10.5.2008 | 10:41
Upp upp mín sál....
Vá hvað ég er orðin þreytt á að vera hneyksluð, ná ekki andanum yfir fávisku og ráðaleysi, hreppaflutningum á gömlu fólki frá æskustöðvum sínum, fólki í sjálfsmorðshugleiðingum sem er rekið öfugt út af geðdeild vegna "slæmrar hegðunar" og fleiri svona fáránlegum fréttum sem sýna það svart á hvítu að fólk og manneskjur séu aukaatriði í samfélagi okkar.. og svo fleiri fréttum af níðingum, lygurum og svikurum. Kolsvartar fréttir, kolsvart útlit! Fuss og svei!
Hvar sem maður kemur heyrir maður bara bölmóð og erfiðleikasögur, fréttatímarnir eru eins og bein útsending frá Helvíti og himnarnir gráta í gegnum rigningarskýin sem hér húka fyrir ofan borgina. Ekkert skrítið að þau felli tár yfir því.. hvernig komið er fyrir þessum litlu ráðvilltu manneskjum þarna niðri á jörðinni.
Þetta er púst dagsins í mínu boði!!
Það eru takmörk fyrir hversu mikilli neikvæðni og ótta er hægt að ausa yfir fólk á örfáum vikum..ha?? Er þetta ekki bara að nálgast heimsmet og löngu komið yfir hættumörk þessi neikvæðnis og óttamengun sem dynur á okkur úr öllum áttum?? En núna þegar ég er búin að pústa og gera öndunaræfingar og anda inn jákvæðu og glitrandi súrefni, henda öllum fréttablöðum og endurnýja ímyndir í kolli mínum er ég betri. Þetta er auðvitað alltaf um það að verða örlítið betri ..ekki satt??
Nú ætla ég að gera eitthvað skemmtilegt og upplífgandi og reyna að muna héreftir sem hingað til að mitt líf og mín hamingja er í mínum höndum og það er mitt að velja hvað ég geri.
Byrja á brosinu, svo kannski hressandi sundferð og samneyti við þá sem mér þykir væntum. Svo er alltaf hughreystandi að skúra heima hjá sér..hreinsar bæði ryk úr hornum og ryk úr huga. Þrífa gluggana að utan svo útsýnið verði heiðskýrt eins langt og augað eygir.
Hugsa um það svo í leiðinni hvaða fólki ég ætti að bjóða til mín í þáttinn Maddama kerling fröken frú á Útvarpi Sögu á mánudaginn. Leita að fólki sem hefur upplyftandi og góð áhrif og er að gera jákvæða, frumlega og skemmtilega hluti. Einhverjar hugmyndir?? Endilega látið mig vita af öllu jákvæðu og frábæru sem þið vitið um..mailið mitt er kbaldursdóttir@gmail.com
Knús á ykkur öll...Lengi lifi bjartsýni og jákvæðni!!!!!
Ekki veitir af...og endilega bendið mér á frábært fólk og setjið inn athugasemdir um allt það góða sem er að gerast hjá ykkur. Munið svo að lengi leynist eitthvað æðislegt alls staðar. Bara spurning um að koma auga á hvað það er og hvar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Mér dettur nú fyrst í hug Júlli á Dalvík juljul.blog.is og julli.is Hann var með "prikaviku" þessa viku á blogginu sínu og hvatti fólk til að gera slíkt hið sama. Gefa prik á hverjum degi til einhvers eða einhverra sem gera eitthvað jákvætt og gott. Alveg frábærlega jákvætt, uppbyggilegt og skemmtilegt
Ragnhildur Jónsdóttir, 10.5.2008 kl. 10:47
Það er svo mikið skemmtilegt að gerast hjá mér, að ég get ekki talið það allt saman upp ljósið mitt.´
Hrafn Óli Eriksson verður formlega skírður í Fríkirkjunni á eftir og svo verður stór veisla á eftir með fullt að skemmtilegu fólki.
Lífið er dásamlegt.
Kveðjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.5.2008 kl. 10:57
Takk fyrir þennan jákvæða og fína pistil Katrín mín. Sammála um þennan barlóm á landinu okkar, nenni varla að skoða fréttirnar lengur.
Hér er bara sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í synni.
Knús á þig og góða helgi. Vona að þú finnir góðan og jákvæðan viðmælenda fyrir mánudaginn.
Ía Jóhannsdóttir, 10.5.2008 kl. 12:21
Elsku jákvæða kona! Landinn dettur peródískt í svona þunglyndiskast. Það verður samhæft, samstillt þunglyndi, með neikvæðni, bölsýni, hneyklsunarröddum og stundum árásum og sundurlyndi. Svo lagast þetta, sérstaklega yfir há-grill-tímann. Þá eru allir að kaupa á grillið og drekka bjór meðan grillað er í útsynningnum.
Má ég benda þér á tvær konur? Önnur er Unnur Sólrún Bragadóttir, skáld, kennari og lífskúnstner, unnursol@hotmail.com, http://www.dropinn.blog.is
og hin er Edda Arndal, hjúkrunarfræðingur og mannfræðingur, starfaði í mörg ár á Esalen, Californiu, en vinnur nú á BUGL, earndal@earthlink.net
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.5.2008 kl. 12:53
Já það er margt fallegt og gott að gerast líka, fólk bara talar ekki um það. Við tölum frekar um það sem miður fer, en það sem vel gengur.
Munum að brosa til umheimsins, og við munum frá bros til baka. Eitt lítið bros getur gefið svo mikið, en kostar svo lítið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2008 kl. 13:41
Verð nú bara að segja að ég tek alls ekki þátt í þessari neikvæðni sem liggur eins og mara á sumum landsmönnum. Ég er svo heppin að vera það lítið fjáð að ég þarf bara alls ekki að vera á bömmer yfir að hafa tapað einhverju. Svo þetta með lánin sem hækka, þetta reddast, alltaf sagt það. Heilsan mín er betri en fyrir mánuði að það eru aðal gleðifréttir innan fjölskyldunnar og svo eru börnin mín 7 og barnabörnin 4 öll heil heilsu og hafa það gott, kallinn elskar mig sem aldrei fyrr svo því skyldi maður vera á bömmer. Ætla mér að vera jákvæð og bjartsýn eins og þú. Ég hef ekki farið til útlanda síðan 2001 svo nú er æðsta óskin að komast til sonarins í Köben í eina viku fljótlega. Ég tek undir þetta með Júlla á Dalvík, hann er sko heilsubætandi sá drengur. Knús á þig og þina
Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 19:20
Æ það er svo notalega vont að velta sér upp úr slæmum hlutum. Stökkva síðan út og láta sem allt sé í lagi. Ég á frekar erfitt með að horfa fram hjá illsku og heimsku þegar þær systur eru við völd. Get endalaust belgt mig út þó ég viti innst inni að það breytir engu.
Var ekki einhver gáfuð kona sem kenndi okkur að atburðirnir sjálfir skiptu engu, það væri einungis okkar sjónarmið til þeirra sem teldi.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 11.5.2008 kl. 15:00
Jú jú..ætli við þurfum ekki öll að pústa svolítið þegar við erum komin með upp í kok og erum að kafna...en það er slæmt þegar sú runa stoppar ekki og heldur bara áfram og áfram. Þess vegna er gott að geta valið viðhorf sitt og haft það á þann háttinn að það valdi manni hvorki geðbrestum né endalausri skapvonsku og vonleysi...maður er allavega betur settur brosandi út í annað og yppandi öxlum yfir því sem tautið getur hvort eð er ekki breytt..eþaeggi??? Og svo eins og hún Ádís bendir á og lifir sjálf eftir....er það að geta komið auga á það góða allt um kring og telja höpp sín fremur en hindranir. Það er heldur betur sáluhjálp
Ég er að skreyta eldhúsgluggann minn og hengja í hann alls kyns glitrandi skraut og glamúr sem gleður mitt kvenlega hjarta þegar ég stend við eldhúsvaskinn og læt mig dreyma um fallegan og sanngjarnan heim....sem kemur!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.5.2008 kl. 15:40
Lífið er vissulega gott með smá þröskuldum hér og þar.
Vonandi að jákvæðnin hafi yfirhöndina og sumarið fari að gæla sér við hjörtu landsmanna!
Ég hlakka til að koma í júlí og þá fáum við okkur kaffibolla saman og þú getur spáð í lófann á mér eins og í draumaheimi. Hlakka til þáttarins á morgun.
www.zordis.com, 11.5.2008 kl. 16:04
uppssss,það er aldeilis, en ég varð líka vör við svona neikvæðni þegar ég kom stutta ferð til ísllands, varð reindar pínu miður mín yfir allri þessari reiði, bloggaði meira að segja um það.
ég værii upplögð í þáttinn þinn með jákvæðni, en er alltof langt í burtu( mundi annars aldrei skrifa þetta, he he)
gangi þér vel í þínu flotta kona
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 05:56
hæ aftur, þetta er bloggið mitt um hið reiða ísland !!
http://steina.blog.is/blog/steina/entry/482366/
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 05:59
Flottur pistill.
Steingerður Steinarsdóttir, 12.5.2008 kl. 18:08
www.zordis.com, 12.5.2008 kl. 21:45
Góður pistill.
Marta B Helgadóttir, 12.5.2008 kl. 22:42
Vona að þið hafið heyrt viðtalið við eðalbloggarann juljul.blog.is í gær..Hann er alveg frábær og hefur nú hlotið viðurnefni við hæfi. Júlli jákvæði!!! Jákvæðni er smitandi segir hann og það eru engar hugmyndir of stórar til að framkvæma.
Guðrún Óladóttir Reikimeistari var svo gestur minn og það var virkilega upplyftandi að tala við hana og kynnast konu sem hefur helgað síðustu tuttugu ár af lífi sínu í að hjálpa fólki með alls kyns vandamál. Kona sem vinnur með orku og náttúrulyf.....hómopaíu og reiki.
Já ég er sko betri eftir að hafa talað við þetta frábæra fólk
Heyrumst.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.5.2008 kl. 08:02
Halló!
Það er svo langt síðan að ég leit hérna inn síðast og svo margt sem þú hefur verið að gera síðan þá Það er frábært En fyrst og fremst til hamingju með þáttinn þinn.
Man eftir samræðum okkar á milli um áherslu fjölmiðla á neikvæðar fréttir og áhrif þeirra. Þú ert greinilega að leggja þitt af mörkum til að vinna gegn þessu með jákvæðu mótefni. Það er yndislegt. Gangi þér vel
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.5.2008 kl. 18:05
Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 14:36
Sæl Katrín.
Mikið gladdi það mig að sjá svo jákvæð skrif.
Neikvæðni er BÖL!
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 05:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.