22.2.2008 | 23:16
Í konukolli....
Hmmm....
Punktar.
Er einhver hér að lesa og stúdera bókina Hugmyndir?
Ég tími varla að skrifa neitt á auðu blaðsíðurnar í minni..er svo hrædd um að um leið og ég er búin að skrifa eina frábæra hugmynd á blaðið komi önnur og ég hafi ekki pláss fyrir hana og allar hinar. Svo blaðsíðurnar hvítu standa enn auðar en hugmyndir hrúgast á sama tíma upp í kolli mínum og festast hvergi á blað. Það er ekki nógu gott. Bæti úr því þegar ég er búin að hanna bók sem tekur tillit til þess að hún þurfi að vaxa og stækka með eiganda sínum.
Fór í bíó í kvöld með kærri vinkonu og við sáum In to the wild..og er enn að melta allt það stórkostlega úr þeirri mynd sem byggð er á sannsögulegum atburðum. Kannski veit ég betur í fyrramálið hvað mér finnst og hvað það er sem er að trufla mig úr myndinni. Kannski er það spurningin...Hvað skilur á milli manna sem fara algerlega alla leið og hinna sem bara hugsa um það en finna ekki farveginn...hvað stendur í veginum og hvers vegna??
Og svo er ég líka að velta fyrir mér hvernig ég get skapað nýtt orð fyrir mínar nýju hugmyndir..þær passa bara ekki inn í gömlu orðin þar sem þau hafa tekið sér bólfestu og form sem eru orðin viðtekin og myndu framkalla allt annað en það sem ég er að meina. Já það er margt að brjótast um í kolli konu sem þarf að bakast í nokkrar mínútur eða aldir í viðbót svo bakan verði alvöru.
Hvernig sú þjóðarkaka smakkast mun svo koma í ljós.
Það er kominn tími til að tengja!!!!!
Hvað lesið þið úr orðinu ÞJÓÐFÉLAG???
Um hvað er félag þjóðar og hvað lykla þurfum við að finna að þjóðarsálinni svo hér geti orðið til samfélag sem er troðfullt af skærri og skínandi samfélagslegri sköpun??? Hvert er lykilorðið að þínu mati til að hér verði til samfélag sem blómstrar???
Kjarninn??
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari
Athugasemdir
Nú er stórt spurt. Held ég hafi alltaf hugsað mér það sem félagasamtök fólks sem býr í sama landi og reynir að láta sér lynda við hvort annað og gerir hluti sem stuðla að sameiginlegri velferð. En í dag er þetta ekki svona. Ég hef aldrei heyrt þessa bók nefnda.
Helgarkveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 23:25
Skrifaðu í hugmyndabókina þína .... hversu oft hafa hugmyndirnar þeyst út í geim og ekki ratað heim! Til þess eru þessar bráðsnjöllu hugmyndabækur .....
Félag þjóðar hvort sem hún stígur í eina eða hina .... eining sem þarf á öllu sínu að halda = Þjóðfélag!
Góða og óða helgi fallega kona!
www.zordis.com, 22.2.2008 kl. 23:30
Stórar spurningar krefjast stórra svara.....og það góða er að þegar maður ímyndar sér og leyfir sér að sjá fyrir sér útkomur án hindrana....má allt. Pláss fyrir allar hugmyndir.
Aldrei að vita hvað verður úr þeim þegar þær lenda í frjóum jarðvegi og koma í ljós!!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.2.2008 kl. 23:31
Ræktaðu hugmyndir þínar og þú uppskerð ríkulega. Þú gerir það reyndar á hverjum degi, hef ég grun um. Góða helgi!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.2.2008 kl. 23:54
Grasið er grænna þín megin....er þetta ekki alveg yndilsegur viðsnúningur á gömlu máltæki sem við trúðum á áður???
Kannski er það sem býr innra með okkur sjálfum eitthvað einstakt...eitthvað sem brýtur niður fyrri kenningar og sagnir..eitthvað sem býr þarna undir sem þarf pláss? Ein setning sem ég er mikið að hugsa um núna...Að leggja sitt af mörkum. Þýðir það ekki að þú tjáír þig og látir ÞITT ljós skína?? Allir hafa eitthvað til málanna að leggja! Um hvað ert þú og hvaða máli skiptir það fyrir allt annað'
Ohhh...þessi bók. Bækur gera mann stundum svolítið gaga þegar þær hitta mann í hjartastað og hleypa hugmyndafluginu af stað.
Akkuruakkuru akkuru??? Forvitnin drap köttinn..eða forvitnin setti köttinn af stað. Hvort er rétt?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.2.2008 kl. 00:01
Sæl Katrín.
Alltaf hressandi, að líta við hjá þér. Kem stundum í yfirflugi.
Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 06:20
Hugmyndir eru líka eitthvað sem svífur um geiminn, eitthvað sem við getum gripið á fluginu og sett í kollinn okkar, sumar hugmyndir eru svo magnaðar að það eru margir sem grípa hana á sama tíma, er það ekki frábært. Það þýðir að ef einhverjir tækju sig saman um eina hugmynd til dæmis um frið, og sendu hana samtímis út í andrúmið, myndi hún svífa um og verða svo sterk að fleiri manns myndu geta gripið hana á lofti. Knús á þig yndislega kona.
Þjóðfélag, er bara orð, það kemur enginn mynd þegar maður segir það, aftur á móti ef maður segir íslendingar, þá kviknar eitthvað, eða englendingar, og slík. Meira að segja samfélag þjóða hefur sína eigin mynd. þess vegna er þetta orð þjóðfélag...... bara orð án myndra og því merkingarlaust.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2008 kl. 09:42
Athygliverður punktur Cesil...orð eru mjög mikilvæg og hvaða myndir þau framkalla hjá okkur. Er orðið þjóðfélag merkingarlaust eða máttlaust??? Höfum við óskýra sýn wða tilfinningu um hvað við erum sem þjóðfélag?
Hvaða orð gæti komið í staðinn sem væri sterkt og tengjandi...þannig að við finndum öll fyrir sterkri samkennd eða svona tilfinningu fyrir hvort öðru sem jafningum og hvert okkar hlutverk í þjóðfélagi er eða gæti verið....Hvaða orð gæti það verið?
Endilega skáldiði orð sem ykkur finnst passa.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.2.2008 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.