Leita í fréttum mbl.is

Í tösku minni geymi ég bullið...og gullið

oÍ minni tösku kemst svo margt fyrir að ég gæti farið út í heim og til baka án þess að taka neitt með mér nema töskuna mína.

Ég man ekkert nákvæmlega hvað er í henni, en eitt veit ég. Þar er allt sem konu gæti vantað fyrir öll heimsins tilefni. Og hún er þung og höldurnar eru að slitna af, en það er allt í lagi því að alltaf þegar það gerist set ég töskuna í nýja tösku sem er stærri. Og svo koll af kolli. Veit ekki hvað ég á margar núna en ég á allt sem mig vantar þar oní.  Og Guð má svo vita hvað leynist á botni elstu og minnstu töskunnar.....það er ekkert venjulegt hvað ratar í þessar töskur..ha??

Góða helgi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu kannski hálfgerð Mary Poppins ??? ég ætla að reyna að hitta á þig á morgun ef ég hef tíma.  Er með númerið, knús Ásdis

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Flott Ásdís mín..hringdu bara á undan þér..þarf í bæinn að kaupa afmælisgjöf handa Theodóru dóttur minni sem á afmæli á sunnudaginn. Drösla með mér töskunum mínum....hehe Kannski ég verði bara með kortin í þeim og við getum þá bara hittst yfir kaffibolla einhversstaðar?

Hér geysar nefninlega svæsin hálsbólga hjá heimilismeðlimum..

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábærar þessar töskur, finn alltaf það sem ég er að leita að í grænu töskunni minni.

kveðja frá lejre og Bless í bili

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég er alltaf óratíma að finna eitthvað í töskunni minini.

Svava frá Strandbergi , 15.2.2008 kl. 23:58

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Töskur!! Ég er svona allt sem kemst fyrir í vösum kona, ég nenni ekki að drusla tösku með mér hvert sem ég fer

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.2.2008 kl. 02:23

6 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Jeeez lady, you gotta a lotta baggage.

Indiana Jones er að koma aftur. Hann gæti kannski kafað í þetta fyrir þig.

Ingi Geir Hreinsson, 16.2.2008 kl. 11:11

7 Smámynd: www.zordis.com

Er með rauða tösku sem er eins og 4 manna tjald í Þórmörk .... nehhhh

Knús á þig inn í daginn, ég þarf að fara í svipaðann leiðangur og þú mín kæra Katrín því Íris Hadda dóttir mín á líka afmæli á morgun!

Til hamingju með Theodóru!

www.zordis.com, 16.2.2008 kl. 11:13

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er dularfull færsla, hvað leynist í minnstu og elstu töskunni.  Það er sko ekkert minna en að það verður að fást upplýst  Eigðu góðan dag elsku Katrín mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2008 kl. 13:28

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 16.2.2008 kl. 14:27

10 Smámynd: Vigdís Stefánsdóttir

Elsku kellingin að vera veik....hlýtur að lagast fljótt! Kíki á þig fljótlega

vs 

Vigdís Stefánsdóttir, 16.2.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 311443

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband