Leita í fréttum mbl.is

Alheimurinn smellir ljúfum kossi á kinn....

100_323973459356Svona líður mér í dag..og trúi því einlæglega að sumarið sé komið, læt glepjast af sólinni fyrir utan gluggann minn og horfi bara nógu hátt til að sjá ekki snjósletturnar hér og þar. Er komin í Mary Poppins skóna mína og ætla að halda í leiðangur alkomin heim. Loksins!!!

Hitti mann í gær sem er dularfullur orkukall sem sagði að ég hefði gleymt að lenda á fótunum þegar ég kom aftur heim og tengdi mig svo við alíslenska jörð. í gegnum klakabrynjur og gangstéttahellur hafa nú ræturnar fundið sitt og krækt sér í glóandi eldhnullunga þarna niðri og orkan í mér eftir því.

Og ég er orðin ég og þarf núna að skjótast og kíkja á fermingarservíettur og eins og eitt krúttlegt kaffihús þar sem ég ætla að skrifa lista yfir alla þá sem vilja gefa mér péning meðan ég drekk kaffið mitt. Sko í skiptum fyrir dolltið sem ég ætla að gera. Svona orkuskipti..ég vinn og þú borgar. Getið svo notað helgina í að velta fyrir ykkur verkinu eða vinnunni..hehe.

Alltaf gaman að labba með Mary Poppins......því eitt er víst,og það er að hún ratar alltaf í stjórnlaus ævintýr sem enginn getur séð fyrir og hver veit hvar ég enda þennan alheimsdag eftir ferð um sólríka borg með brúnar silkireimar í brosandi galdrakonuskóm.

Knús!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2008 kl. 16:19

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góða ferð á kaffihúsið. Er ákveðin í að skella mér eins og eitt eða tvö þegar ég kem

Guðrún Þorleifs, 14.3.2008 kl. 17:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Mary Poppins er góður félagi Katrín mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 17:31

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mary Poppins er yndisleg, hún var með mér út í bæ í dag á röltinu, erfitt var að sjá hvor okkar var glaðari í vorinu. Ég er eins og lítið lamb í haga í dag, skoppa um af gleði. Kær kveðja til þín og læt mig hlakka til að fá gula tréið. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 17:52

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

VELKOMIN HEIM

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.3.2008 kl. 19:45

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kveðja inn í daginn.

Ía Jóhannsdóttir, 15.3.2008 kl. 08:12

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gott ef þú ert búin að ná jarðsambandi á Íslandi; það getur verið erfitt að hafa það ekki .... ! Og þó, hvað veit maður svosem. Yndisleg færsla hjá þér að venju, gangi þér vel í einu og öllu.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.3.2008 kl. 09:27

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Falleg færsla og njóttu vel

Marta B Helgadóttir, 15.3.2008 kl. 10:10

9 Smámynd: www.zordis.com

Svo mikilvægt að finna sig og skynja tenginguna!  Þú hefur verið flott á Poppins skónum þínum.

Njóttu helgarinnar og hvað og hvar á að borga???

www.zordis.com, 15.3.2008 kl. 13:52

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Fékk líka þennan yndislega vorfíling í dag. Hafðu það gott.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.3.2008 kl. 20:15

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég trúi því líka að sumarið sé komið. Er búin að kaupa vorlauka, dalíur og begónuíur og planta í potta úti á sólsvolum. Keypti líka anemónur sem ég set niður í beð í garðinum í maí.

Svava frá Strandbergi , 16.3.2008 kl. 23:52

12 identicon

Alltaf gaman að lesa þig.Bregst ekki.

Vorið er að koma-Kona.

Gangi vel í öllu til alls!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 311443

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband