Leita í fréttum mbl.is

Get ekki bloggað þar sem ég er að...

....borða kókosbollu. slurp smjatt og pjatt

Vá hvað þær eru himneskar og klístraðar.

Svo þarf ég að leggjast í leiðangur og fara að safna nýjum myndum í bloggmyndasafnið mitt sem er orðið æði tómlegt. Oft þurfti ég bara góða mynd og bloggið rann uppúr mér hreint og ómengað. Núna liggur við að ég fari að blogga um dægurmál og fréttir bara til að blogga eitthvað. Ekki að það sé neitt slæmt..bara alveg nógu margir að sjá um þá deildina.

41Z78r1lpwL__AA280_

Svo er ég líka að burðast við það að finna myndefni. Gera skissur og skraut á blað til að finna um hvað myndirnar sem eiga að sýnast í Ráðhúsinu í sumar eiga að vera. Var komin með dýrðarhugmynd sem datt til mín í draumi en er bara ekki að fæðast á þann máta sem virkar..allavega ekki enn sem komið er.  Þarf líka að ákveða stærðir og litasamsetningar sem og hvort það verður olía eða akríll að þessu sinni.  Gæti verið flott að mála konur og kókosbollur. Passa svo vel saman..guðdómlegar og engu líkar, mjúkar, gómsætar og maður losnar ekki við þær þegar þær hafa einu sinni fests við mann..Kissing Og hvern langar líka til að lifa án kókosbolla??

Svo sit ég löngum stundum fyrir framan spegilinn og æfi mig ef ég yrði svo glaðlynd að enda í atvinnuviðtali. Passa mig að segja engin orð sem kalla á grettur eða það að ranghvolfa augum, sjúga upp í nef eða frussa.GetLostPinchW00t Maður verður nú að koma vel fyrir ef maður á að eiga möguleika. Og tala alvarlega og gáfulega um það sem maður veit og kann. Vera bara sæt og kurteisHalo eins og ég  er langoftast.

 Jæja eins og ég sagði í upphafi færslu og í fyrirsögn..þá get ég ekki bloggað núna því ég er að borða kókosbollu. Kjamms.

Bæ. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kókosbollur eru fitandi.  *spæld*

Danadrottning (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þegar þú skrifar um kókosbollur, mn ég eftir hvernig það bobblaði í munninum mínum þegar ég var lítil og borðaði kókosbollu og kók. hef ekki smakkað kókosbollur í mörg mörg ár, enda ekki hægt að nálgast þær hjá kaupmanninum í lejre.

BlessYou kæra kona

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 15:26

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Verði þér að góðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 15:41

4 Smámynd: Hugarfluga

Damn it, Katrín! Nú langar mig í kókosbollu!!!! Finn alveg fyrir froðunni í munnin ... úff.  Best að fá sér gulrót.

Hugarfluga, 15.1.2008 kl. 15:55

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Getið rétt ímyndað ykkur hvað gengur á þegar maður hefur ekki smakkað kókosbollu í meira en 7 ÁR!!!! Held Það vilji allir hafa málverk af þeim atgangi á veggnum heima hjá sér..hvað haldið þið??? Sé fyrir mér nokkrar ansi kræfar útfærslur af konum og kókosbollum..ehemm.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 17:16

6 identicon

Mmm nú langar mig í kókosbollu.

Bryndís R (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 17:31

7 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Skyldi maður getað fengið þær heimsendar  Nenni ekki út að ná mér í eina

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 15.1.2008 kl. 18:18

8 Smámynd: www.zordis.com

Ég splæsi Pepsi Light því það er fátt sem freyðir jafn mikið!

Tíminn hvíslar leyndardómum sem fæðast og verða falleg verk!  Knús til þín kókosbollukona!

www.zordis.com, 15.1.2008 kl. 18:46

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Verð þér að góðu Katrín mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.1.2008 kl. 19:04

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Namm!

Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 19:46

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nammi namm.  Læt mig dreyma kókosbollur í nótt. Candy 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 22:54

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ooohhhh, hvað mig langar líka í kókosbollu. Ég úða stundum í mig fjórum í röð. Þær eru sannkölluð guða eða gyðjufæða.

Svava frá Strandbergi , 15.1.2008 kl. 23:57

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Nammi, nammi, namm. Næst þegar ég fer í Einarsbúð kaupi ég kókosbollu. Thank you very many!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.1.2008 kl. 00:28

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Stelpur ekki kókosBOLLU...það er hægt að fá pakkningu með FJÓRUM!!!!

 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.1.2008 kl. 00:50

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já ég er það sem ég borða..ég er unaðsleg, mjúk og sæt og kem í pakkningu af fjórum..en ekki hvað??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.1.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband