4.2.2008 | 01:30
Hvernig fannst ykkur sunnudagsbíómyndin..Bagdad Café??
Merkilegt..ég sá þessa mynd fyrir tuttugu árum og hún hefur setið í mér síðan því mér fannst hún svo æðisleg.. Svo þegar ég sá hana í kvöld mundi ég varla nokkurt atriði úr henni en tilfinningin fyrir henni var sú sama. Bara æðisleg!!!!!
Veit samt ekki hvað það var nákvæmlega sem fangaði hug minn og hjarta svona sterkt áður en sé það núna og finnst svolítið sniðugt að ég hafi á einhvern hátt verið á sömu nótum þá og nú. Breytist maður aldrei neitt???
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Sæl Katrín,
því miður missti ég af henni,en það er eins og mig minni að ég hafi nú séð hana hér áður fyrr. Svolítið spes mynd ef ég fer með rétt mál.
Góðar stundir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 07:46
Ég sá ekki þessa mynd! Hvað var það sem þér fannst svona sérstakt við hana?
Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 08:20
Myndin er frábær og mannleg en fæ ómöguleg skilið, hver vegna Ríkissjónvarpið sýndi hana „döbbaða“ með þýsku tali. Það eigilega tekur engu tali!!!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 4.2.2008 kl. 10:58
Því miður sé maður ekki kvikmyndir í tölvunni, bara íslensku dagskrána.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 11:26
Ég sá þessa mynd því miður ekki. Var of upptekin við að horfa á Forbrydelsen og svo Pressu þar á eftir. Verð að reyna að verða mér úti um hana á vídeóleigu.
Steingerður Steinarsdóttir, 4.2.2008 kl. 13:21
Ég sá myndina að mestu í gær og hafði ánægju af, enda mjög sérstök mynd. Myndin var tekin með gulfilter sem gerði litina dálítið sérstaka, en þannig var einmitt myndin Tár úr steini tekin. Sjá hér.
Það er eitthvað við myndina sem gerði hana mjög sérstaka. Myndatakan var mjög góð.
Fyrst fannst mér undarlegt að talið skyldi vera á þýsku, en síðan fannst mér það bara noatleg tilbreyting.
Ágúst H Bjarnason, 4.2.2008 kl. 15:29
já sama segi ég, sá hana fyrir mörgum árum og varð ekki fyrir vonbrigðum núna heldur. En eins og þið get ég ekki alveg sett fingurinn á hvað er svona æðislegt við hana; kannski prakkarinn sem er svo vandlega falinn í settlegu konunni sem lendir á óvæntum stað?
Guðrún Helgadóttir, 4.2.2008 kl. 16:25
Ég sá þessa mynd í fyrsta skipti í gær. Mér fannst hún mjög góð, og myndatakan var einnig góð. Góður söguþráður sem fangaði mann. Ég hefði þó heldur viljað sjá hana á ensku. Það voru nokkur örfá atriði sem hefðu notið sín betur á ensku. Sérstaklega þau atriði þar sem Jasmin átti ekki að skilja hvað aðrar persónur sögðu, það komst ekki til skila.
Ég varð þó ekki fyrir vonbrigðum, mjög góð mynd.
Sveinn Atli Gunnarsson, 4.2.2008 kl. 18:18
Það að sjónvarpið skyldi sýna þýska útgáfu af þessari frábæru mynd, sem meðal annars fjallaði um samskipti fólks sem ekki talaði sama tungumál, fannst mér alveg með ólíkindum. Ég skipti yfir á aðra stöð, þoldi ekki að sjá þessa bandarísku leikara tala þýsku. Algjör eyðilegging á frábærri mynd.
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 18:29
Ég gæti ekki sætt mig við þýskt tal ... allt annað en það en ég sá ekki þessa mynd en sleppi því ekki að skilja eftir slóð mína á bloggvefreisunni minni.
Kaffiknús á þig unga kona!
www.zordis.com, 4.2.2008 kl. 18:35
Á góða minningu um þessa mynd og hlakkaði til að endurnýja kynni mín við hana, en varð miður mín þegar hún byrjaði og re3yndist vera döbbuð! Hvílík eyðilegging. Ekki það að ég hafi á móti þýsku, heldur hitt að það er algjör skemmd þegar troðið er öðru tungumáli yfir tal leikara sem í þessu tilviki hafa ensku sem móðurmál. Þetta var slík skemmd að ég gat ekki hugsað mér að eyðileggja þá góðu minningu sem ég átti um myndina og slökkti!
Viðar Eggertsson, 4.2.2008 kl. 18:54
Hún fangaði mig ekki, gafst upp og fór að lesa Himnaríki og Helvíti.
Kolbrún Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 20:33
Ég sá þessa mynd í bíó, minnir mig, fyrir ártugum síðan. Á frummálinu, ensku, að sjálfsögðu. Þá þótti mér hún ekki betri en í meðallagi. Svona la-la. Aðalkosturinn við hana var að hún var svolítið öðruvísi en fjöldaframleiddar Hollywood-myndir (þá).
Að sýna þýzkbrenglaða útgáfu sýnir bara hvað dagskrárstjórinn á RÚV hefur lélega dómgreind. Enda nennti ég ekki að sjá myndina aftur á þýzku og skipti um stöð.
Vendetta, 4.2.2008 kl. 22:25
Frábær mynd. Ég sá hana fyrir fjöldamörgum árum og fannst hún góð.
Marta B Helgadóttir, 4.2.2008 kl. 22:44
Fannst hún frábær en skil ekki hví hún var á þýsku! Hjónaleysin þýsku hefðu mátt tala þýsku eða bjagaða ensku úr því að sögusviðið var í usa.
Ég er ekki hissa að sumir íbúar US hafi ranghugmyndur um Írak.
Marinó Már Marinósson, 4.2.2008 kl. 23:28
Kíkti aðeins inn áður en ég fer í flugið á morgun, heim í Hamingjulandið. Kveðja inn í nóttina
Ía Jóhannsdóttir, 5.2.2008 kl. 00:12
Ég sá hana ekki því miður Katrín mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.2.2008 kl. 10:38
Ég sá hana ekki. Var hún nokkuð á ruv? Ég horfi alltaf á Forbrydelsen þar.
Svava frá Strandbergi , 5.2.2008 kl. 16:47
Sakn til þín ..... hver er og hvar er og hvernig er og hvar ert þú?
www.zordis.com, 5.2.2008 kl. 23:06
einu ordi sagt, ædisleg mynd! eldist vel Bless
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.