1.1.2008 | 18:49
Nýársgaldur
Ekki hafði ég um það grænan grun á gamlárs 2006 að eftir ár yrði ég komin aftur heim á eyjuna fögru í Norðri..segið þetta hratt tíu sinnum...og farin að umbreytast í aðdánda þjóðar number Uno. Meira að segja veðráttan hérna heillar mig upp úr stígvélunum og þeytir mér marga gleðihringi í Vesturbænum.
Svo nú sit ég og velti fyrir mér hvernig staðan verði að ári og hvar kona verður þá í lífi sínu. Þetta nýja ár er óskrifað blað hjá mér í bili.... Vonandi bara stuttu bili eða svona millibili. Kallast millibilsástand þegar maður er á milli vita og veit ekki hvar maður lendir eða endar. Það eru allir í familíunni komnir á sinn stað og ef ég geri ekki eitthvað róttækt í málunum gæti svo farið að minn staður yrði inni á heimilinu röltandi niður í kjallara að setja í vél eða í eldhúsinu að fást við mat og uppvask. Það má að sjálfsögðu ekki gerast nema þegar ég sjálf kýs og nenni svo nú ætla ég að fremja nýársgjörning og galdra til mín draumastarfið.
Til þess þarf ég
12 nýsprengdar miðæturrisatertubombur...heppin er ég að það standa einmitt 12 svoeliðis fyrir utan hús nágrannans..
Gleði í grænum ormi
Úlfahvin í gormi
og svolítið af gisinni krabbakló af Ströndum.
Þar sem þetta er leynigaldur og illt væri í efni ef ALLIR gætu bara farið að gera það sem þeir vildu helst....segi ég ekki nánar frá hvernig hann er gerður. Samt er ég alveg að skipta um skoðun á því sem ég var að skrifa rétt í þessu þar sem ég trúi í hjarta mínu að ALLIR ættu að fá að starfa og gera það sem þeim hugnast best og sem betur fer erum við svo ólík og mörg að við myndum alls ekki öll vilja verða forstjórar Baugs eða eitthvað svoleiðis. Sumir myndu meira að segja helst vilja eyða lífi sínu í að sópa sbr Sóparinn góði í sögunni um hana MÓMÓ.
Gling gló eldhúsklukkan sló..og ég verð að fara og aðgæta með matinn áður en ég fer í þvottahúsið. Þarf sko að hengja úr einni vél. Eins og þið sjáið er greinilegt að kona þarf út á vinnumarkaðinn ekki seinna en strax...best ég klári svo galdurinn eftir kvöldmat. Það er enginn dagur betri í slíkan gjörning en nýársdagur bjartur og fagur. En fyrst verð ég væntanlega að ákveða hvað ég vil.
Sef á því og sé hvort mig dreymi ekki dramatiskar ákvarðanir teknar af himneskum atvinnumiðlurum...því það eru jú þeir helst sem hafa fundið fyrir mig skemmtilegustu og bestu djobbin á þessari jörðu.
Heyrumst !!
Og já eitt enn..fékk e mail sem segir að eina sem maður þurfi að gera til að láta allt annað rætast..áramótaheitin og markmiðin og allt það sem fólk gerir á ögurstundum eins og áramótunum... SÉ AÐ LÁTA SÉR LÍÐA VEL...þá komi allt hitt.
Sé það núna að eldhúsið er besti staðurinn fyrir mig.....ilmurinn af hryggnum sem er að hægsteikjast í ofninum lætur mér allavega líða alveg rosalega vel
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
segðu. hóf árið án konu og endaði það einnig. lunganum úr árinu eyddi ég þó með konu. skondið.
Brjánn Guðjónsson, 1.1.2008 kl. 19:08
Það er ég handviss um að þessi galdur á eftir að hrífa. Þú skýrðir þó ekki frá einu í uppskriftinni, nokkru sem skiptir öllu máli. Fimmta efnið í þessum leynigaldri er auðvitað þú sjálf. Það er efnið sem skiptir sköpum í þessari blöndu.
Ég efa ekki að þessi galdur á eftir að hrífa. Þegar fimmta efnið býr yfir óvenju miklum hæfileikum og krafti, þá hlýtur svo að fara. Legg ég á og mæli um að draumastarfið sé á næsta leiti. Megi þetta verða áhrínisorð!
Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir góða bloggvináttu Katrín!
Ágúst H Bjarnason, 1.1.2008 kl. 20:40
Gleðilegt ár á Fróni mín kæra, njóttu hverrar stundar og jákvæðum berst upp í hendur það sem þeir óska. Kær kveja.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 21:02
Gleðiríkt nýtt ár, takk fyrir árið sem er að líða!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.1.2008 kl. 23:48
Kæra Katrín, megi óskir þínar rætast
Megi nýja árið færa þér allt gott og mikið hlakka ég til að lesa íslensku pistlana þína. Ótrúlega skemmtilegt að upplifa hve umhverfið hefur áhrif, eða er það veðrið okkar, landslagið eða hvað? Allt eða ekkert???
Kær kveðja frá DK
Guðrún Þorleifs, 2.1.2008 kl. 11:30
stundum væri ég alveg til í að vera heimavinnandi, en sennilega bara smá stund !
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 12:14
Hrútur: Ef þú trúir á kraftaverk um jólin, skaltu líka trúa á kraftaverk eftir jól. Galdrar gerast ef maður trúir því nógu mikið. Og þú - meira en nokkuð annað merki - kannt að trúa.
Svona er nú spáin fyrir hrútana í dag svo þú sérð að ekki efast ég.
sjáumst
Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 15:38
Gleðilegt ár Katrín mín og ég er viss um að árið 2008 verður bæði gjöfult og farsælt fyrir þig og þína.
Steingerður Steinarsdóttir, 2.1.2008 kl. 16:00
Gleðilegt ár Katrín, já það er kannski eins gott að við sjáum ekki allt fyrir, það væri ekkert fútt í því óvæntar uppákomur og skyndihugmyndir eru svo frábærar. Ég er sannfærð um að eitthvað slíkt hendir þig á næstunni og dembir þér í ný, frábær og spennandi ævintýr sem kemur þér á "þinn stað"... í bili...
Bestu óskir um skemmtilegt, skapandi og gæfuríkt ár fyrir þig og alla þína
Ragnhildur Jónsdóttir, 2.1.2008 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.