20.11.2007 | 00:14
Kosning í sögu/ljóða keppni bloggara hafin....endilega verið með!!!!
Jæja..þá er komið að því að kjósa bestu söguna eða besta ljóðið í keppni bloggara hér á síðunni að ykkar mati. Vinsamlegast setjið atkvæði ykkar í athugasemdir með þessari færslu.
Hér fyrir neðan getið þið lesið innsendar sögur og ljóð og nú þurfið þið að útnefna það sem höfðaði mest til ykkar. Nafn sendanda þarf að koma fram og númer myndar sem viðkomandi valdi að skrifa um.
Kosningu lýkur á miðnætti þriðjudags. Úrslit verða svo birt á miðvikudag og vinningshafi fær að launum eftirprentun að eigin vali úr galleríi mínu sem er hér til hliðar.
ATH Kosningin hefur verið framlengd og stendur fram á miðvikudagskvöld.
Verið nú dugleg að kjósa og sýna þeim sem sendu inn sitt ljóð eða sína sögu virðingu og þakkir. Alveg frábært hversu margir hafa tekið þátt og látið ljós sitt skína í þessari keppni.
Og allir að kjósa NÚNA!!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Set hér inn atkvæði sem var sett inn í færsluna hér fyrir neðan. Vinsamlegast setið öll atkvæði HÉR!!!!
Atkvæði mitt.
Ég greiði mynd NR 2 eftir Ragnhildi Jónsdóttur mitt atkvæði. Það er margt skondið í þessu og gaman af.
Þórarinn Gíslason.
Þórarinn Þ Gíslason, 20.11.2007 kl. 04:49
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 08:33
Mig langar til að greiða Guðnýju Svövu atkvæðið mitt:
Dyr nr. 4
Krafturinn
Veistu
- að vonin hún vakir,
við læstar dyrnar hjá þér?
Í svartnættismyrkrinu nærri hún er
með náð sína og frið fyrir þig.
Hlustaðu
- heyrirðu ei höggin,
er á hurðina örþreytt hún ber?
Viltu ekki opna þær vinur, dyrnar,
Fyrir voninni - og mér?
Takk fyrir skemmtilega keppni.
Kv.Marta
Marta B Helgadóttir, 20.11.2007 kl. 08:55
Mig langar til að greiða Guðnýju Svövu atkvæðið mitt:
Dyr nr. 4
Krafturinn
Veistu
- að vonin hún vakir,
við læstar dyrnar hjá þér?
Í svartnættismyrkrinu nærri hún er
með náð sína og frið fyrir þig.
Hlustaðu
- heyrirðu ei höggin,
er á hurðina örþreytt hún ber?
Viltu ekki opna þær vinur, dyrnar,
Fyrir voninni - og mér?
Virkilega gaman að þessu hjá þér mín kæra.
www.zordis.com, 20.11.2007 kl. 09:15
Ég tek undir með þeim hér á undan mér ljóðið hennar Guðnýju Svöfu er aldeilis frábært, það er margt sem er forvitnilegt og skemmtilegt, en þetta ljós snart mig mest.
Og takk fyrir að gefa okkur tækifæri til að taka þátt í þessu, alveg frábært.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2007 kl. 09:27
Átti að standa ljóð en ekki ljós, þó það sé heilmikið ljós í þessu ljóði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2007 kl. 09:28
Nr.4 Ljóðið hennar Guðnýjar Svöfu, fær mitt atkvæði. Gott ljóð.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.11.2007 kl. 09:38
Guðný Svava fær mitt atkvæði með dyr nr. 4
Krafturinn
Veistu
- að vonin hún vakir,
við læstar dyrnar hjá þér?
Í svartnættismyrkrinu nærri hún er
með náð sína og frið fyrir þig.
Hlustaðu
- heyrirðu ei höggin,
er á hurðina örþreytt hún ber?
Viltu ekki opna þær vinur, dyrnar,
Fyrir voninni - og mér?
Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2007 kl. 11:14
Krafturinn mynd nr 4 eftir Guðnýju Svövu. Mikil von þarna á ferðinni.
Bestu kveðjur Ingigerður.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 20.11.2007 kl. 15:09
Mynd númer 1. eftir Jónu Margrét
Mér finnst þetta skemmtilega frumlegt ljóð.
Bak við luktar dyr
barstu á borð
fyrir mig
margréttaðan sjálfan þig
-ég hef ekki enn klárað af disknum
ég elska þig
Svava frá Strandbergi , 20.11.2007 kl. 15:41
Afsakið, Jóna Ingibjörg átti þetta auðvitað að vera.
Svava frá Strandbergi , 20.11.2007 kl. 15:47
Það er margt gott sem er í boði og ótrúlega gaman að hægt er að halda svona á blogginu. Það sem hefur heillað mig mest eru .essi tvö ljóð og örsaga.
Ljóðið hennar Ingibjargar er stutt, erotískt og fallegt. Ljóðið hans Björgvins er í knöppu og skemmtilegu formi og rennur einstaklega vel.
Örsagan hennar Ragnhildar er hlý í þessu örformi og skilur eftir margar hugsanir.
Af öllu ólöstuðu af því það má bara velja eina vel ég sögu Ragnhildar.
Mynd númer 1.
Bak við luktar dyr
barstu á borð
fyrir mig
margréttaðan sjálfan þig
-ég hef ekki enn klárað af disknum
ég elska þig
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
Mynd númer 1.
Bak við luktar dyr
bleikir veggir
bláir
draumar
bak við litlar
luktar
dyr
undir niðri
leyndin
kraumar
bak við litlar
luktar
dyr
renna niður
stríðir
straumar
bak við litlar
luktar
dyr
verð ég kyrr
sem aldrei fyrr
Björgvin Gunnarsson,
Mynd nr. 2
Konan gekk eftir götunni og leit til beggja hliða. Hún hafði áhyggjur af því að það sæist til hennar. Hún var hlaðin pokum og pinklum. Laumulega teygði hún hendina í vasann og fann húslykilinn og opnaði dyrnar. Hálfsmeyk kallaði hún: “Einhver heima?” Til allrar hamingju svaraði enginn nema kisa litla. Konan lokaði dyrunum og gekk inn í innra herbergið og lagði frá sér varninginn á borð. Síðan hellti hún á könnuna og leit stöðugt út um gluggann, það mátti enginn koma að henni núna. Hún skellti tónlist við hæfi á fóninn og fór inn í herbergið með rjúkandi kaffi í krús, sönglandi fyrir munni sér og klappaði kisu en augun flöktu að gluggunum. Þegar inn í herbergið var komið, læsti konan hurðinni og settist við borðið og hóf að taka upp úr pinklum sínum. Nú skyldi enginn sjá hvað hún aðhafðist, hún ætlaði að koma öllum á óvart með heimagerðum jólagjöfum í ár.
Ragnhildur Jónsdóttir,
Edda Agnarsdóttir, 20.11.2007 kl. 18:03
Mig langar að greiða Hrönn Sigurðard mitt atkvæði fyrir örsöguna "Móðir"
Fanney Björg Karlsdóttir, 20.11.2007 kl. 18:13
Ég hef haft töluverða ánægju af því að lesa allar sögurnar og ljóðin. Líklega hef ég eytt meiri tíma í að grandskoða ljóðin en sögurnar. Ég áttaði mig fljótt á að það er erfitt að bera saman sögur og ljóð, ef til vill eins og að bera saman epli og appelsínur. Ég áttaði mig líka á að það er margt sem hefur áhrif á val manns. Að skoða framlögin er eins og að skoða smíðagripi eða málverk á sýningu; maður skoðar gripina úr fjarlægð, stundum gengur maður nær og rýnir í handbragðið, en skoðar síðan aftur úr fjarlægð. Smám saman áttar maður sig á því sem manni finnst best og fallegast.
Hér á eftir ætla ég að skýra frá því sem mér þótti best, en takmarka mig við þrjú framlög, þó svo að ýmislegt fleira hafi verið áhugavert. Ég las það einhvers staðar að Katrín vill gjarnan heyra rökin fyrir valinu, og jafnvel að maður geri grein fyrir öðru og þriðja sæti, svo ég læt vaða, jafnvel þó ég verði eitthvað langorður… Ég hef nefnilega haft dálítið gaman af þessu sjálfur...
Hurð er hurð og haf er haf eftir Zordísi.
Frábær hugmynd sem tvímælalaust mætti vinna betur úr og gera úr góða sögu. Kann vel við heimsspekina sem kemur fram í sögunni. Sagan ber þess merki að hún sé skrifuð af fingrum fram, og er dálítið í belg og biðu. Það þyrfti að lagfæra. Hefði getað orðið mjög góð saga með smá yfirlegu. Númer þrjú í valinu.
Krafturinn eftir Guðnýju Svövu.
Mjög gott ljóð. Hefði etv. þurft að laga einn eða tvo hnökra sem mér finnst ég sjá og trufla aðeins lesturinn. Hugsanlega er það bara einhver vitleysa í mér. Þetta ljóð las ég oft og skildi sífellt betur. Það er ljóst að Guðný Svava er ljóðskáldið í þessari keppni. Á því er ekki vafi. Öll ljóð hennar eru mjög falleg. Hvert á sinn hátt. Á eiginlega erfitt með að velja milli fyrsta og annars sætis, en vel annað sæti.
Síðdegishugleiðing eftir Mörtu.
Hugljúf saga sem gæti átt við margar konur sem við þekkjum öll. Það liggur við að ég sjái fyrir mér móður mina sálugu við eldhúsgluggann í Norðurmýrinni, en hún hafði verið ekkja í fjölmörg ár. Útihurðin, gluggarnir og annað sem gamla konan hafði áhyggjur af kemur heim og saman við minningarnar. Hún kunni vel að njóta þess að drekka gott kaffi, þó að kaffi með súkkulaði- og möndlukeim hafi ekki verið til á þeim tíma. Alltaf þó besta kaffið sem völ var á. Sagan er myndræn og auðvelt að sjá fyrir sér haustlitina í garðinum. Maður finnur næstum ilminn af ferska loftinu eftir rigninguna.
Það er ekki hægt að bera þessa sögu saman við Gestaboð, enda allt annars eðlis. Sú saga skildi mann eftir dasaðann, spennan í loftinu var það mikil, en í þessari sögu finnur maður fyrir notalegri ró og líður vel eftir lesturinn.
Hugsanlega er það að einhverju leyti vegna ljúfra minninga sem sagan vekur hjá mér að ég vel hana í fyrsta sæti. Hjá mér skilur sagan ýmislegt eftir.
Valið var ekki alltaf auðvelt og erfiðast var að bera saman gott ljóð og góða sögu. Það er eiginlega ekki hægt. Á endanum eru það hughrifin sem ráða, en hvað ræður hughrifunum er stundum erfitt að átta sig á. Í þessu tilviki var það ef til vil tengingin við persónulegar minningar. Þannig er lífið.
Ágúst H Bjarnason, 20.11.2007 kl. 18:58
Sæl Katrín - Hann Jón Steinar Ragnarsson fær mitt atkvæði - þetta passaði bara núna!!! við mig og gaf mér jákvætt spark í framkvæmdagleðina.
set hér ljóðið að ganni - góð vísa aldrey of oft kveðin.
Opnið ekki og hleypið stóðhestahjörðum ranghugmyndanna út.
Leyfið þó forvitnum mýslum þankanna að gægjast út um gluggana.
Opnið trekkspjaldið og hleypið uppsöfnuðu sársaukakófi út um strompinn.
Lyftið hlerunum frá þakljórunum og hleypið ljósinu inn.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2007 kl. 12:27
og takk Jón Steinar fyrir þetta skemmtilega og margslungna litla ljóð - alger snilld bara.
kveðjur
Ingibjörg Þengilsdóttir
Ingibjörg R Þengilsdóttir, 20.11.2007 kl. 19:05
Mikið afskaplega gleður það mitt hjarta að sjá undirtektirnar hjá ykkur og viðbrögð. Þið eruð bara snillingar öll sömul!!!
Fann atkvæði í færslunni fyrir neðan sem ég færi hér með hingað.
zordis með sögu af apaketti og mannapa fær mitt atkvæði.
kveðja Muszka
Þórunn Óttarsdóttir, 20.11.2007 kl. 19:19
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 19:44
Saga Ragnhildar við mynd nr. 2 fær mitt atkvæði.
Takk Ragnhildur Jónsdóttir. Þessi litla saga blés lífi í löngu gleymdan neista í litla hjartanu mínu. Sagan minnir mig á konu sem var mér kær. Ég mun opna mínar dyr upp á gátt, til að bjóða mína sátt ...
Elísabet (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 20:41
Ljóð Jónu Ingibjargar við mynd nr. 1 verkar sterkast á mig. Það fær mitt atkvæði.
Í öðru sæti er ljóðið Bak við bláar dyr eftir Guðný Svövu um sömu mynd.
Jens Guð, 20.11.2007 kl. 21:30
Þetta er spennandi kosning...ég ætla að leyfa henni að standa yfir þar til annað kvöld...miðvikudagskvöld og taka þá úrslitin og birta þau á fimmtudaginn. Gaman að sjá hve margir gefa sér tíma til að lesa sögurnar og ljóðin og velja hvað höfðar mest til þeirra í þetta sinn.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 22:02
Einstaklega falleg framlög og erfitt að velja. Vel samt Jónu Ingibjörgu, þetta höfðar til mín í kvöld, endalausir jarðskjálftar og konan óróleg, Jóna róar mig. Takk fyrir skemmtilegt bloggefni.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.11.2007 kl. 22:18
Sorry, eyddu fyrra kommenti Snætrýna mín. Fór línuvillt og misskildi smá. Það er GUÐNÝ SVAVA nr.4.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2007 kl. 23:21
Þó ég sé búinn að greiða mitt atkvæði og hafi valið söguna Síðdegishugleiðingu í fyrsta sæti, langar mig til að leggja enn smá orð í belg. Mig langar til að minnast á söguna Móðir eftir Hrönn.
Mjög hugljúf saga finnst mér. Vekur áleitnar spurningar til umhugsunar. Hvað gerðist milli móður og dóttur? Hvers vegna þurfti hún að velja milli barna sinna? - Það er með ólíkindum hvað Hrönn hefur tekist að koma miklum tilfinningaátökum fyrir í stuttri sögu. Flestir hafa sjálfsagt einhvern tíman þurft að bera harm sinn í hljóði og kannast við svona tilfinningar. Eiginlega finnst mér þetta vera mjög góð lýsing á sorgarferli sem enn stendur yfir.
Ég veit ekki hvort Hrönn hefur skrifað margar smásögur, en þessi saga er vel skrifuð og lætur mann ekki ósnortinn.
Ágúst H Bjarnason, 21.11.2007 kl. 05:58
ég veit ég er of sein. Er að lesa allt saman afturábak þar sem bloggvinarúntur hefur ekki verið partur af veruleikanum hjá mér í margar vikur. Langar bara að segja að mér finnst ljóðið hennar Jónu Ingibjargar hrein og tær snilld.
Margt fleira mjög gott þarna og vinningsljóðið er frábært. Flott framtak Katrín og til hamingju Guðný
Jóna Á. Gísladóttir, 22.11.2007 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.