI sett upp einkasýningu fyrir einn mann á götuhorni í Vesturbænum.  Þetta er nefnilega alveg einmitt þú

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2007 kl. 17:26

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Réttu okkur bara manninn þinn og við skulum kenna honum á þig.... af því að þetta kemur mér ekkert á óvart.. ;)

Takk fyrir kvöldið mín kæra! Ótrúlega frábærlega hrikalega gaman að hitta þig loksins eftir öll þessi ár 

Heiða B. Heiðars, 15.11.2007 kl. 19:20

17 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Alveg ekta þú Katrín.

Svava frá Strandbergi , 17.11.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband