Þegar maðurinn minn var búinn að lesa bloggið mitt í gær um ferð mína í 10 11 verslunina sem er allt of oft með vörur í hillum sínum sem eru ekki rétt verðmerktar... sagði hann hægt og rólega með djúpri röddu. "Katrín..ég fer í Bónus og geri helgarinnkaupin aleinn..það er best að þú farir bara og mótmælir á Austurvelli á meðan". Og ég gerði það eins og alla laugardaga hingað til og það þó ég væri enn með hálfgerða flensudruslu. Það var magnað að sjá hversu margt fók var komið til að sýna samstöðu og líka magnað að heyra í fréttum fjölmiðla að ég og allir þeir sem fara opinberlega gegn ruglinu og bullinu í ráðamönnunum séum bara talin vera einn fjórði af heilli manneskju. Eins og við mótmælendur höfum bara einn útlim, fimm tennur og tvöþúsund hár á hálfu höfði. A.m.k kosti tekst þeim alltaf að telja vitlaust og gera miklu minna úr okkur en efni standa til. Hafiði tekið eftir hvað það er allt vitlaust talið og verðmerkt þessa dagana?? Og hreinlega vitlaust gefið í þessu samfélagi??
En ég er góð á sunnudagsmorgni. Er að hita mér kaffi, lesa bloggið og kætast yfir góðum orðum hér og þar. Þetta er t.d ein setning sem ég fann í athugasemdum í Blogginu hennar Láru Hönnu sem birti einmitt svo flottar myndir af mótmælunum í gær. Þar segir Baldur nokkur..." þeir sem mættu til að mótmæla eru tíu sinnum meira virði fyrir framtíð Íslands en þeir sem heima sátu" Og mér líður bara eins og million dollar woman today..finnst eins og ég geri gagn og skipti máli. Ég vil líka vekja athygli ykkar á því að Lára Hanna verður í Silfrinu hjá Agli á eftir. Hlakka til að heyra í henni þar.
Maður einn á besta aldri sem spilar oft á gítar og syngur lög eftir Hörð Torfason spurði mig í gær hvort ég ætlaði ekki bara á fullt í pólitíkina. Ég sagðist ekki hafa neinn hug á því þar sem mér hugnast ekki flokkakerfið en ég væri til í að leggja þeim breytingum lið sem mér finnst vera nauðsynlegar í þessu landi og taka þátt í allri þeirri hugmyndavinnu sem nú á sér stað um allt land. Það er alls staðar fólk að hittast og skoða og skilgreina hvernig samfélag við viljum byggja upp úr rústum þess gamla. Hver gildin eru sem við elskum að hafa og viljum sjá blómstra á öllum sviðum samfélagsins. Svo vildi hann eitthvað rökræða hvort mótmælin væru að virka og svona...en vitiði það að það er mér ekkert kappsmál að sannfæra einhvern annan um að hann eigi að mótmæla. Það er bara eitthvað sem hver verður að finna út fyrir sig. Hvenær er maður búinn að fá nóg?? Og hvenær er manni verulega misboðið. Ég veit það fyrir mig og þú verður að vita fyrir þig. Svo annað hvort fylgir maður því eftir með framkvæmdum eða ekki. Svo einfalt er það nú.
Ég er líka viss um að þau tár sem spretta fram í þrengingunum sem nú ganga yfir þjóðina munu breytast í svalandi daggardropa á framtíðardögunum okkar. Breytingar eru sjaldnast átakalausar..sérstaklega ekki umfangsmiklar breytingar eins og við erum núna að ganga í gegn um. Þær kosta blóð, svita og tár en munu koma okkur á betri stað þegar upp er staðið. Því trúi ég algerlega.
Jæja kaffiilmur fyllir nú heimilið mitt og ég heyri í rigningunni úti. Það er loksins ró og friður í hjarta mínu. Ég er þess fullviss að við getum allt bara ef við stöndum saman og hjálpumst að í gegnum þessa tíma og gleymum ekki hvað það er sem skiptir mestu máli. Kærleikur og kraftur....eða kraftmikill kærleikur. Og það að kunna telja og gefa öðrum með sér.
Eigið góðan sunnudag öll sömul
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 11:00
Fallega sagt
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2008 kl. 11:23
til þín
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.11.2008 kl. 11:57
Sunnudagsknús milljon evru kona!!!
www.zordis.com, 2.11.2008 kl. 12:50
Knús til þín
Sigríður Þórarinsdóttir, 2.11.2008 kl. 13:31
Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 14:07
Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 14:44
;)
Aprílrós, 2.11.2008 kl. 18:59
KNÚS
Vilborg, 3.11.2008 kl. 00:54
Ég var að sjá frétt hér á Iberíuskaga um mótmælin og ég taldi endalaust af fólki.
Baráttukveðjur!
www.zordis.com, 3.11.2008 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.