Leita í fréttum mbl.is

Það er alveg sama hvað ég rígheld í lakið...

......ég er alveg við það að fjúka út úr rúminu. Og það er varla farið að birta. Hef það á tilfinningunni að það búi eitthvað í rokinu og regninu sem lemur á gluggann minn. Best að klæða sig fallega og fara þarna út dansandi og hlusta á þessa tónlist sem kemur í gegnum votviðrið og vindinn. 

Singing-Butler-Print-C10292053 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er með lag á heilanum sem er alltaf í útvarpinu og það er svo fallegt og ljúft. Verði ljós..syngur söngvarinn og ég sem held mest uppá þessi tvö orð..Verði ljós og það að koma í ljós. Á endanum kemur allt í ljós. Mjúkt og hlýtt.

tra la la la la.

En nú er ég rokin af stað að kaupa mér fallega hvíta skyrtu því ég hef verið boðin í dömupartý og er ekki að hugsa um neitt annað en í hverju ég ætti að vera. Og að ég verði að muna eftir að fá systur mína til að gera á mér hárstrýið.

Og ekki nóg með að mér hafi verið boðið í dömupartý heldur fékk ég sérstakt boð til að koma og skoða bíl í dag.  Léttar veitingar og magnaðar ljósmyndir á veggjum hef ég heyrt. 

 

Já..mér líður eins og ég sé eitthvað svona important lady og eins og dömupartý og bílaýning séu ekki nóg, stendur mér líka til boða að fara til Köben með æskuvinkonunum að rifja upp minningar sem eiga ekki heima á prenti. Og ég sem var að fá mér bókasafnskort og er hrikalega upptekin við að lesa Heilræði Lásasmiðsins eftir Elísabetu Jökuls.

Sé ekki hvernig kona kemst yfir allt þetta.

caraman060500266

Byrja á hvítu skyrtunni og tek þetta þaðan...Það er engin kona með englum nema klæðast hvítu.

Fokin!!!! 

Já eitt enn...þar sem myndlistasýningunni minni fer að ljúka og ég hef hvergi pláss fyrir allar þessar myndir ætla ég að gera eitthvað bráðsniðugt eins og það að halda brunaútsölu..af því að það er búinn að vera brunagaddur skiljiði..og senda þessar yndir þangað sem þær munu njóta sín á yndislegan hátt.

Meira síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða skemmtun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Láttu endilega vita verðið á myndunum á brunaútsölu, þær verða þá kannski á verði sem fjöryrkjar ráða við, ekki það að þú sért að selja þær dýrt, heldur eru launin svo léleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 18:08

3 Smámynd: www.zordis.com

Hvít skyrta handa engilfríð ... fagur höddur og heimsfríð konan!

Þú veist hvaða mynd ég vil. 

Ást í poka!

www.zordis.com, 8.2.2008 kl. 20:40

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða skemmtun í partýunum!

Huld S. Ringsted, 8.2.2008 kl. 22:53

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sara mín aðalpartýið er auðvitað opnunin þín á morgun og ég er svo spennt að sjá myndirnar og verkin þín svona í návígi og ekki síst að hitta þig...Þetta er ekkert smá vindasöm helgi. Gott að ég er búin að pakka krökkunum mínum vel inn og færa rúmin frá gluggum svo það fjúki nú örugglega ekkert á heimilisfólkið.

Það verður gaman að sjá hvaða mynd ratar hvert...ég er vissum að þær eiga sér sérstakan stað hver og ein og akkúrat fyrir einhverja sérstaka persónu.

Hugmynd komin til jarðar í lit og leitar svo heim.

Rokrassgatakveðjur til ykkar allra og farið vel með ykkur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.2.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég dáist að hugprýði þinni og geðgæsku í þessu veðri. Er sýningin þín ennþá á hótelinu niðri í miðbæ? (Ég skammast mín sárlega en ég vinn í Tjarnargötunni og er ekki enn búinn að andskota sjálfum mér yfir að skoða ). Mea maxima culpa.

Ingi Geir Hreinsson, 9.2.2008 kl. 10:16

7 Smámynd: Guðrún Árnadóttir

Góða skemmtun í dömupartýinu   og vonandi ertu á leiðiini  í skvísupartýið hér í Köben - Kíktu inn á vefinn hjá flugleiðum núna þeir voru að auglýsa ódýrar ferðir hingað.  

Guðrún Árnadóttir, 9.2.2008 kl. 12:05

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góða skemmtun, heillin mín hýr! Dama sem heitir Katrín í hvítri skyrtu í dömupartýi, frábær tilhugsun.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2008 kl. 12:15

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Dama í hvítri skyrtu, þetta er eins og nafn á bók. Skemmtu þér nú vel

Svava frá Strandbergi , 9.2.2008 kl. 18:05

10 Smámynd: Hugarfluga

Vona að þú sért að skemmta þér extra vel í töluðum orðum!! Áreiðanlega líka flottust í hvítu skyrtunni ... þær eru klassi.

Hugarfluga, 9.2.2008 kl. 20:16

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góða helgi kæra kona

Bless

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband