Leita í fréttum mbl.is

Sigurvegari í sögu eða ljóðakeppninni er...Guðný Svava!!!

Kæra Guðný til hamingju með fallega ljóðið sem þú samdir við mynd númer fjögur og var kosið besta framlagið í keppninni að þessu sinni af bloggurum og öðrum lesendum.

Innilega til hamingju!!!

Titillinn var.."Bak við luktar dyr"

Og svona er ljóðið hennar Guðnýjar Svövu... 

 

Krafturinn

-Veistu

að vonin hún vakir 

við læstar dyrnar hjá þér?

Í svartnættismyrkrinu nærri hún er 

með náð sína og frið fyrir þig.

 

- Hlustaðu

heyrirðu ekki höggin

er á hurðina örþreytt hún ber? 

Viltu ekki opna þær vinur, dyrnar.

Fyrir voninni- og mér? 

 

Alveg yndislega fallegt og sterkt ljóð  frá Guðný Svövu....og þakka ykkur öllum hinum fyrir þáttökuna. Bara meiriháttar sögur og ljóð sem komu hér inn og  glöddu lesendur og gáfu mikið. Þið eruð öll frábær.

Guðný Svava mín.....þú sendir mér svo bara mail á kbaldursdottir@gmail.com með nafni þínu og heimilisfangi og lætur mig vita hvaða eftirprentun úr galleríinu mínu  þú kýst að launum fyrir ljóðið þitt. 

Takk allir fyrir þáttökuna..hvort sem þið senduð inn sögu eða ljóð eða tókuð þátt í kosningunni Heart

 CKI-18~Door-VII-Posters

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd númer 4. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Vá maður! Ég á ekki orð, jú annars, ég er ofsalega glöð. Kærar þakkir fyrir mig og þakkir til samkeppendana fyrir þeirra framlög.

Ég ætla að hugsa mig vel um Katrín hvaða mynd ég  vel.

En og aftur Takk!

Svava frá Strandbergi , 22.11.2007 kl. 01:33

2 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

til hamingju Guðný Svava, flott ljóð hjá þér :)

Björgvin Gunnarsson, 22.11.2007 kl. 01:36

3 identicon

Mikið var og er þetta fallegt ljóð, alveg hreint dásamlegt. Til hamingju með það að vera svona mikill snillingur Guðný Svava. Yndislegt framtak hjá þér Katrín.

alva (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 01:54

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Björgvin og Alva, en ég er nú enginn snillingur.

Svava frá Strandbergi , 22.11.2007 kl. 02:06

5 identicon

Fallegt var það og fallegt er það og fallegt mun það vera.

já, fegurðin kemur innan frá. Gangi þér vel.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 02:29

6 Smámynd: www.zordis.com

Glæsilegur sigurvegari í skemmtilegum leik.

Fimmtudagspuðr inn í daginn ... og ég sem hélt það væri föstudagur! 

www.zordis.com, 22.11.2007 kl. 08:02

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hjartanlegar hamingjuóskir Guðný Svava, þetta er alveg dásamlegt ljóð og sterkt.  

Katrín, þakka þér fyrir frábært framtak. Mér fannst mjög skemmtilegt að vera með

knús á ykkur öll

Ragnhildur Jónsdóttir, 22.11.2007 kl. 10:53

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir öll sömun.

Svava frá Strandbergi , 22.11.2007 kl. 11:07

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Til hamingju Guðný Svava

Ágúst H Bjarnason, 22.11.2007 kl. 11:53

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Innilega til hamingju Guðný Svava

Marta B Helgadóttir, 22.11.2007 kl. 12:35

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Guðný Svava er vel að þessu komin, til hamingju.  Hvenær er svo næsta keppni??

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 14:51

12 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Til hamingju Svava......... og Katrín.... þetta er mjög skemmtileg hugmynd hjá þér.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 22.11.2007 kl. 15:06

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Til hamingju stóra systir!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2007 kl. 16:07

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Kæra Halla, Ágúst, Marta, Ásdís, Fanney og litli bróðir, takk fyrir mig.

Svava frá Strandbergi , 22.11.2007 kl. 17:34

15 identicon

Skemmtilegt framtak. Og mér sýnist sigurvegarinn vel að heiðrinum kominn...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 18:35

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju Guðný Svava

Hrönn Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 20:49

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju Guðný Svava og líka þú Katrín mín.  Frábært framtak og frábær þátttaka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2007 kl. 21:20

18 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er yndislegt ljóð, til hamingju nafna Svava!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.11.2007 kl. 22:24

19 Smámynd: Hugarfluga

Vá, fallegt ljóð!! Takk fyrir mig!

Katrín, þú ert bara snilli, veistu það?

Hugarfluga, 22.11.2007 kl. 22:27

21 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju Guðný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.11.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband