Leita í fréttum mbl.is

Konur þurfa stund og stund fyrir sig

Þetta er ein af þeim stundum. Að vaka af sér dagskránna í sjónvarpinu þar til djúpur andardráttur heyrist úr hverju herbergi og Óli Lokbrá sannfærir mann um að allir séu nú á hans vegum ...þá byrjar stundin.

Tiplar létt á tánum og setur ljúfustu tónlistina í spilarann og sest við kertaljós og hugsar um ferðina einu og sönnu.  Það gerir kona á svona stundum. Sér ljósin slokkna í hverjum glugga á eftir öðrum og hefst handa. Dregur fram gamla silfraða konfektkassann sem nú geymir hugleiðingar og ljósmyndir..allir þurfa að eiga einn svona kassa fyrir sitt og minningarnar.

Endurmeta og hugleiða....hlusta og anda. Um það er lífið. Finna út úr sínu.

7 

 

 

 

 

 

 

 

Kíkja í skrudduna sem geymir leyndarmálin og skissurnar sem maður teiknar upp á stundum.

Lítil ljóð og frásagnir sem segja söguna mína en enginn fær enn að lesa.

Allt hefur sinn tíma.

Það er orðið alltof langt síðan ég gaf mér tíma til að hlusta á mitt...tíminn getur verið svo hverfull.

Maður heldur að maður hafi nægan tíma en svo hverfur hann bara í dagsins önn, syndir og streymir endalaust og verkefnin safnast upp sem áttu að gerast.  

Þegar ég settist og skoðaði til baka á blogginu mínu sé ég að ég er komin í annan takt en ég var áður í. Er miklu meira í því sem er að gerast þarna fyrir utan og gleymi stundum að kona þarf tíma fyrir innra ferðalag. Ein með sjálfri sér og til að minna sig á hvað henni finnst merkilegast og mikilvægast.  Hlusta á sína tónlist og heyra sinn eiginn hjartslátt. Setja sína stefnu á leiðina sem henni finnst skipta mestu máli.

107

 

Fiðrildi fiðrildi segðu mér

hvert á land þessari

för

heitið er.

Skal ég elta þína ör

eða fylgja minni eigin

flögrandi, lifandi litríku för??


Segðu mér sannleikur.

Gerið þið það reglulega að eiga svona stund, að endurmeta og skoða hvað er að virka og hvað ekki og hvert förinni er heitið. Eða láta flestir tening ráða kasti og sjá svo bara til hvar þeir lenda? 

Hver er fararstjórinn á þessari vegferð okkar? Stundum held ég að ég ráði og ríki en oft sé ég að það er eitthvað allt annað sem stjórnar.  Sem betur fer..því það er svo langt í frá að ég viti mínu viti.

Eitthvað annað

..eins og Páll Óskar syngur svo fallega um.

Það er eitthvað annað þarna úti. 

En hvað það er

veit nú enginn

vandi er um slíkt að spá. 

200504447-001

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Oh, hvað ég er innilega sammála þér. Hér áður fyrr notaði ég oft föstudagskvöldin á pabbahelgunum mínum í þetta.... ekki nákvæmlega það sem þú ert að gera, en bara vera ein í friði með sjálum sér og sínum hugsunum og hugleiðingum. Maður þarf virkilega á því að halda öðru hvoru. Gott hjá þér!!

Lilja G. Bolladóttir, 11.1.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg er ég sammála þér, það er gæðastund stundum að vera í friði með sjálfri sér og sínum hugleiðingur.

Marta B Helgadóttir, 11.1.2008 kl. 07:51

3 Smámynd: www.zordis.com

 Það er svo mikiilvægt að stilla strengina með reglulegu millibili, ekkert betra!  Fljúga með sjálfum sér og snerta stjörnurnar og koma svo og tippla á köldu malbikinu, finna jafnvægi á báðum stöðum!

Er með kveðju til þín frá konu sem heitir Sigrún Jóna Andradóttir ....

www.zordis.com, 11.1.2008 kl. 07:57

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ummm, já ég geri þetta oft, það er yndislegt!

BLESS

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 08:09

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

þær eru yndislegar og í raun allveg nauðsynlegar þessar stundir..... kassinn sem þú minnist svo skemmtilega á... er mjög hugljúf lýsing á "Geðræktarkassa" sem allir ættu að eiga til að skoða þegar maður er einn með sjálfum sér... nú eða vill eiga notalega spjallstund með börnunum....... bráðnauðsynlegur hlutur inn á hvert heimili....

Fanney Björg Karlsdóttir, 11.1.2008 kl. 09:05

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Katrín.

Þú heimfærir þinn góða pistil upp á konur eingöngu, en minnist ekki á karlmenn. Ég held að það sé ekki síður mikilvægt fyrir okkur karlana að hugsa svona. Karlar þurfa líka stund og stund fyrir sjálfa sig, stund þar sem þeir geta sest niður með sjálfum sér eins og þú lýsir svo vel. Ekki síst í hraða nútímans þegar maður nær stundum varla að anda og streytan tekur öll völd af manni.

Takk fyrir alla góðu pistlana þína.

Ágúst H Bjarnason, 11.1.2008 kl. 09:17

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lúfur pistill.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2008 kl. 09:51

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.1.2008 kl. 09:58

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já konur og karlar þurfa næðisstundir. Það er alveg rétt og satt  Ágúst minn. Það er bara svo auðvelt að dragast inn í lætin og gleyma að huga að sjálfum sér og búa til þessa næðisstund. Það er erfiðara hér finnst mér en þegar ég var í skógarjaðrinum í litla bænum í Englandi óg hitti miklu færra fólk en hér. En á móti kemur að það er líka svo dýrmætt og gott að vera með sínu fólki.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.1.2008 kl. 11:24

10 Smámynd: Guðrún Árnadóttir

Mikið er ég sammála þér og það sem meira er, þá finnst mér mjög mikilvægt að foreldrar leggi á það áherslu i uppeldinu að börn læri að huga að sínum innri manni. Því miður held ég að það gleymist oft í þessum brálaða hraða sem eikennir nútímann.

En ég bíð spennt etfir fréttum af kvöldinu í kvöld, vað það ekki annars í kvöld sem þið ætluðua að hittast?

Kveðja, Guðrún

Guðrún Árnadóttir, 11.1.2008 kl. 13:11

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jú í kvöld verða göróttir drykkir á borðstofuborðinu og við galdrameyjur og gjörningakonur hittumst til að ræða draumaferð 45 ára yngismeyja til Köben. Það þarf reyndar galdur til að koma þessu í gegn fyrir mig...það er svo hrikalega MIKIÐ að gera og um að vera á þessum tíma hjá mér.

Og já hvort það er ekki mikilvægt að börnin læri að leita í kyrrðina og sína innri rödd...og ná takti við sig sjálf.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.1.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband