Leita í fréttum mbl.is

Ég og heilladísirnar mínar þurfum aðeins að skreppa....

Afternoon-on-the-Boardwalk-Print-C12344779Útsýnið sem við virðum fyrir okkur núna er okkur framandi og alveg nýtt.  Allt það gamla sem þvældist fyrir fótum okkar er fokið út í buskann í þessum vindum sem ganga yfir landið og það er tímabært að sigla að ókunnri strönd og sjá hvað bíður okkar þar.

Við erum mjög spenntar að sjá og skoða þessa nýju veröld en um leið erum við líka svolítið á tánum því við vitum ekki hvort við erum klæddar við hæfi. Hvort við munum falla í kramið á óþekktum undrastað.

Og hvað við munum bera með okkur aftur heim eftir þessa óvissuferð verður bara að koma í ljós. Tókum allavega með okkur marga og stóra kistla til að setja dýrmætin í.Marti157900070600021 Og pössum vel upp á lyklana. Það eru engin not af dýrindis fjársjóðum læstum og lokuðum í kistum sem engir ganga að lyklarnir.878007

Hvort það er gáfulegt að senda saman 5 síðklæddar konur með svört höfuðföt og hanska til að  ákveða sín á milli um framtíðir er örugglega ekkert mjög niðurstöðuvænlegt. Tala líklegast allar í kór og öllum finnst þær hafa réttast fyrir sér . Látið mig þekkja það. Það var nú ekkert smá mál að verða bara sammála um það að vera allar í svörtu.

Þetta verður furðuleg og frábær ferð hjá okkur heilladísum eða óheillakrákum..fer svona eftir því hvernig á það er litið.  Segjum bara að við séum fagurlitaðar konur í svörtu og síðu utan yfir okkur.  Er eitthvað sérstakt sem þið vilduð fá með heim úr þessari ferð til undralands sem   myndi bæta og kæta ykkur  lífið????

 

Það sakar aldrei að óska sér..ef maður er viss um hvað maður vill!!! 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Óskasteina......?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 13:35

2 Smámynd: Guðrún Árnadóttir

Heimsókn

Guðrún Árnadóttir, 7.2.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Draumur úr dollu, hreinn og klár.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:08

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Óskasteina eða draumur ljós til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.2.2008 kl. 21:48

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvað er títt af litlu kortunum sem ég pantaði???   Hafðu það annars gott heilladísin mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 22:13

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gull og græna skóga

Ágúst H Bjarnason, 7.2.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband