1.11.2008 | 09:25
Ég næstum tuskaði aumingja afgreiðsludrenginn til með augunum...og ég treysti því að þið mætið hvert og eitt einasta ykkar á mótmælin í dag!!!
Vá hvað það bullar og sýður á mér núna. Það er svo oft að það þarf bara eitt lítið atvik ofan á röð atvika til að gera konu bandbrjálaða. Eftir fréttaflutning af afskræmdu lýðræði og vanmætti íslenskrar þjóðar gagnvart ráðamönnum sem hvorki vilja hlusta né sjá þesssa vesalinga sem kallast almenningur...er mér svo misboðið að ég verð bara að halda mér þessa dagana. Enda er enginn endir á hroka og vanvirðingunni sem okkur er sýnd. Stundum mörgum sinnum á dag.
Þegar manni er farið að líða svona þarf stundum ekki mikið til að setja mann af stað í ergelsi og reiði.
Í morgun þurfti ég að fara í búð til að kaupa svolítið sem mig vantaði.. klukkan var bara rétt um 8 svo ég varð að fara í 10 11 verslun..sem ég reyni að forðast í lengstu lög. Bæði vegna hás verðs og endalaust rangra verðmerkinga. Varan sem ég ætlaði að kaupa kostaði samkvæmt verðmerkinu í hillu 399 krónur en við kassann 549. Drengurinn sem var þarna að afgreiða yppti bara öxlum þegar ég benti honum á þetta og sagði vöruna klíklega hafa hækkað "eða eitthvað". Einnig var ég að kaupa kókómjólk..á hillunni stóð 97 krónur en verð við kassann var 103 krónur!!! Ég skilaði henni og neitaði að kaupa hana. Hina vöruna varð ég hind vegar að kaupa...neyðarvara á þessum tíma mánaðarins. Úff hvað ég var prirruð...teymdi drenginn að hillunni og sýndi honum hversu miklu munaði á verði. Við tókum annan pakka og athuguðum verðið..það var jafnhátt. Engin vara í hillunni var í raun á 399 krónur. Samkvæmt neytendalögum á maður að borga hilluverðið þar sem varan er.
Aumingja drengurinn fékk yfir sig ræðu um að þessi verslun ef verslun skyldi kalla hreinlega rændi almenning um hábjartan dag...og það væri lágmark að maður vissi hvað hlutirnir kosta og í svona kreppuárferði skipti hver einasta andskotans króna máli fyrir sumar fjölskyldur. Svo rauk ég út fjólublá í framan
Þetta er bara eitt af fjölmörgum atriðum sem við fólkið í landinu þurfum að láta yfir okkur ganga hvern einasta dag..endalaust og það er eins og það nái engin lög yfir til að breyta svona augljósum földum þjófnaði úr buddunni minni.
Vitið það að í bretlandi eru lög og reglur sem menn verða að fara eftir. Ef vara er á öðru verði í hillu en við kassa eru viðurlögin sú að sekta viðkomandi verslun um 5000 PUND fyrir hvern hlut í hillunni sem auglýstur er á lægra verði en við kassa. Þetta þykir það alvarlegur hlutur að blekkja neytandann. En hér er alveg sama hvað við kvörtum og kvenum og berjumst um á hæl og hnakka að láta ekki stela af okkur peningunum okkar um hábjartan dag...það gerist andskotann ekki neitt!!!
Og þetta dæmi er bara ein birtingarmyndin af ástandinu í þessu þjóðfélagi....við erum stöðugt svívirt og almennri skynsemi okkar nauðgað daglega af yfirvöldum og ráðamönnum. Ekki bara dag eftir dag..heldur ár eftir ár. Og ég er svo búin að fá nog af því að vera misboðið svona endalaust að ég er að spá í að flytja bara niður á Austurvöll og mótmæla frá mér allt vit. Eða þar til ég sé raunverulegar breytingar. ÉG vil bara þetta lið frá..burtu með þetta og byrja upp á nýtt. Og ég vona að fleirum sem líður eins sýni nú með því að mæta hvernig þeim líður og hvað þeim finnst. Eina sem maður þarf að vita til að mæta og sýna samstöðu er að maður er BÚINN AÐ FÁ NÓG!!!!!
Og ef fjölmiðlar og lögregla voga sér að segja mig og þúsundir annarra bara vigta á við 500 manns eina ferðina enn..þá ssegi ég mig úr þessu bananasamfélagi og hugsa alvarlega um að flyta úr landi. Mér hugnast hreinlega ekki að búa hér lengur og áta bjóða mér og mínum uppá svona heimsku og þvaður lengur. Vitsmunum mínum er verulega misboðið..ég er hvorki fífl né fáviti.
Þess vegna mun ég mæta í dag á Austurvöll klukkan 15.00. Minni á að að verður ganga frá Hlemmi klukkan 14.00 að Austurvelli þar sem verða fluttar þrumandi ræður.
Ég á ekki annara úrkosta en að mæta...þ.e ef ég ætla að halda í sjálfsvirðinguna mína. Ég bara get ekki látið bjóða mér þetta meir. En þú???
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.3.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari
Athugasemdir
Reiðin þarf að fá réttan farveg og ég myndi mæta í dag ef ég ætti heimanfært!
Skil þig svo vel og alla aðra þegna þjóðfélagsins sem ættu að sýna samstöðu og mæta.
Kærleikskveðja til þín frá mér!
www.zordis.com, 1.11.2008 kl. 10:53
Flott ræða hjá þér fröken!
Það er bara að halda dampinum og klára dæmið.
Líttu við á kjosa.is og við komum vitsmunaverum á þing.
nicejerk, 1.11.2008 kl. 11:34
Heyr, heyr.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2008 kl. 12:52
Ef hillumerkingin sýnir lægra en kassaverð þá er skylt að afgreiða á lægra verðinu. Ég hef unnið í verslun ( fyrir mörgum árum ) og þá var þetta svona og ég bendi á þetta í dag og fæ vöruna á lægra verðinu. .
Aprílrós, 1.11.2008 kl. 13:39
heyr heyr
Hólmdís Hjartardóttir, 1.11.2008 kl. 13:51
Það skiptir öllu máli að HÆTTA EKKI hvað sem á dynur, þeir eru svo vanir því þessir háu herrar að almuginn hættir að krefjast ábyrgðar frá þeim, tíminn lægir öldurnar - Nei, við verðum að halda dampinum þangað til að þessir landráðamenn í Seðalbankanum og í ríkisstjórn og hjá stjórnvöldum axla ábyrgð. Spila póker með þjóðina ............. grrrrrrrrrrrr! Landráð! Láum þá ekki sleppa, Aldrei!
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 14:40
Kæra Katrín
Mikið skil ég reiði þína og tilefni hennar. Tek sögu þinni af uppákomunni í versluninni og endi hennar sem dæmisögu sem eigi að útleggjast á þetta stóra heildarsamhengi: Framkoma stjórnvalda við þjóðina. Þessi framkoma smitar út frá sér og gegnsýrir svo loks samfélagið allt. Það þýðir að sjálfstæðið okkar nýfengna er orðið að bananalýðveldi.
Sjálfsvirðing mín líður fyrir þetta ástand og þess vegna geri ég einmitt eins og þú; mæti þó það sé ekki til annars en reyna að sporna við fótum. Ég sætti mig frekar við að vera úthúðað fyrir að taka þátt í mótmælum og borgarafundum en umbreytast í svefngengil vanans. Ég get ekki frekar en þú sæst við eða vanist því að stjórnvöld hafi rétt á að koma fram við almenning nákvæmlega eins og þeim sýnist!!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.11.2008 kl. 16:11
Lenti í þessu í Krónunni einu sinni, fékk ekki afsökunarbeiðni, heldur vænni afslátt en hilluverðið á vörunni sagði til um. Ég nöldraði yfir 150 kalli og fékk 300 króna afslátt eða þar um bil. Þú átt ekki að borga hærra verð en hillumerkingin segir til um, strákurinn við kassann hefði átt að vita það og láta þig fá þetta á því verði. Djössss rán! Ekki lendi ég í þessu í elsku Einarsbúð hér á Skaganum þar sem ég kaupi flestar nauðsynjar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.11.2008 kl. 21:11
Hvað hefur rangt hilluverð í verslun með stjórnvöld að gera það eru viðurlög og reglur í því sambandi. Í þessu tilfelli áttirðu að fá vöruna á lægra verðinu síðan kvarta til neytendasamtakana en ekki hella þér yfir saklausan ungling í láglaunastarfi. Þó að stjórnvöld eigi ekki upp á pallborðið hjá sumum er full langt seilst að skammast út í þau vegna rangrar verðmerkingar. Það er við kaupmannin að sakast í þessu tilfelli herra þá Bónus feðga bjargvætti alþýðunnar.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.11.2008 kl. 21:25
Eftirlitsstofnanir okkar eru ekki að standa sig..hér viðgengst það ár eftir ár að verðmerkingar eru ekki fullnægjandi og það er búið að stela ansi mörgum kronum af almenningi vegna rangra og ófullnægjandi verðmerkinga þrátt fyrir að það sé margoft búið að kvarta hástöfum. Þetta er bara eitt örlítið dæmi um þá meðferð sem við höfum mátt þola í gegnum tíðina...á endanum verðum við sjálf sinnulaus og gefumst upp á að kvarta...ef það er bara nægilega lengi og oft svínað á fólki gefst það upp á að standa fyrir máli sínu og standa upp fyrir rétti sínum. Þess vegna mótmæli ég núna hástöfum framkomu stjórnvalda og ráðamanna gagnvart okkur fólkinu í landinu...ég vil hvorki að kaupmenn eða ráðamenn séu með krumlurnar í minni buddu og ráðskist þannig með mitt líf og framtíð mína og minna barna. Punktur!!!!
Og ég á auðvitað ekki að æsa mig yfir unglingi sem veit ekkert í sinn haus í starfi sínu sem afgreiðslumaður í þessari verslun...það er alveg rétt hjá þér Jón. Ég röfla bara við búðarkassann næst og vonast eftir betrði þjónustu en ég hef fengið hingað til.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.11.2008 kl. 23:16
Skoðið frábærar myndir af mótmælunum í dag hjá Láru Hönnu sæuperbloggara.....þá getið þið séð með eigin augum þann mikla fjölda sem mætti og einnig fáið þið skýra mynd af því að það er alls ekki rétt sagt frá fjölda fólks af fjölmiðlum eða lögreglu. Myndirnar tala sínu máli!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 00:17
vá orkan í kringum þig kona !!!!
ég hugsa heim, en finn þó dag frá degi að ég þarf að vera meðvituð hérna í dk, hérna hækkar allt líka dag frá degi og fjölskyldur missa heimili sín ! þetta er heimsástand !
núna er tími samstöðu og breittrar hugsunar !
Kærleikskveðjur
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 07:00
Vona að þér líð vel núna, það er oft pirrandi að fylgjast með verðmerkingum, ég krefst þess að fá vöruna á því verði sem er merkt í hillu annars sleppi ég að kaupa hana ef ég get. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 09:47
Hugarfluga, 2.11.2008 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.