Leita í fréttum mbl.is

silfurkrús og kirsuber

M_M-C02tn_tnM-C02-026Suma daga vaknar maður og veit bara að það liggur eitthvað skemmtilegt í loftinu og að súrefnið sem maður andar að sér á svona dögum er meira glitrandi en svona hversdagssúrefni. Maður væntir þess meira að segja að þegar maður opnar augun þá sé velpússuð silfurkanna á náttborðinu sneisafull af kræsilegum kirsuberjum. Kannist þið ekki við svona eftirvæntingu? Svo opnar maður augun og það eru engin kirsuber og ekkert silfur á náttborðinu..bara staflar að blöðum úti á stétt og vindurinn gnauðar og regnið bylur og ekki enn orðið bjart? Og ekki ein taug í kroppnum sem örvast við veðurhljóðin til að koma manni á lappir og út

Svo er kona bara komin út og veðrið er frískandi, rokið orðið að golu, dimman að birtu og blöðin öll komin í sína lúgu. Og hún lætur sig dreyma um að koma heim og skipuleggja ferðina með einni vinkonu til annarrar vinkonu seinnipartinn og hugsar um að taka með sér gulrótarköku, pendúl og englaspil.

untitledlkpk Og meðan við stelpurnar keyrum út úr bænum með gulrótarkökuna og pendúlinn leikur trúður fyrir okkur lag á flautu sem fjallar um hversdaginn og það að allir töfrar eru faldir í honum. Að á milli hversdagslegra atburða og kringumstæðna sé endalaust magn af glitrandi augnablikum og kyngimögnuðum litríkum kraftaverkum sem mannsaugað sér ekki en getur bara fundið með sínu innra auga. Bara ef við stöldrum við á augnabliki sem talar til okkar og hlustum. Þá verður þetta allt ljóslifandi og glitrandi og fer ekki framhjá neinum sem nennir að tipla í gegnum þetta líf á örlítið skemmtilegri sveiflutíðni en býr í grámanum.

Jæja best að fara í þvottahúsið og taka niður af snúrunum nýþvegin sængurverin og vaska svo upp eftir morgunverðinn. Gera innkaupalista fyrir Bónus og muna að setja á hann kirsuberin áður en ég helli mér í vinnu. Verð að vera tilbúin þegar við stelpurnar brunum út úr bænum seinnipartinnDance-of-Cranes-Print-C10087637

 Kannski ég kveiki á eins og einu blómakerti í tilefni dagsins. Blómakertin eru sparikertin mín..vax á tréspýtum í laginu eins og blóm. Ég á þau í öllum litum og held ég velji eitt lillablátt fyrir daginn í dag. Sá litur er góður fyrir endurnýjunina og breytingarnar sem ganga nú yfir allt mannfólk.

Og ég er enn að undirbúa að mála nokkur af húsgögnunum mínum hvít en vantar veður til að skutla þeim í garðinn svo ég geti pússað.  Það sagði mér nefninlega maður að engin óbrjáluð kona léti sér detta það í hug að lakka  bara beint á viðinn ópússaðan.

Ehemmm....svo ég fór og keypti sandpappír enda alveg óbrjáluð. Bíð bara eftir veðrinu.

Sjáumst!!!! 

p.s upphaflega átti þessi færsla að vera klukkfærsla því Guðný Anna og Sigríður Jósefs hafa nú báðar klukkað mig...ég bara veit ekki hvað kom yfir mig eða hvernig þessi færsla varð tiil eiginlega.. Klukkið kemur í næstu færslu og þar upplýsi ég allt sem er 4x leyndó og 4 uppáhaldsritvek, myndverk og matur!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða skemmtun kæra vinkona.  Njóttu heimsóknarinnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: www.zordis.com

"engin óbrjáluð"

www.zordis.com, 9.9.2008 kl. 12:17

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 9.9.2008 kl. 12:19

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ Zordís..nú sit ég og pæli endalaust..á að segja "engin nema brjáluð kona"..eða engin óbrjáluð kona"...eða kannski bara...bara brjálaðar konur myndu láta sér detta það í hug að ...bla bla bla......ejhhh..mér finnst þetta bara fínt eins og ég orðaði það í pistlinum. Ég sjálf skil það alveg hvað ég meina þó enginn annar geri það kannski.. og það dugar mér í bili.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 15:41

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndisleg draumafærsla kæra katrín ! gangi þér vel að mála husgögnin þín hvítu og mikill kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 18:38

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:04

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hljómar vel, og þið hafið vonandi átt góðan dag.  Ævintýraprinsessan mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2008 kl. 10:18

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Englaspilin hljóma alltaf jafnvel!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 14:42

9 Smámynd: www.zordis.com

það er gott að vera óbrjál og bjál með lífsins prjál og galdra í farteskinu.

Varð hugsað til þín í álfareynslunni minni.

www.zordis.com, 13.9.2008 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband