Leita í fréttum mbl.is

Ritstofan og stúdíóið..sín hvoru megin við hurðina

Þurfti að breyta og bæta og búa til pláss heima hjá mér. Snyrtiborðið stendur nú í borðstofunni og er að fá nýttt hlutverk. Tróð því fyrir framan bókahillurnar í fallegt horn, losaði það við hárvörur, maskara og blóðrauða varaliti til að rýma fyrir tölvu og hugmyndum. Þetta er núna rithornið mitt og þarna munu himneskar hugmyndir eiga greiðan aðgang til jarðar og enda sem fullgerðar bækur.  Gamall grænn baststóll ansi mikið veðraður eftir langa útiveru í garði í utlöndum er sætið og þar situr skinnpúði til að ylja maddömmunni á botninum þegar hún situr og ritar..nú eða dagdreymir. Kannski verð ég eini rithöfundurinn án bóka?? Að þær búi bara áfram innra með mér sögurnar og fái aldrei litið dagsins ljós. Annað eins getur nú gerst í þessari skrítnu hringsnúandi veröld. 

200121607-001

Mér til halds og trausts og hvatningar í þessu eru svo allar bækurnar sem nú þegar eru fæddar af öðrum konum og körlum í löngum röðum í hillunni við hliðina á mér og til að styrkja enn frekar ætlun mína les ég Sköpunarsögur hvert kvöld sem eru sannkallaður gleðilestur. Þar eru viðtöl við 12 rithöfunda um vinnuferli og sköpunarferli...sérdeilis fínn lestur fyrir konu eins og mig.

Hinu megin við hurðina í horninu þar sem stóri pottofninn stendur hlýr og fagur standa trönurnar og striginn. Ég þarf að finna mér borðskrifli fyrir pennsla og málningu svo ég geti farið að draga frumdrögin af myndunum sem ég ætla að sýna í Ráðshúsinu í haust með nokkrum bloggvinkonum mínum. Sé samt ekki alveg að sá gjörningur fái að vera í friði þar sem Alice Þórhildur barnabarn er farin að ganga um á jörðinni og nær núna í dót sem var utan hennar seilingarfjarlægðar og ég sé fyrir mér að henni muni finnast spennandi að ata sig í olíulitum og setja sitt mark á myndir ömmu sinnar. Rétt eins og hún hefur sett mark sitt á hjarta hennar.

 MC2501

En það besta við þetta nýja og fína vinnupláss mitt er hurðin þarna á milli. Um hana get ég gengið í aðra heima og lokað á eftir mér þegar andinn lætur á sér standa. Og hvað er þar svo beint fyrir framan??

Jú litla krúttlega eldhúsið með gamla bláhjartaða plastdúknum og útvarpinu á litla borðinu. Og kaffikannan. Þar sit ég á stól sem er orðinn jafngamall mér og sómdi sér svo vel við eldhúsborðið hjá mömmu fyrir fjörtíu og eitthvað árum. Þarna eru rólegheitin og þarna safna ég hugmyndum og kröftum. Svo geng ég aftur um dyrnar í miðjunni og vel annað hvort ritborðið og græna baststólinn með skinnpúðanum vinstra megin eða trönurnar og litina hægra megin. Gái hvoru megin sköpunargyðjan bíður og tek mér far með henni.

En af því að ég er kona, móðir meyja og treyja..þarf ég fyrst að brjóta þvottinn, strjúka rykið úr hornunum og búa um rúmin svo ég hafi pláss fyrir verkefnin. Óreiðan utanfrá á það til að trufla mínar innri lendur og vellíðan. Það þarf að harmonera þetta sem er hið innra við hið ytra og öfugt.

Gleðidagur og skoppandi kvenhjarta.

Þannig er lífstakturinn góði.

200512562-003

 

 Kannski kona skoppi nú upp úr fyrra fari og hoppi svo hátt að hún nái markmiðum sínum á nýju ári.

Tími tími segðu mér

hvar verðum vér 

að liðnu ári?? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Árnadóttir

Ég er nú meira spennt fyrir að vita hvar við gömlu vinkonurnar verðum að liðnum tveim mánuðum, en að ári liðnu. Annars er ég sammála þér með þetta um jafnvægið, það er ótrúlegt hvað uppvask, ryk og óhreinn þvottur getur stíflað sköpunargleðina. Ég verð þó að segja að hjá þér hlítur þetta að vera í nokkuð góðu jafnvægi miðað við afkostin og árangurinn á listasviðinu. Ég nýt þess að skoða myndirnar þínar  (hefði bara þurft að vita f þeim fyrr) og finnst þær mjög góðar. 

 ga

Guðrún Árnadóttir, 9.1.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já segðu..ég þarf að secreta til mín peninga fyrir farinu til Köben þar sem það er ferming framundan...og ég ekki enn búin að fá "alvöru" vinnu þar sem maður fær útborgað í hverjum mánuði....

Af hverju hefðir þú þurft að vita af myndunum fyrr?? 

ka

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 11:26

3 Smámynd: www.zordis.com

Hljómar svo spennandi ... Alice litla Þórhildur að hjálpa ömmu sinni að mála og hvísla að henni guðdómlegum hugmyndum.

Skúra skrúbba og bóna, rífa af öllum skóna ..... er ekki Flosi á lausu?  .... Í þrifin svo kona geti geislað náttúrugyðjunni ?

Gangi þér vel!

www.zordis.com, 9.1.2008 kl. 16:12

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Til hamingju með nýju vinnuaðstöðuna. Það er alveg nauðsynlegt að hafa svona afdrep.

Ágúst H Bjarnason, 9.1.2008 kl. 17:30

5 identicon

Hlakka til að lesa afraksturinn þinn

Bryndís R (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 19:28

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið skil ég þig með þetta jafnvægi sem maður fær við að taka til áður en maður sest við eitthvað krefjandi.  Ég nýt mín miklu betur þegar allt er í orden.  Var á Uppsölum síðasta laugardag og naut þess virkilega að skoða myndirnar þínar, kannski ég eignist eina einn góðan veðurdag, get látið mig dreyma.  Kveðja til þín og ég vona að skáldagyðjan sé á ferli hjá þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 20:08

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú ert überkrútt

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.1.2008 kl. 20:56

8 Smámynd: Guðrún Árnadóttir

Til að geta notið þeirra lengur auðvitað !!!

Guðrún Árnadóttir, 9.1.2008 kl. 21:49

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég tileinkaði þér pistil í dag.

Samt hef ég aldrei séð þig nema hér í bloggheimum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.1.2008 kl. 09:45

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

falleg færsla, allt er svo svífandi auðvelt !!!

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 14:03

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg færsla þín Katrín mín. Notarðu eldrauðan varalit. ?

Kristín Katla Árnadóttir, 10.1.2008 kl. 15:50

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 10.1.2008 kl. 19:57

13 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábær og ljúf færsla eins og venja er hjá þér. Hversu lengi stendur sýningin þín? ég er að hugsa um að skella mér aftur, ef ég er ekki of sein.

Góðar kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.1.2008 kl. 23:44

14 identicon

Sælar og aftur sælar,svo ekki farist fyrir. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 00:35

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er syningin eilífa og stendur mun lengur Kannski svona einn til tvo mánuði til viðbótar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.1.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband