Leita í fréttum mbl.is

Hlaut að vera að klukkan væri orðin einhver hellingur...billjón byltur að baki.

Ég er búin að liggja og bylta mér svo lengi að ég er búin að skrifa heila bók í huganum....alger heimsbókmennt þó ég segi sjálf frá... og dekkoreita alla íbúðina aftur þegar ég gafst upp og fór fram að gá hvað klukkan væri. Hún er að ganga fimm og mér hefur ekki komið dúr á auga. Minnir mig á símtalið frá vinkonu minni sem ég fékk á föstudaginn..."Hæ Katrín..hvernig stendur á því að ég er ekkert að sofa...hvað er eiginlega í gangi"??

Ég vissi það auðvitað ekkert og var þar að auki að labba um í Kringlunni að leita af afmælisgjöf og gat ekkert hugsað almennilega.  En núna velti ég þessu fyrir mér...eru bara allir glaðvakandi um miðjar nætur þessa dagana..? Mér þætti gaman að vita hvort þetta er ástand sem fleiri eru að glíma við núna.

Hvernig ætli dagurinn verði hjá mér á morgun..ég meina á eftir.... þegar kona á að fara að gera stórkostlegar framkvæmdir í lífi sínu algerlega ósofin?? Það verður eflaust eitthvað skrautlegt..eða kannski bara akkúrat galdurinn sem ég er búin að vera að bíða eftir. Kannski er það best að vera bara kolrangeygur af syfju til að finna réttu stefnuna og beinustu brautina?

Kemur í ljós!!! 

vk2007b-kushpillowbook

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sama hér, við vörum öll glaðvakandi. Það var segulstormur frá sólu í gangi (styrkur 10), norðurljós á fullu þegar ég fór út á náttfötunum um 04:15, sjáðu NOAA tengilinn með myndum af jörðinni á þeim tíma og bakkaðu til 04:16. En nú er þetta að róast. Einfalt, ekki satt?

Ívar Pálsson, 7.1.2008 kl. 06:22

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sef eins og ungabarn hérna, sofnuð fyrir miðnætti.

Róleg þeta er svona eftirjólinástand.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 07:26

3 identicon

Það er svoleiðis það sama á mínum bæ.. Ég kalla þetta desember syndromið sem fer svo að lagast þegar nálgast febrúar.. dætur mínar eiga við sama "vandamál" að etja og þegar maður horfir út um gluggan hjá sér eru ansi mörg ljós kveikt í nærliggjandi íbúðum.. þetta blessaða næturbrölt.. gaman að heyra að maður er ekki einn

Björg F (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 07:47

4 Smámynd: www.zordis.com

Ég er góð ef ég næ að sofna því þá sef ég eins og unglamb.  Ætti samt að nýta vökutímann betur, t.d. til að hanna meistaraverk eða semja einhver seiðandi ljóð ...

knús inn í daginn 7undi janúar ..... Spáin almennt fyrir daginn er happ, þú lendir í aðstæðum sem leiða þig í hvert happið á fætur öðru.  Nýttu tækifærin sem koma til þín í dag eða gríptu þau þegar þau birtast þér!  Góður dagur framundan hjá þér.

www.zordis.com, 7.1.2008 kl. 08:04

5 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

Úff það er gott að heyra að ég var ekki ein um að geta ekki sofið í nótt, ég sé að zordis hefur lagt spánna fyrir daginn handa þér en það er yfirlit fyrir Júpiter í Steingeit fyrir næsta ár til þín á blogginu hjá mér.

Margrét Guðjónsdóttir, 7.1.2008 kl. 08:49

6 Smámynd: Sandra María Sigurðardóttir

Skemmtilegt, ég var glaðvakandi kl 1 í nótt miðað við að hafa sofið 3 tíma nóttina áður.

Sandra María Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 11:17

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Segulstormur frá Sólu og Norðurljós á fullu.....þetta er almennileg skýring. Ég hef nefninlega ekkert verið að drolla frameftir um jólin og farið á nokkuð temmilegum tíma að sofa. Zordís mín gott að spáin er svona góð fyrir daginn og Margrét..ég fór og las störnuspekina og veistu að þetta er sko verulega flott fyrir konu eins og mig að lesa núna. Ég lifi og hrærist í sköpuninni og andlegum málum..og hef einmitt sterkt á tilfinningunni að árið mitt sé í uppsiglingu. Þúsund þakkir..stjörnuspeki, segulstormar og dagsspár gefa lífinu skemmtilegt gildi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 12:14

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég svaf með hléum, vildi að það væri hægt að vinna upp tæki sem afritaði hugsanir þegar maður er andvaka, ég sem heilu ljóðabálkana og sögurnar þegar ég er andvaka.  Eigðu góðan dag og gangi þér allt í haginn.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 12:54

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Einmitt það sem ég hugsaði Ásdís...geta ekki kláru tölvustrákarnir búið til svona tæki sem maður tengir við hausinn á sér þegar maður liggur rólegur á milli heima sem skrifar og afritar allar þessar frábæru hugmyndir sem þarna fæðast beint inn í WORD skjal eða eitthvað?? Það er nefninlega þannig að maður má helst ekki hreyfa sig þegar þetta er að gerast..þá getur það bara horfið!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 13:00

10 Smámynd: M

Andvaka til að ganga 4 og varð að vakna kl. 7  Þannig að það er ekki hátt risið á manni. Skil þetta ekki, er drulluþreytt en næ ekki svefni stundum. Sem betur fer ekki alltaf. En þetta er drulluleiðinlegt

Hvað er í gangi ef hálfur bærinn er andvaka ?

M, 7.1.2008 kl. 13:07

11 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ég þyrfti að sofa meir en ég get

sweet dreams

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 7.1.2008 kl. 16:13

12 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Ó já ég var á sama basis.  Náði að sofa heila tvo og hálfan tíma í nótt.  Pirrrr.....

Lilja Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 20:27

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra katrín, gangi þér vel á beinustu brautinni !

Ljós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 20:55

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

 Svefninn og sólarhringurinn er í óreglu hjá mér enn, eftir jolafríið. Sofna aðeins þegar eg kem heim ur vinnunni og vaki svo fram á nott

Tak for sidst Katrín mín, gaman að hittast

Marta B Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 01:30

15 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Nú á dögum þykir það eðlilegt að geta ekki sofið. Kannski dúra af og til  eitthvað yfir nóttina en ekki eins og áður. Þurfum víst ekkert endilega að sofa en hugurinn og vaninn telja okkur trú um að þá hljótum við að verða ómöguleg  eða hvað? :) Það sem hugurinn hefur gaman af tilvist sinni, - eða hver er eiginlega við stjórn? 

Þurfum ekki einu sinni að borða lengur eða hvað , - eða getur verið að það sé líka að breytast? 

Vilborg Eggertsdóttir, 8.1.2008 kl. 03:18

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég verð nú líka að játa á mig svefnleysi og byltur. Svaf lítið í fyrrinótt. Vaknaði upp um miðja nótt og var hálf glær í gær. 
Ætli þetta sé ekki afleiðingar frídaganna ...   Þar sem  Ívar minntist á segulstorm og norðurljós, þá eru  fallegar myndir hér og hér

Ágúst H Bjarnason, 8.1.2008 kl. 07:58

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Og ég sef of lítið.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2008 kl. 17:22

18 identicon

Takk fyrir síðast. Gaman að hitta þig þarna á laugardaginn

Bryndís R (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 21:47

19 Smámynd: www.zordis.com

bí bí og blaka ......

Sendi þér sæta þulu inn í nóttina!

www.zordis.com, 8.1.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband