Leita í fréttum mbl.is

Eitt troðfullt kvöld af allskonar....

Eftir að hafa farið á tónleikana í Austurbæ og svo horft á Kiljuna þegar ég kom heim og svo Kastljósið og Jens Guð bloggvin minn þar á eftir...er ég bara troðfull og get ekki farið að sofa fyrr en ég hef létt á hjarta mínu. Ekki það að ég ætli hér að opinbera mín leyndarmál frammi fyrir þjóðinni..en ég ætla að opinbera allt það sem fram fer í mínum fínlega konukolli. Það sefur engin einhverjum bjútíslíp með allt þetta innibyrgt.

creatista070800122

Sko....tónleikarnir voru æði og yndi. Ég fór ásamt Theodóru dottur minni og við áttum alveg meiriháttar kvöldstund með mörgum frábærum tónlistarmönnum og konum. Hvað get ég sagt...það er einhver sérstakur tónn í íslensku tónlistarlífi sem er þannig að mann langar að standa upp og láta til sín taka. Rosalega eigum við flotta tónlistarmenn og sanna.  Einlægnin og viljinn í því að vera...þora að vera öðruvísi og skapandi skein í gegn um hvert atriði. Og ég var svo stolt af öllu þessu fólki sem kom þarna saman til að láta í ljósi ósk um samkennd og samhyggð og að við komum vel fram við alla..konur og kalla af hvaða þjóðerni sem þeir eru.  Á bekknum fyrir aftan okkur voru nokkrir ungir menn með lak sem á stóð ..Thank you for your support. sem þeir lyftu hátt fyrir hvert atriði sem þarna var flutt. Og ég fann næstum þakklætisbylgjuna þeirra fara í gegnum mig frá þeim..og óskaði og vonaði í hjarta mínu að fólkið sem hingað kemur í leit að betra lífi og tækifærum sem eru ekki til staðar í þeirra heimalandi fái ósk sína uppfyllta. Þeirra ósk er aldrei minni en okkar eigin. Og það skulum við virða og muna..setjum okkur í fótspor þeirra sem eiga sér jafnmikilvægan draum og okkur finnst við eiga. Söngvari Hjálma sagði.."Guð bjó ekki til landamæri..það gerðu mennirnir"...og við þurfum að læra að leggja niður okkar huglægu landamæri og vinna saman að betri og bjartari tíð og skilja að við erum öll bræður og systur.

El-Vendedor-de-Alcatraces-Print-C10083437

Í Kiljunni var svo viðtal við Sænskan rithöfund Frederik sem var mjög interesant. Hann var að gefa út bók sem heitir Hugmyndir og hann talaði um sköpunarkraft og hugmyndir sem auðlind framtiðar og að hvergi þar sem hann hefði farið um heiminn  væru jafnmargir sem teldu sig vera skapandi eins og á íslandi. Og ég verð að segja eftir að hafa verið erlendis í 7 ár og að koma aftur heim er fyrir mig alger upplifun. Það er enginn smá kraftur í þessari þjóð og tækifærin og möguleikarnir hérna eru óþrjótandi. Það eru einhvernveginn allir að gera eitthvað og skapa og semja..hugmyndirnar vantar sko ekki og vonandi berum við gæfu til að skapa samfélag sem stendur uppúr. Samfélag sem setur ný viðmið og önnur gildi..við þurfum ekkert endilega að horfa með óttafullum augum á það sem miður hefur farið annars staðar...við sem skapandi og hugmyndarík þjóð með hjarta sem slær í takt við öflug náttúruöfl þar sem allt getur gerst getur líka búið til nýjar leiðir og farsælli. Það er alltaf pláss til að gera betur og hvers vegna í ósköpunum ættum við ekki að horfa fram á veg með sterkri ætlun um að finna leiðir sem virka???  Og að heyra tóninn í skapandi tólistarmönnum þar sem textarnir eru fullir af von og gleði og kærleik...gerðu það að verkum að bréfsnifsið  sem var undir rúðuþurrkunum hjá mér eftir tónleikana var rifið og hent ólesnu. Ég hef ekki pláss fyrir grútskítugt hjartalag fordómanna í mínum bíl og stend heilshugar með því að við hendum af okkur fordómunum og gerum eitthvað meiriháttar einstakt og til fyrirmyndar. Hvernig nákvæmlega veit ég ekki ferkar en þú en við finnum það út á leiðinni ef við erum heil í því að finna lausnir sem vinna með því að við getum öll átt hér mannsæmandi líf.

Og ég tek bara undir með Silvíu Nótt og segi "Til hamingju Ísland" og allir íslendingar ..hverrar þjóðar sem þið svo eruð.  

Nú get eg farið og sofið rótt á mitt eyra sem er troðfullt af tónum og fallegum óskum og orðum og læt mig dreyma eins og John Lennon og ímynda mér sitt hvað um veröldina og okkur öll. Því ef við höfum ekki skýra ímynd af því hvert við viljum fara og hver útkoman geti orðið sem best...þá komumst við ekki þangað. 

Imagine.....Heart

frelsisstyrttan

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Katrín.

Góð lesning.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 03:31

2 Smámynd: www.zordis.com

Málið er nákvæmlega að við einstaklingarnir leitum jafnan að betri tækifærum.  Við viljum öll lifa betra lífi og njóta verunnar. 

Sem útlendingur í öðru landi veit ég vel hvað fer um í hverri frumu þessara sem oft þurfa að berjast fyrir tilverurétti sínum í stað þess að geta notið og komið sér vel fyrir.

Allt gott tekur lengri tíma og það er vonandi að við getum búið í blönduðum heimi þar sem friður ríkir, ást og hamingja öllu mannkyni til handa!

Knús inn í daginn fallega kona!

www.zordis.com, 21.2.2008 kl. 08:13

3 Smámynd: Guðrún Árnadóttir

Þin verður sárt saknað um helgina mín kæra en þú verður með okkur í andanum.

Knús og kossar

Guðrún Árnadóttir, 21.2.2008 kl. 09:59

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já mikið hefði verið gaman að vera í Köben með ykkur stelpunum um helgina og vera núna ð pakka niður litríkum sumarfötum og sólarolíu.er ekki komið sumar þarna hinu megin við hafið??

Hafið það bara rosalega gott og skemmtilegt...innilegt knús á ykkur allar

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.2.2008 kl. 10:15

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Falleg færsla.  Það er gott mál að vekja athygli á og leggja lið umburðarlyndi gagnvart erlenda fólkinu okkar, sem hingað kemur í leit að betra lífi. 

Málið er bara að það er ekki alveg staðið rétt að, þvi miður.  En þar er um stjórnvöld að sakast en ekki við almenning. 

Ég þekki marga íslendinga sem hafa komið hingað annarsstaðar frá, yndislegt duglegt fólk sem hefur komið sér fyrir í íslenskum veruleika, auðgar okkar menningu og genabætir okkar fámennu þjóð.  Þau eiga líka rétt á öryggi og velferð, eins og aðrir íslendingar.

Með þeirri stefnu sem tekinn hefur verið að gefa atvinnurekendum leyfi til að endalaust hleypa inn í landið verkamönnum og iðnaðarmönnum, beinlínis til að halda niðri töxtum og tímakaupi, til að hámarka eigin gróða, er ekki af hinu góða.  Það er allt í lagi að auðvelda fólki að koma hingað og vinna, en við verðum að gæta þess að það fólk sem hingað kemur til þess, njóti sanngirni og réttarstöðu sem er í samræmi við það sem heimamenn njóta.  Það er oftar en ekki brotið, bæði hvað varðar laun, og aðbúnað.  Þetta er vegna þess að svo margir hafa komið á stuttum tíma, að þeir sem eiga að hafa eftirlit með aðbúnaði og launum komast ekki yfir það, og sumir hafa ekki einu sinni  fengið kennitölu og fá borgað svart, búa í útihúsum og enginn fylgist með.  Þetta vita menn líka. 

En á sama tíma og menn geta næstum því hindrunarlaust komið hingað frá Evrópu, hefur landamærunum nánast verið lokað fyrir öðrum heimsálfum, fólk frá Thailandi  til dæmis, fær ekki einu sinni að koma í heimsókn til barna sinna hér, nema með ótal krókaleiðum og margra mánaða bið, þau þurfa að sanna að þau eigi 1000 dollara inn á bankareikningi, þau þurfa að sýna sakarvottorð og allskyns reglur eru settar til hömlunar.  Sama er um fólk frá mið Ameríku og fleiri stöðum.  Væri nú ekki ráð að skoða þessi mál, vel og vendilega og heimta að við gerum ekki svona upp á milli þjóða, þannig að sama gilti um allar þjóðir?

Stundum tökum við bara eina hlið mála og málum hana sterkum litum, en gleymum að skoða málið í heild sinni.  Það þarf að gera svo sannarlega í þessu tilfelli.  Og knýja á um breytingar hjá stjórnvöldum í því efni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 10:17

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Frábær hugsun. Hugmyndir eru mjög vanmetin auðlind.

Steingerður Steinarsdóttir, 21.2.2008 kl. 10:21

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er alveg hundrað prósent sammála hverju orði sem þú segir Cesil mín...við verðum öll að taka höndum saman..stjórnvöld , atvinnurekendur, og almenningur og virkilega spá og spekúlera hvernig best er að standa að þessum málum. Og Það á bara ekki að Vera inni í myndinni að við vogum okkur að bjóða fólki upp á svona framkomu EINS og þú nefnir í þínum pistli.. Við þurfum að geta hugsað í ferli og á sanngjarnan hátt..og það er víst að með minni fordómum getum við hrint stærri og mannlegri verkefnum í framkvæmd. Þessir tónleikar voru gott framtak en bara eitt skref á langri leið sem við eigum fyrir höndum. En mikilvægt eigi að síður.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.2.2008 kl. 10:27

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Væri ekki frábært að sjá hugmynda og sköpunarsetur spretta upp alls staðar í samræmi og jafnvægi við fræslu og þekkingarsetrin??? Þá yrði sko fjör hjá þessari þjóð...hún myndi hreinlega rokka. Ég er enn í smá svona rokkstuði eftir að hafa séð Mínus í gær og þeirra magnaða trommara. Þegar hann henti kjuðanum út í sal munaði minnstu að hann lenti í hausnum á okkur mæðgum..okkur hefði bara verið heiður af því

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.2.2008 kl. 11:23

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

 Æi..... þú ert svoooooo ágæt !!!  

Heiða B. Heiðars, 21.2.2008 kl. 11:32

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já við erum frábær þjóð engin spurning.  Mér fannst samt gott að koma heim til Prag í gær.  Og bara svona af því þú spyrð hér um veðurfar í kóngsins Köben þá var sjö stiga hiti og hrollkalt   en hér heima hjá okkur eru tíu gráður í dag og sól.

Ía Jóhannsdóttir, 21.2.2008 kl. 11:41

11 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk fyrir frábæran pistil.  Þetta er málið; skapa fegurð saman ekki rífa niður. Þú ert æði Katrín

"Borders? I have never seen one, but I heard they exist in the minds of most people."   Dr. Thor Heyerdahl

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.2.2008 kl. 12:11

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Frábær pistill sem endranær!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.2.2008 kl. 21:25

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

tek þetta allt til mín, þar að segja hversu frábær við erum sem þjóð, en hlakka til þegar við verðum frábær sem heimur, en veit langt í land

sammála cesil....

Bless inn í nóttina

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 23:40

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flottur pistill og þörf pæling.  Getum við ekki bara öll verið vinir.  Það er svo gott að vera sáttur og ánægður með lífið.  Eigðu góða helgi þó svo að ekki sértu í Köben. Kær kveðja frá Selfossi    Heart Glasses 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 311443

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband