15.2.2008 | 11:46
Háskalega gómsætt kjúklingasalat, eftirvænting og allt að gerast!!
Ég lofaði hér um daginn að setja inn uppskriftina af kjúklingasalatinu sem hún systir mín segir að sé svo gott að fólk gráti af gleði þegar það borðar hjá henni. Ég prófaði uppskriftina um daginn og við grétum öll svo þetta er satt.
"Þetta kjúklingasalat er bara geðveikt" eins og unglingurinn á heimilinu sagði snöktandi á milli þess sem hann tróð upp í sig meira salati.
Hér kemur uppskriftin.
Kjúklingabringur
pipar, salt, maple sýróp og sesamfræa
Steikið kjúklingabringurnar á pönnu uppúr olíu og kryddið með pipar og salti. Þegar þær eru nær fullsteiktar hellið Maple sýrópi yfir þær og bætið sesamfræjum útí. Látið krauma/malla í smástund.
Salatbeð.
Klettasalat, tómatar, avacadó og muldar nachos flögur..og hvaðeina sem ykkur þykir gott í svona salatbeð.
Dressing
Olía
Saxið hvítlauk og ferskan engifer útí ásamt ferskri steinselju
myljið hálfan súputening með, sesamfræ og smá salt og hrærið þessu öllu vel saman.
Munið svo að fullkomin máltíð er bara fullkomin eftir því hvernig hún er framborin því við nærumst líka í gegnum augun og nefið rétt eins og munninn.
Setjið salatið fallega á disk..skerið kjúklingabringurnar í þunnar sneiðar og raðið ofan á salatbeðið og hellið svo dressingunni yfir allt og borðið. Takið eftir..borðið fallega og ekki gramsa í síg þó það sé næsta ómögulegt þegar bragðlaukarnir taka við sér í himneskum unaði.
Svo er bara það annað að frétta að það er vitlaust að gera hjá mér á öllum sviðum og vígstöðvum og ég varla talandi fyrir hæsi. Ég held ég sé núna með mína sjöttu flensu síðan ég kom til landsins. Sé fyrir mér að ónæmiskerfið mitt hafi orðið fyrir íslenskri sýklaáras ...ráðist á hina ensku viðkvæmu rós sem ég var orðin....en innra með mér hlæ ég bara.
Iss þið vitið ekkert hvað bíður ykkar þegar ég kemst loksins á lappir..og verð sú Valkyrja sem ég á að mér að vera. Þar til mér er batnað ætla ég að njóta kynþokkans sem óhjákvæmilega verður til þegar kona talar lágt eins og hún sé troðfull af gæðakoníaki og leyndarmálum...og þess að yfir henni er risastórt gat í himninum sem dælir yfir fjöll og dali frábærum tækifærum. Nú er um að gera að vera vakandi og grípa vel!!
"Það var nú líka alveg kominn tími til" segi ég nú bara þó ég vilji alls ekki vera vanþakklát fyrir þá lexíu að læra að verða þolinmóð og geðprúð kona eins og ég er orðin núna eftir undangengna tíma.
Verið opin elskurnar og borðið fallega.
Þá er lífið gott.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 311443
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Það er nú einmitt gott að fá svona kjarnakonur heim Katrín mín. Og svo er bara að bíða eftir gosinu. Kjúklingasaladið verður líka að profast.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2008 kl. 12:45
Ég vil bara að það komi fram að þessi uppskrift er frumsamin af systurinni, sem ég reyndar þekki ekki neitt! Veit þetta bara
Ibba Sig., 15.2.2008 kl. 13:45
Jammí þetta verð ég að prófa. Takk fyrir Katrín mín
Ía Jóhannsdóttir, 15.2.2008 kl. 13:46
Já mér skilst líka að flest sem Jamie Oliver eldi sé frumsamið af henni líka..systurinni sko!! Og þessi sama systir er líka fyrirmynd og frummynd Nigellu kokkakellu í þokka og því að troða of miklu uppí sig í einu Ég þekki hana og því veit ég þetta allt
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2008 kl. 14:05
Ég er farin að kaupa kjúkling...langar svooo í meira
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2008 kl. 15:55
Takk, það er gott að systir þín getur gert eitthvað af viti
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.2.2008 kl. 17:47
Rosalega sándar þetta vel, væri til í svona kvöldmat. Eigðu góða matarhelgi.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 17:48
Þekki salatið, átti að vera í matinn í kvöld en ég nenti ekki að elda. Hef ekki prófað þessa dressingu með. Það er möst að gera eh í því Kannski ég eldi á morgunn, gengur ekki að fara svona endalaust út að borða Hér eru nefnilega ekki svooo mörg veitingahús
Guðrún Þorleifs, 15.2.2008 kl. 20:08
Hrikalega spennandi! Hvítlaukur og Engifer er uppáhalds efnið mitt, sem og dass af himalayasalti!
Hef aldrei prófað að nota maple syrope ... mætti ekki nota blómahunang í staðinn ?
Æði æði og knús og takk!
www.zordis.com, 15.2.2008 kl. 22:03
Færslurnar þínar eru ekki bara fallegar og innihaldsríkar, nú eru þær líka bragðgóðar. til þín.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.2.2008 kl. 13:43
mmmmm búin að prófa uppskriftina, hún er æði
takk fyrir mig systur
Marta B Helgadóttir, 17.2.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.