Leita í fréttum mbl.is

Sögukeppni fyrir alla bloggara

Hér kemur loksins sögukeppni fyrir bloggara..það er orðið alltof langt síðan síðast.

Að þessu sinni er viðfangsefnið eða titillinn "Bak við luktar dyr"

Þið veljið ykkur eina af meðfylgjandi myndum og skrifið svo sögu eða ljóð um hvað er að gerast bak við þær luktu dyr. Svona dularfull leyndarmál sem mega ekki fara hátt eða bara hvað sem ykkur dettur í hug.

Ég númera myndirnar og þið segið um hvaða mynd þið eruð að skrifa og tiltakið númerið.

Athugið að númerin við hverja mynd eru fyrir ofan myndina. 

Verðlaun verða svo eftirprentun af eigin vali úr galleríinu mínu hér við hliðina.

Sögukeppnin stendur fram að miðnætti á mánudag og þá fer kosning í gang og geta allir sem vilja kosið þá sögu/ljóð sem þeim líkar best.  

Góða skemmtun!!!

mynd 15929~Tel-Aviv-I-Posters 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

mynd 2B585~Cat-s-Dish-Posters

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

mynd 3

B1049~Bassano-del-Grappa-Vincenzo-Posters

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

mynd 4

CKI-18~Door-VII-Posters

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 mynd 5

B831~Mailboxes-Posters

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 mynd 6

M576~Arched-Doorway-Posters


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Opnið ekki og hleypið stóðhestahjörðum ranghugmyndanna út.

Leyfið þó forvitnum mýslum þankanna að gægjast út um gluggana.

Opnið trekkspjaldið og hleypið uppsöfnuðu sársaukakófi út um strompinn.

Lyftið hlerunum frá þakljórunum og hleypið ljósinu inn.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2007 kl. 12:27

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Er Dennis Barloga með lyklana að öllum þessum luktu dyrum?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.11.2007 kl. 12:48

3 Smámynd: www.zordis.com

Eins gott að loka sig ekki inni ......

Kósý kveðjur inn í íslenska nóttina!

www.zordis.com, 16.11.2007 kl. 17:14

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Barloga hurðin er alveg æði ( nr. 5) Get nú ekki skrifað sögu eða ljóð um hana því ég er að velta fyrir mér aftir að hafa séð þessa hurð hvort ég eigi ekki að fá mér eitt hús enn. . . Hvað getur önnumkafið flón átt mörg hús?

Góða íslenska helgi

Knús frá DK 

Guðrún Þorleifs, 16.11.2007 kl. 17:54

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Mynd nr. 2

Konan gekk eftir götunni og leit til beggja hliða. Hún hafði áhyggjur af því að það sæist til hennar. Hún var hlaðin pokum og pinklum. Laumulega teygði hún hendina í vasann og fann húslykilinn og opnaði dyrnar. Hálfsmeyk kallaði hún: “Einhver heima?” Til allrar hamingju svaraði enginn nema kisa litla. Konan lokaði dyrunum og gekk inn í innra herbergið og lagði frá sér varninginn á borð. Síðan hellti hún á könnuna og leit stöðugt út um gluggann, það mátti enginn koma að henni núna. Hún skellti tónlist við hæfi á fóninn og fór inn í herbergið með rjúkandi kaffi í krús, sönglandi fyrir munni sér og klappaði kisu en augun flöktu að gluggunum. Þegar inn í herbergið var komið, læsti konan hurðinni og settist við borðið og hóf að taka upp úr pinklum sínum. Nú skyldi enginn sjá hvað hún aðhafðist, hún ætlaði að koma öllum á óvart með heimagerðum jólagjöfum í ár.

Ragnhildur Jónsdóttir, 16.11.2007 kl. 19:30

6 Smámynd: www.zordis.com

Hurðin sem ég valdi er númer 3 en gæti verið hvaða hurð sem er.

Hurð er hurð og haf er haf ......

Lítill apaköttur sat á grein og velti fyrir sér staðreyndum um hamingju mannapans.  Það sem dró hugarskot athygli hans var undravert athæfi hans.  Hann gladdist ekki, hann brosti ekki, hann hljóp undan, var oft svo brotinn og niðurfyrir.  Mannapinn var bæði stirður og skapíll.  Hann átti það til að sniðganga afkvæmi sín og skilja þau eftir bak við luktar dyr.  Þessar dyr voru margar og mismunandi en mannapinn var alltaf eins.  Eins með sjálfan sig, og kom farm við sjálfan sig á undarlegan hátt ólíkt því sem gengur og gerist í hinum eðlilega heimi apakattarins.Þegar lífið vaknar, þá dregur ský frá sólu, þá opnar andlit augu og andardráttur hins almenna lífþega sprikklar til þess heims er enginn þekkir.  Ilmur af trjágreinum, blómum, fersku vatni og angandi blik lofsins fær apaköttinn til að klifra upp sítrusviðinn, verða hluti af því sem lífið gefur.  Mannapinn hann skeytir lítið um fegurðina sem mætir honum, hann heggur niður það fagra til að fegra sína snauðu veröld.Bak við luktar dyr hvíla börn mannapans meðan hann/hún aflar viðurkenningar út í heimi.  Afla fjár til að auka við heimsku tilverunnar.  Bak við luktar dyr hvíla þeir sem þola ekki birtuna, þeir sem þrá einveru og þeir sem eiga engin orð.Mannapinn og apakötturinn eru bræður sem hvíla sitt hvoru megin við hurðina.  Hurðin er lokuð á báða vegu og inngangur / útgangur sá sami.  Birtan er ljósið sem við þráum jafnt á við dimmuna sem vekur okkur til svefns.  Þrjúþúsund ára bolur er nú orðin nýmóðins hurð sem dregur til sín birtu sólar og kyrrð nætur.  Hvort um sig jafn gott, hvort um sig í lífkerfi mannapans og apakattarins.  Ilmur næturinnar og lótusblóma fullnægjir þeirri jarðnesku tilveru þess að skynja.  Hurðin er blik sálarinnar, hindrun hennar og hömlur.  Á morgun munu þessar dyr opna sig.  Á morgun munu apakettir og mannapar blanda geði.  Heimurinn mun ná fullkomnu jafnvægi í fegurðinni, heimurinn mun líta í augu þín og sjá seltu heimsins, sjá guðdómlegt jafnvægi himins og jarðar.  Hurð er bara hurð, gerð úr spítu og annari spítu.  Hurð þjónar þeim eina tilgangi að henni sé upp lokið eða niður skellt. 

Hin jarðneska veröld er þeim megin hurðarinn sem þú kýst, veldu þína tilveru á þá einu leið sem hjarta þitt slær!  Á bak við tjöldin eða á svið tilverunnar .... hlutverk í hlutverki. 

Og síðan ekki söguna meir!

www.zordis.com, 16.11.2007 kl. 22:34

7 identicon

Næst á dagskrá er ..... (mynd 5)

Á köldum vetrarkvöldum horfi ég á ljósin í gluggum nágrannanna. Ég sé hamingju, tilveru án vandræð. Aldrei deilur, aldrei skortur, aldrei depurð.

Glugginn þeirra er 22 tommu sjónvarpstækið mitt

Stundum held ég á suðlægar slóðir og skoða hurðir. Í þeim er bústin og vellandi hamingja. Gróskulegar plöntur og listrænar hleðslur bera vott um gjöfult líf.

Hurðin þeirra er 42 tommu flatskjár.

Allt sem mig dreymir í einum ramma.

Lennon (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 22:43

8 Smámynd: Ólöf Anna

Sagan mín kemur síðar alveg pottþétt. Sérstaklega eftir að ég skoðaði verðlaunin ( p.s. er Jonaa ekki örugglega netlaus fram á mánudagskvöld. Legg ekki í keppni á móti henni  ) . Þú ert frábær listakona. Ein myndin er komin á jólagjafalistann 

Veit ekki hvort maður má spyrja listafólk um verkin þeirra en er einhver sérstök hugsun á bakvið það að margar persónur eru með annað augað lokað?

kv Ólöf olofanna@gmail.com

Ólöf Anna , 17.11.2007 kl. 00:26

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mynd 1

  Bak við bláar dyr 

Bak við bláar dyr

bíður þú,

eftir lífinu sem þú lokaðir

og læstir úti,

þegar draumur þinn fékk drepsótt og

það dritlaði úr morgunsárinu.

Svava frá Strandbergi , 17.11.2007 kl. 01:12

10 identicon

Mynd 4. Hér í munkaklaustrinu er makalaust gott að vera. Hér getur maður iðkað bænirnar sínar. Hér er ætíð ró og friður. Sönglið yfir miðdaginn lætur ljúflega í eyrum er við ræktum garðinn okkar. Í honum vaxa jurtirnar sem við notum í líkjörsgerðina sem við höfum stundað um aldir. Já gleðin verður ekki tekin af okkur. Sérstaklega ekki ef systurnar kæmu nú í heimsókn svona einu sinni. Jæja, við höldum bara áfram að biðja. Skál fyrir því...

þórður j. (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 01:21

11 identicon

Sagan á við mynd 3. ( smá ruglingur að finna útúr'essu )

þórður j. (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 01:24

12 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Mynd númer 1.  

Bak við luktar dyr

bleikir veggir
bláir
draumar

bak við litlar
luktar
dyr

undir niðri
leyndin
kraumar

bak við litlar
luktar
dyr

renna niður
stríðir
straumar

bak við litlar
luktar
dyr

verð ég kyrr
sem aldrei fyrr

Björgvin Gunnarsson, 17.11.2007 kl. 03:45

13 identicon

Mynd nr. 1

Dag einn í hrörlegu húsi
var skrafað um heimsmálin öll
eftir eilítinn sopa af djúsi
virtist auðvelt að flytja til fjöll

Einhver á hleri þá hló
að rugli í hugsuða mali
en framtíðin fögur þó bjó
í flugmanna hugmynda tali

Þegar húsið var horfið í tímans haf
skrafið í húsinu heiminum gaf
ásjónu fagra og nýja

Gísli Halldórsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 10:58

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mynd nr. 3

      

          Bak við luktar dyr

Bak við luktar dyr, mín  brenna tár.
Í brjósti ennþá kvalið hjarta slær.
Mín ljósa von nú liggur kalin nár
og lífsins óður hljómar fjær og fjær
.

Svava frá Strandbergi , 17.11.2007 kl. 11:51

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

En hvað þið eruð skemmtilega skapandi og frjó...hlakka til að fá meira að heyra og sjá! 

Takk takk..alltaf svo gaman að lesa það sem þið skrifið.

Knús.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.11.2007 kl. 14:28

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mynd 1.

Móðir.

Hún stóð við gluggann og horfði í fjarzkann.

Í huganum næddu ískaldir straumar minninganna. Undanfarnir mánuðir höfðu reynst henni erfiðir fyrir margra hluta sakir. Það fór hrollur um hana þegar hún rifjaði upp kvöldið þegar dóttir hennar flutti að heiman. Tómarúmið sem hún hafði sogast inn í eftir atburðinn hræðilega sem hafði gerst það kvöld. Atburðinn sem hafði tekið mest á hana. Hún hafði gengið um eins og vélmenni. Brosað á réttum stöðum, unnið vinnuna sína, átt samskipti við fólk, eldað mat og jafnvel borðað hann líka. Hún hafði látið eins og ekkert hefði í skorist en verið frosin að innan.  Allan þennan tíma hafði hún borið höfuðið hátt og harm sinn í hljóði. Jafnvel eftir að dóttir hennar hafði krafist þess að hún veldi.

Hvernig getur móðir valið á milli barna sinna? Hver getur farið fram á slíkt?

Þegar hún tók ekki í mál að gera upp á milli þeirra, var því tekið sem valið hefði farið fram og öll samskipti rofin. Móðirin grét daglega en aldrei svo neinn sæi til. Alltaf bak við luktar dyr. Hún saknaði  á hverjum degi samskiptanna við dóttur sína og vonaði af öllu hjarta að það væri gagnkvæmt. Hún hafði iðulega reynt að byggja brú yfir gjána en ekki tekist – ekki enn.

Fyrir mörgum vikum hafði hún ákveðið að hún mundi vera til staðar þegar dóttir hennar áttaði sig. Hún hlyti einn daginn að átta sig á því að hún saknaði móður sinnar. Þegar sá dagur rynni upp, ætlaði hún að bíða hennar með opinn faðminn.

Hún opnaði dyrnar og gekk út í hlýja vonina.

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 10:09

17 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Mynd nr. 5

Gengur þessi lykill-

                        að hjartanu þínu?

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.11.2007 kl. 11:41

18 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Mynd nr. 5

Gengur þessi lykill-

                         að hjartanu þínu? Hugsunum þínum?

Spyr ég-

            ekkert svar.

Í rósrauðum draumi-

                    ég fitla við skrána.

Í von um hún opnist-

                 en allt er lokað.

En bak við þessar luktu dyr-

                   býr draumurinn.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.11.2007 kl. 11:47

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta eru allt svo fallegar dyr. Ég er sannfærður um að þær hugsanir og hugleiðingar um það sem er að gerast bak við þær verða ekki síðri. Hlakka til að fylgjast með...

Ágúst H Bjarnason, 18.11.2007 kl. 11:48

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fylgist með í þetta skiptið og verð bara í dómnefnd, gaman að þessu hjá þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 21:53

21 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Alltaf frábærar hugmyndir hjá þér, Katrín. Mig dauðlangar að skrifa um einhverjar dyrnar, geri það kannski á morgun! (Svo mörg skemmtileg verkefni, svo lítill tími....)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.11.2007 kl. 22:26

22 identicon

Mynd NR 1.

Æi,þær eru svo fáar svona bláar.Þetta er óska Hurðin mín,Bak vð hana er ég og samvizka mín.Ég ræð hverjum ég býð inn í kotið.Glugginn er með Rimla eins og í fangelsi,en hjá mér er Bakkelsi .Bakarinn í næstu götu hendir því inn um Gluggann hjá mér á  leið heim úr vinnunni.Það er stutt í næsta dag,svo ég set núna á lokalag. Síðan slagbrandinn fyrir hurðina og MIG.    PÚTÍN kemur á morgunn og opnar.     þÁ, ætla ég heim, til ÍSALANDSINS GÓÐA.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 05:13

23 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Dyr nr. 4

     Krafturinn

         Veistu
- að vonin hún vakir,
við læstar dyrnar hjá þér?
Í svartnættismyrkrinu nærri hún er
með náð sína og frið fyrir þig.

       Hlustaðu
- heyrirðu ei höggin,
er á hurðina örþreytt hún ber?
Viltu ekki opna þær vinur, dyrnar,
Fyrir voninni - og mér?

Svava frá Strandbergi , 19.11.2007 kl. 06:22

24 Smámynd: Svava frá Strandbergi

mynd nr6

Í húsinu á hæðinni
eru bláar bogadyr og
augum blindum
gluggatóftir stara

Og ég sem hefi
aldrei, aldrei,
komið hérna fyrr,
 hef víst komið

- hérna áður - til að fara. 

Svava frá Strandbergi , 19.11.2007 kl. 06:44

25 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Má maður greiða bara einum söhumanni atkvæði? Eða má velja fyrsta og annað sæti eða eitthvað sollis?

Marta B Helgadóttir, 20.11.2007 kl. 00:51

26 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...sögumanni átti þetta að vera

Marta B Helgadóttir, 20.11.2007 kl. 00:52

27 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Bara að velja það sem ykkur fannst BEST!!!!

Og alltaf gaman að heyra rök fyrir vali..ef fólk vill velja eða gera grein fyrir fyrsta sæti ög öðru sæti og fleiri sætum er alltaf gaman að lesa um hvað hverjum fannst um hvað. En einungis gilda atkvæði og verða talin sem fá fyrsta sætið. En endilega segið hvað ykkur fannst um allt sem höfðaði til ykkar..Það er örugglega skemmtilegt fyrir þá sem tóku þátt að vita hvað öðrum fannst um þeirra innlegg.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 01:02

28 Smámynd: Marta B Helgadóttir

  hux hux

Marta B Helgadóttir, 20.11.2007 kl. 01:14

29 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Vona að ég sé ekki alltof sein. Langar að láta þessa stuttu hugleiðingu fljóta með.

 

Hugleiðing á síðdegi, við dyr no 3.

 

Ró færðist smám saman yfir Þóru. Hún var nýkomin heim úr bæjarferð og búin að ganga frá matvöru og pinklum sem hún hafði verlsað í ferðinni. Hún var búin að laga sér ilmandi ljúffengt kaffi með súkkulaði og möndlukeim. Þessi fíngerða fullorðna kona var í þann mund að setjast niður til að njóta kaffisins sem var núna komið í bollann.

Hún horfði út um stóran eldhúsgluggann og naut þess að vera sloppin inn úr rigningunni. Það hafði ringt mjög mikið nóttina áður, nokkuð vatn var í gluggakistunni. Gluggarnir voru orðnir lúnir, það var löngu kominn tími á að flikka uppá þá. Þóra hafði ekki haft heilsu til að gera það sjálf og hafði ekki efni á að kaupa vinnumann í verkið.

Úti var allt svo dásamlega hreint og ferskt eftir rigningar síðustu daga, haustlaufunum hafði að vísu fækkað mikið á trjánum, þau héldust ekki í þessu veðurfari. Það var leitt að sjá þau hverfa svo hratt, fjölskrúðugt litróf þeirra auðgaði umhverfið. Henni var annt um haustmánuðina, notalegur tími sem var í senn friðsæll og líka skapandi.

Þóra hafði ekki alltaf búið ein í þessu stóra húsi. Maðurinn hennar var látinn fyrir nokkrum árum síðan og börnin bæði uppkomin og farin að heiman. Hún hafði sjálf átt við nokkurt heilsuleysi að stríða, hún þurfti að ná upp þreki og fór þess vegna í langar gönguferðir.

Útihurðin var þung og þarfnaðist viðhalds ekki síður en gluggarnir en henni leið vel í þessu húsi. Hér átti hún ljúfar fjölskylduminningar til margra ára um skemmtilegar stundir í uppvexti barnanna. Við þetta eldhúsborð hafði eldhuginn maðurinn hennar svo oft haft frá mörgu skemmtilegu að segja og börnin voru bæði lík honum, athugul og áhugasöm. Þóru hlakkaði alltaf til helganna þegar börnin höfðu helst tíma til að líta í heimsókn og segja frá viðburðum í daglega lífinu.

Marta B Helgadóttir, 20.11.2007 kl. 01:51

30 identicon

                   Atkvæði mitt.

Ég greiði mynd NR 2 eftir Ragnhildi Jónsdóttur mitt atkvæði.           Það er margt skondið í þessu og gaman af.

Þórarinn Gíslason.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 04:49

31 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég þarf að taka mér góðan tíma eftir að ég er almennilega vaknaður til að lesa sögurnar aftur og meta.  - Alveg er það makalaus tilviljun að ég er einmitt núna að reyna að vekja heilastöðvarnar með sterku kaffi frá Kaffitár sem er með súkkulaði og möndlukeim

Ágúst H Bjarnason, 20.11.2007 kl. 07:10

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislegar færslur, það er frábært að lesa þetta yfir.  Ég hafði hugsað mér að vera með, en ég er bara ennþá frekar tímalaus.  Katrín mín, takk fyrir að auðga bloggsamfélagið með því að virkja samferðamenn þína og fá þá til að setja eitthvað svona frábær innlegg hér inn. 

Ljóð og sögur takk fyrir mig öll sömul. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2007 kl. 09:23

33 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

zordis með sögu af apaketti og mannapa fær mitt atkvæði.

    kveðja Muszka

Þórunn Óttarsdóttir, 20.11.2007 kl. 19:19

34 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Við mynd nr. 1

Bak við bláar luktar dyrbíður enn ástin mínen morgun þeyrinn meyjar byrmegnar að opna inn til þín,sem blíðast eitt bóma línbærist ást mín sem sálarvín. Við njótumst bæði nótt og dagnæði er þar ekki að finna,því hurðin er hrörleg, mikil vinnahressa þarf með málarans pensla laglætur ástina ekki í leti spinnaég laumast því brott elsku Finna.

Ólafur H Einarsson, 21.11.2007 kl. 00:32

35 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Við mynd nr. 1 

Bak við blár luktar dyr

bíður þú ástin mín

en morgun þeyrinn meyjar byr

megnar að opna inn til þín,

sem blíðast eitt blóma lín

bæbærist ást mín sem sálar vín.

Við njótum bæði nótt og dag

næði er þar ekki að finna,

því hurðin er hrörleg, mikil vinna

hressa þarf með málarans pensla lag

lætur ástina ekki í leti spinna

ég laumast því burt elsku Finna.

Vona að þetta komist rétt inn.  Vinnsamlega eyða færslunni að ofan.

Ólafur H Einarsson, 21.11.2007 kl. 00:41

36 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Fyrsta línan er :  Bak við bláar luktar dyr....

Ólafur H Einarsson, 21.11.2007 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband