Leita í fréttum mbl.is

Að uppskera eins og maður sáir.

81359_tnbHverju sáir þú í kringum þig daglega?

Er þetta spurning sem skiptir máli?

Páll Óskar segir í auglýsingu í sjónvarpinu að maður eigi að eiga fyrir því sem maður kaupir. Ég er nú alveg sammála því enda langt síðan ég henti kreditkortinu mínu og versla nú eingöngu með alvöru silfurpeninga frá Olympíu.

Borgaði með peningum..eða sko debetkortinu ...í  dag þegar ég verslaði hvítt lakk og grunn til að mála gömul og lúin húsgögn skjannahvít. Er með hvítt á heilanum núna og vil bara hafa allt hvítt  í kringum mig. Eins og ég get samt verið litaglöð á stundum. 

N_N-K02tn_tnN-K02-034 Kannski hefur þetta eitthvað með samviskuna að gera. Að hafa hreina skjannahvíta samvisku og uppskera eins og maður sáir. Ekki það að ég hafi verið að gera eitthvað sem blettar samviskuna....þetta er bara sama tilfinning og þegar maður vill standa tandurhrein upp úr dásamlegu bubblebaði með sápukúlur í hárinu. Vita að maður viti hvað maður er að gera.

Kannski er líka bara flott að hafa marglita og skemmtilega samvisku og  sá marglitum fræjum og uppskera heimili  og heim í öllum litbrigðum regnbogans.

Við Zordís  sátum einmitt á hvítum skinnum í dag og ræddum um lögmálin og töfrana, að það skipti máli hvort maður málaði heiminn með svörtu eða hvítu. Hvort að kringumstæðurnar væru fyrirfram litaðar eða lituðust af okkar eigin viðhorfi og snilli með málningarpenslana. Réðust af okkar eigin útsýni og hjartalagi.

En ég ætla  sem sagt að lakka gömlu kommóðuna hvíta og setja á hana gamlar silfurhöldur. Og svo kannski skenkinn í ganginum og stóra stofuskápinn. Og litla gamla snyrtiborðið með djúprauðu höldunum sem skreyttar eru marglitum gimsteinum.

Eða ég mála bara nýjar myndir á hvítan striga. Með hvítu. Og hugsa um hverju ég sái og spái með sporunum á þessari plánetu jörð.

Ungi heimur, hvíslaðu að mér ljóði um fyrirheit þín.

480d6e33a1c95002_pics


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallegar myndir með færslunni.  Knús Duck 4  Duck 4 Duck 4 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: www.zordis.com

Takk fyrir ljúfa stund ....

Dásamlegur dagur að líða sitt skeið og ég er uppfull af þakklæti til lífsins eftir atburði dagsins.

Gangi þér vel að mála og skreyta umhverfið þitt, það verður gaman að sjá sætuna sem verður!!!

www.zordis.com, 2.9.2008 kl. 21:43

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Yndisleg myndin af litu hvítabjarnarfjölskyldunni

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.9.2008 kl. 01:04

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góð hugvekja að morgni dags.

Ía Jóhannsdóttir, 3.9.2008 kl. 06:59

5 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Mjög skemmtileg lesning.

Það er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér varðandi okkur mannfólkið.

Afhverju þurfum við að breyta svo mikið til í okkar umhverfi, það koma stundir þar sem við viljum ekki hafa nein máluð húsgögn í kringum okkur, allt natural, svo fáum við leið á því og málum þau. Hvít, svört eða í öllum litum.

Svo líða árin og næsta kynslóð fer og afsýrir öll húsgögnin.  Skammast yfir vitleysunni í ömmunum og öfunum að mála gersemarnar.

Hvaðan ætli þessi þörf spretti?

Lilja Kjerúlf, 3.9.2008 kl. 11:51

6 identicon

Að uppskera eins og maður sáir.  Einfaldlega ljóslifandi lögmál lífsins

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 13:50

7 Smámynd: Heidi Strand

Jeg vil male dagen hvit.

Glemme arbeidsdagens slit.

Kjøpe franske anemoner

For di siste tjue kroner

Lytte til Vivaldis toner.

Jeg vil male dagen hvit.

úr Regnværsdag i november eftir Ebbe Munch

Heidi Strand, 3.9.2008 kl. 20:12

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já veistu það Sara ég held að þetta hafi með hreinsun og endurnýjun að gera..og það er í andrúmsloftinu og hefur áhrif á okkur öll. Og ég sé það í minni vinnu að þetta er það sem fólk sækist eftir. Andleg og líkamleg hreinsun. Kasta af okkur neikvæðni, þjáningu og ótta sem hefur haldið mannkyni í heljargreipum svo lengi. En nú eru tímar að breytast. Heldur betur.

Verði ljós.... 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.9.2008 kl. 10:24

9 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Já hvítt er að ganga núna.... manneskjan taki ekki inn þá liti sem hún þarf á að halda hverju sinni... þess vegna sveiflumst við svona milli þess að vilja vera með allt í lit og svo þurfum við að hvíla það og förum í hvítt... sem minnir mig á það að undanfarið er búið að vera mikið dökkt/svart í tísku...

Lilja Kjerúlf, 5.9.2008 kl. 11:12

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndislegar pælingar, Katrín. Þú ert einmitt rétta manneskjan til að fara á svona hugarflug með, - vona að ég eigi slíkt eftir.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.9.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband