Leita í fréttum mbl.is

Ég er enn á því að ég verði auðkýfingur

Þeir eru að auglýsa í blöðunum að nú séu seinustu förvöð að skrá sig og starfstitilinn í símaskránna.

Þeir sem þekkja mig vita að það er mitt markmið að verða skráð Katrín Snæhólm Baldursdóttir auðkýfingur (í anda og efni auðvitað) í símaskránna.  Mér finnst ég vera orðin augðug í andanum en þetta efnislega er ekki alveg að gera sig ennþá. Ég örvænti samt ekkert þar sem ég hugga mig við það eiga mörg líf framundan til að láta markmið mitt rætast en  þegar ég sá þessa auglýsingu vissi ég að mér væri borgið. Og það í þessu lífi.

Fjármálanámskeið sem ber yfirskriftina Úr mínus í plús og með þessu les maður bókina.... Þú átt skítnóg af peningum.  (eða var það þú átt nóg af peningum?)

This is so my cup of tea Joyful...er að hugsa um að skrá mig strax..bara verst að ég er ekki enn komin með vinnu og innkomu til að borga námskeiðið og fjárfesta í bókinni. Það gæti hins vegar verið að rofa til í vinnumálum eftir helgina...Get ekki beðið eftir að sjá hver hreppir hnossið. Mig sko.

Ætli ég verði ekki að bíða með skráninguna og starfsheitið í eitt ár til viðbótar.

Set núna bara Katrín Snæhólm Baldursdóttir Hnoss. 

218

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hver ert þú samkvæmt símaskránni?? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ælta að verða Jenný Anna Baldursdóttir, hitt og þetta en í alvörunni þá skirfaði maðurinn minn eftirfarandi í símaskrána fyrir nokkrum árum:

Einar Vilberg Hjartarson, sendill (bara svona til að hinta að því að ég væri of mikið í að láta hann snattast). Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.1.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

He hehe...sendillinn hennar Jennýar. Það er örugglega alveg fullt starf og gefandi!!

já listinn er bara svo langur ef maður vill titla sig eitthvað merkilegt sko..svo auðkýfingur í anda og efni finnst mér alveg tilvalið. Fer náttla smá eftir hvernig vinnu ég fæ hvernig gengur eða hversu fljótt ég verð heimsfrægur málari og skrifari. Kannski bý ég mér bara til alveg nýan farveg sem ég hef aldrei farið áður...annað eins getur nú gerst hjá konum. Og ég veit allt um að maður kaupir ekki hamingju fyrir peningana enda ætla ég að nota þá í annað.....leyndó!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.1.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Auðvitað ert þú auðkýfingur ekki spurning, en mikið rosalega er þetta krúttleg budda á myndinni  Ég er "ekkert" lélegt það. Kannski að ég skrái mig sem fjöryrkja, alveg athugandi.  ætla að drífa mig í að ryksuga létt yfir og búa um og taka úr vélinni og, og, og. Svo ég geti slappað af í tölvunni. Eigu ljúfan dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 14:11

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Margt er hægt að fá fyrir peninga en hamingjan er ekki föl fyrir öll heimsins auðæfi.

En þú ert hinn eini sanni auðkýfingur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.1.2008 kl. 14:39

5 identicon

Ég er ekki neitt samkvæmt símaskránni þar sem að ég er ekki skráð í hana

Bryndís R (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 16:13

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já mjög krúttleg budda. Þú gefur svo mikið af þér þá finnst mér þú auðkýfingur þá er ekki að tala um peninga heldur hjartalag.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.1.2008 kl. 16:32

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er ekki í símaskránni ! en ef þú ferð inn á Krak.dk þá er ég Steinunn Helga Sigurdardóttir

Bless

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 17:08

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er nú bara - ef mig skyldi kalla - ég sjálf og hana nú!

;)

Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 17:58

9 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

ég er bara ég í símaskránni ,.... og ég á enn fullt í fangi með að átta mig á hver það er, he he  ...

Hólmgeir Karlsson, 12.1.2008 kl. 00:59

10 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Skondið, hef ekki slegið mér upp í símaskránni eftir að ég flutti til DK en gerði það núna og viti menn, mín er bara skráð til heimilis á fyrrum heimilisfangi foreldra sinna. Snilld, ekki einu sinni síðasta lögheimili á Íslandi. Nú veit ég þetta  Skemmtilegt

Guðrún Þorleifs, 12.1.2008 kl. 22:03

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.1.2008 kl. 23:06

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Símaskráin var nú svo elskuleg að gefa mér titilinn ritstjóri áður en ég fékk hann í raunveruleikanum. Ég hallast því að því að hún sé forspá og mæli með því að menn setji sér markmið í símaskránni og sjái svo til hverju fram vindur.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.1.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband