6.11.2008 | 07:39
Kæru lögreglumenn...munduð þið í alvöru handtaka þá sem mótmæla því hvernig farið hefur verið með þessa þjóð??
Væri ekki nær að koma SPILLINGARLIÐNU BURT???
Maður spyr sig eftir fyrirsagnir dagsins í DV...6 nýir óeirðabílar, allt í einu til fjármagn til að auka fjölda lögreglumanna um 250 og fjarskiptamðstöð í strætó. Það sama er að gerast í bretlandi..þar er verið að auka styrk lögreglunnar..launahækkanir og mannaráðningar. Það hef ég eftir vini mínum í englandi sem er lögreglumaður. Og ég bara trúi því ekki að lögreglumönnum væri það bæði ljúft og skylt að berja niður réttlát mótmæli almennings!!
Það væri nær að nota þetta lögreglulið til að losa okkur við SPILLINGARLIÐIÐ!!!! Handtaka þessa glæpamenn og koma þeim á bak við lás og slá og láta þá taka fulla ábyrgð sem og afleiðingum gjörða sinna. Þá yrði fólk kannski aðeins rólegra. Fólki er svo misboðið að það er farið að bullsjóða á öllum. Og stjórnvöld algerlega máttlaus í að ráða við ástandið og svo ráðalaus að það er grátlegt.
Spillingin, klíkuskapurinn og samtrygging hinna auðugu og gráðugu á sér engin takmörk. Og svo kann þetta fólk ekki að skammast sín eða biðjast afsökunar. Það gerir mig hvað reiðasta. Að firringin sé svo algjör að það rúmist ekki í kolli þeirra að gangast við gjörðum sínum á nokkurn hátt eða að taka nokkra ábyrgð.
Graftarbóla íslands er sprungin og út vellur gröfturinn..við skulum vona að það komi að því að hægt verði að hreinsa sárið og það grói á ný. Það hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt nú að við almenningur sýnum samstöðu og látum ekkert hagga okkur í kröfunni um að hér verði allt rannsakað af óháðum aðilum. Við bara verðum að vita hvernig hefur verið í pottinn búið.
Minni á BORGARAFUNDINN í Iðnó á laugardaginn klukkan 13.00 Mætum öll þangað og svo mótmælum við á Austurvelli klukkan 15.00. BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ.
Þetta er krafa sem allir geta sameinast um að halda á lofti..ekki sammála??
p.s ég bara neita að trúa því fyrr en ég sé það með eigin augum að það sé hægt að fá íslenska lögreglumenn til að fara gegn löndum sínum...fólkinu sínu. Kæru löggumenn og konur...Það eru vinir ykkar og ættingjar og ykkar eigin fjölskyldur sem verið er að arðræna og setja í framtíðarskldafangelsi í áratugi. Það síðasta sem fólkið okkar þarf núna er að vera handtekið, gasað og jafnvel lamið ofan á allt annað sem á undan er gengið.
Þið eigið að standa með okkur og hjálpa okkur að losa okkur við spillingarliðið!!!
Það væri sko almennilegt af ykkur!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 311441
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Það er greinilega búist við að það sjóði ærlega upp úr.
Burt með spillingamennina
Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 07:52
Baráttukveðjur Katrín mín, það er styrkur að hafa þig innanborðs því þú ert svo lifandi og hvetjandi.
Gangi ykkur vel á laugardaginn, það verður að koma spillingunni til hliðar.
Kaerleiksknús í daginn þinn.
www.zordis.com, 6.11.2008 kl. 07:54
Hrönn Sigurðardóttir, 6.11.2008 kl. 09:47
Ekki trúa orði af því sem þessi maður segir, hann hata lögregluna og segir hvað sem er til að koma með gagnrýni á hana hvort sem það er satt eða ekki.
Grunnvinnan af "varaliðinu" var löngu komin af stað, nú er heimildin komin en lögreglusmbætti fá ekkert auka fjármagn til að ráða í stöðurnar.
Hvað varðar sérútbúna óeirðabíla þá er það bull frá upphafi til enda.
Ofangreindar upplýsingar hef ég eftir mjög traustum heimildum.
Hin Hliðin, 6.11.2008 kl. 11:35
Já, mætum öll á fundinn. Og tölum beint við lögregluna einsog þú gerir, kannski við ættum að gera dreyfibréf til að afhenda þeim'
María Kristjánsdóttir, 6.11.2008 kl. 11:35
Kristín Katla Árnadóttir, 6.11.2008 kl. 11:36
Ég trúi BB til vondra verka í svona málum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 12:30
Ég trúi því ekki að löggan muni gera okkur neitt ef við erum með friðsamleg mótmæli.
Mætum öll á Laugardaginn.
Burt með spillingarliðið.
Heidi Strand, 6.11.2008 kl. 13:12
Opinn borgarafundur á laugardaginn
OPINN BORGARAFUNDUR - um stöðu þjóðarinnar - í Iðnó, laugardaginn 8.nóvember frá 13.00-14.30
Til hvers?
- Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
- Á síðustu vikum hefur almennum borgurum hvergi gefist kostur á að tjá sig eða spyrja ráðamenn beinna spurninga.
- Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum verður boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
- Til að leita spurninga og svara um hvað framtíðin ber í skauti sér.
Fyrirkomulag
Fundarstjóri verður Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5-10 mín hver):
Lilja Mósesdóttir hagfræðingur, Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi og Halla Gunnarsdóttir blaðamaður
Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja spurninga. Svarendum eru gefnar tvær mínútur til þess að svara.
Hverjum stjórnmálaflokki verður boðið að hafa einn fulltrúa á sviði til að svara spurningum. Við boðum formenn eða varaformenn eða að þeir sendi sinn fulltrúa og hvetjum sem flesta þingmenn að mæta .
Fundurinn verður festur á myndband til sýninga á netmiðlum og fyrir sjónvarp.Settir verða upp hátalar bæði í forsal og fyrir utan Iðnó
Fundurinn verður tekinn upp af RUV og sendur út Þriðjudaginn 11. nóv kl. 21.00 á Rás 1 í þættinum Í heyranda hljóði sem er í umsjón Ævars Kjartansonar
Settur verður fundarritari og tekin saman ályktun í lok fundar ef þurfa þykir.
Takmarkaður sætafjöldi – sýnum stuðning með þátttöku – spyrjum og heimtum svör – látum í okkur heyra.
F.h. undirbúningshóps: Gunnar Sigurðsson leikstjóri (gus@mmedia.is - s: 897 7694) og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur (david@ljod.is - s: 864 7200).
Þeir sem vilja skrá sig á póstlista borgarafunda og taka þátt í undirbúningsstarfi geta skráð sig á borgarfundur@gmail.com
Nýbúið er að opna gagnlegan vef fyrir borgarafundina á vefsvæðinu: http://borgarafundur.org þar er hægt að m.a. skrá sig á póstlista, sjá myndskeið frá fyrsta fundinum og leggja inn hugmyndir í hugmyndabankann
...og svo auðvitað beint á Austurvöll á eftir og taka sér stöðu þar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 13:16
Og ekki gleyma...Þeir sem mæta á mótmælin og krefjast þess að koma spillingarliðinu burt..eru 10 sinnum meira virði fyrir framtíð Íslands en þeir sem heima sitja ..svo ég vitni nú í hann Baldur bloggara. Ekki láta veðrið eða skort á bílastæðum hindra það að þú mætir...Hvað er mikilvægara en að taka landið okkar til baka og ná trausti okkar og trúverðugleika aftur?
Ærunni og sjálfsvirðingunni. Stöndum þarna keik og með höfuðið hátt og höggumst ekki í kröfum okkar. Bara höggumst ekki.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 13:41
Sammála kreppukall....Við verðum að vera mörg og sterk og standa þarna keik á friðsamlegan hátt!!! Ekki gefa yfirvöldm tækifæri til að nota nýja löggudótið sitt. FRIÐSAMLEG MÓTMÆLI!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 13:51
friðsamleg mótmæli hafa borið góðan árangur víða um heim þar sem lýðræði hefur verið fótum troðið af auðvaldinu(stórfyrirtækjunum) séstaklega í S-Ameríku þar sem þegnar landa eins og Bólivíu, venesúela og fleiri til hafa kosið yfir sig forseta sem reyna að sporna gegn stórfyrirtæjaræðinu(corporatocrasy) .. bendi á myndir eins og WAR ON DEMOCRASY eftir John pilger og fyrirlestra með John Perkins sem vann fyrir fyrirtækin sem "economic hitman"...
Tökum núna slagorð INTRUM JUSTITIA til fyrirmyndar
EKKI GERA EKKI NEITT!!!!
SEGJUM UP GREISLUÞJÓNUSTUNNI Í BÖNKUNUM TÖKUM STJÓRN Á PENINGUM OKKAR AF ÞESSUM SPILLINGARBÆLUM OG EF NÓG SAMSTAÐA NÆST .. HÆTTUM AÐ BORGA AF LÁNUNUM!!!!
sameinuð stöndum við sundruð föllum við!!
Hinrik Þór..
Hinrik Þór Svavarsson, 6.11.2008 kl. 15:00
Tek undir hvert orð.
Steingerður Steinarsdóttir, 6.11.2008 kl. 16:21
þú ert frábær !
ég fyllist bara baráttuhug, og trúi að allt geti gerst, allavega eftir að obama vann, það er líka gömulhugsanaform sem voru valin frá, og ný komust inn !!!!
Kærleiksknús
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 6.11.2008 kl. 19:30
Já Steina mín..vi erum kannski mest að tala um hugarfarsbyltingu. Þar sem gömul og úrelt hugarform eru að brotna og hin nýju að koma inn. Þessi sem gera okkur kleift að byggja algerlega sérstakt , skapandi,lifandi og kröftugt samfélag þar sem allir geta notið sín.
Hver hefur áhuga á því lengur að byggja allt sítt á græðgi og valdasýki. Það er bara orðið hallærislegt og gamaldags að hugsa svoleiðis.
Ég er sannfærð um það að þegar við erum búin að hrista gamla hugarfarið af okkur verðum við ekki lengi að koma okkur í gang aftur á eigin forsendum..forsendum sem munu vekja athygli alls staðar í heiminum á jákvæðan hátt. En fyrst verðum við að mótmæla og standa með sannfæringu okkar!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 19:41
Heil og sæl; Katrín Snæhólm, sem aðrir skrifarar og lesendur !
Þú ert; afbragð annarra kvenna, Katrín. Hefi engu við að bæta, snjallri frásögu þinni, sem einarðlegri.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:29
Það að þeir skuli vera að vígbúast með leynd eru svik við föðurland og þjóð og nú krefst ég afsagnar þessa dómsmálaráðherra og yfirmanna lögreglu. Þetta er komið út yfir allan þjófabálk.
Hvers vegna eru þeir að leyna þessu? Hverju eru þeir að leyna og hvað hyggjast þeir verja? Ætla þeir að koma í veg fyrir að fólk nýti þegnrétt sinn hér til mótmæla? Búum við í fasistaríki eða lýðræði?
Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2008 kl. 20:48
Þessi linkur átti að fylgja. Lögreglan er að vígbúast gegn fólkinu.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2008 kl. 20:50
Þetta eru engar þjóðsögur eins og kemur fram hjá einum hér.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2008 kl. 20:53
Vegna erlendra fjölmiðla (innlendu ruslveiturnar eru verri en gagnslausar) er mikilvægt að mæta á Austurvöll með mótmælaspjöld á ensku. Einnig ber að breyta vellinum í drullusvað með ágangi sem allra fyrst, þá verður umhverfið Álþingishúsið og drullusvaðið viðeigandi og samhæft sett í erlendum sjónvarpsstöðvum.
Baldur Fjölnisson, 6.11.2008 kl. 22:44
Það er ekki við lögregluna að sakast þegar glæpum fjölgar OG auðvitað hið besta mál ef starfsemi hennar er efld og styrkt, ekki veitir af. Við ættum að vera þakklát því fólki sem teflir sér í hættu dags daglega fyrir okkur!!! EKKI að tala gegn þeim né sverta störf þeirra. Lögrelan bíður ekki í startholunum að handtaka friðsamlega mótmælendur, hún sér til þess að friðsamleg mótmæli geti farið fram. Ég er ekki tengd neinum einasta lögreglumanni, en ég virði störf þeirra og er þeim þakklát fyrir þeirra óeigingjarna starf.
Katrín Linda Óskarsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:27
Tek sérstaklega undir þessi orð þín: „Spillingin, klíkuskapurinn og samtrygging hinna auðugu og gráðugu á sér engin takmörk. Og svo kann þetta fólk ekki að skammast sín eða biðjast afsökunar.“
Svo vona ég að lögreglan hlusti á bæn þína og láti friðsama mótmælendur, sem biðja landi sínu og þjóð griða, í friði.
Mér finnst reyndar með ólíkindum hvað Íslendingar eru stilltir. Mér finnst að ríkis- og seðlabankastjórnin ætti frekar að fyllast lotningu yfir því hve hófsamir mótmælendur eru og taka tillit til sjálfsagðrar kröfu þeirra um nauðsyn þess að víkja spillingarliðinu frá.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.11.2008 kl. 02:40
Ég er hræddur um að einn daginn muni hvatvísir æsingamenn eða próvókatörar hrinda einhverri óheilla atburðarás af stað.
Vésteinn Valgarðsson, 7.11.2008 kl. 06:39
Katrin Linda þú segir það er ekki við lögregluna að sakast þegar glæpum fjölgar!!! Það er alveg hárrétt hjá þér enda erum við ekki að fremja glæpi með því að koma saman og mótmæla á friðsamlegan hátt eða halda borgarafundi til að ráðamenn og fólkið í landinu geti talað saman. Það er hvergi í pistli mínum gert lítið úr daglegum störfum lögreglunnar sem eru eflaust oft mjög erfið og átakamikil. Eina sem ég bið þetta fólk um er að hugsa um hvernig þau munu bregðast við ef þeim er sagt að fara gegn fólkinu í landinu, almenningi sem nú leitar réttlætis og sanngirni. Ekkert annað!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 08:14
Svo vil ég eindregið benda ykkur á bloggið hennar Láru Hönnu og fara þangað strax og lesa og hlusta!!!! Þetta er skelfileg frásögn íslenskrar konu af kreppunni í Finnlandi..og því miður margt sem vísar sama veg hér hjá okkur ef við grípum ekki í taumana og gerum eitthvað róttækt NÚNA. Við bara megum ekki verða of sein!!!!
www.larahanna.blog.is
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 08:18
Ég hef ávallt verið ötull stuðningsmaður lögreglunnar sem stofnunar og hinna almennu laganna varða. Þeir vinna sitt starf út frá lögum hins íslenska lýðveldis. Þessi lög komu til sögunnar löngu á undan ónothæfum stjórnmálamönnum. Við getum hvatt laganna verði til að sýna hóf í starfi og samkennd, en við getum ekki ætlast til þess að þeir brjóti þau lög sem þeim er gert að framfylgja. Það væri grunnurinn að algeru stjórnleysi.
Kerfið er kannski gallað, en við verðum að nýta það til þess að bæta stöðuna og þá mögulega bæta það síðar meir. Ef við köstum því á glæ þá erum við einnig að kasta sögu okkar unga lýðveldis á glæ.
Það sem við þurfum fremur að gera er að virkja borgarana til verks. Þeir hafa lagalega heimild til þess að mótmæla valdhöfum, þeir geta kosið nýtt fólk til verka og þeir hafa hið eiginlega vald. Lýðurinn hefur valdið - við verðum bara að nýta það.
Haukurinn, 7.11.2008 kl. 10:38
Þeir stjórna okkur með spennu og óvissu og pólaríseringu og stjórna löggunni þannig líka. Það eru alls konar deildir og greiningardeildir og viðbragðsdeildir og valdbeitingardeildir og allt þetta makk er ekkert rætt, síst af öllu af afgreiðslukössunum á álþingi. Fiskur mun úldna frá hausnum og svo aftur úr og eins mun víst fara með kerfi á borð við lögreglu. En það gæti verið sitt hvað lögregla og lögregla. Sennilega erum við með margar lögreglur. Sumar eru þjálfaðar í að beita "óhefðbundnum" aðferðum í einhvers konar leynimakki og ruglanda sem kemur að ofan frá biluðum kontrólfríkum. Og síðan líður lögreglan öll fyrir það þegar fimbulfamb þessarra leynideilda verður opinbert. Þannig hefur þjóðfélagið og grunnstofnanir þess verið rifið niður á skipulegan hátt eins og hver maður sér en hausinn er samt þarna enn og dragúldinn og hvers vegna menn geta þolað það er mér algjörlega hulið.
Baldur Fjölnisson, 7.11.2008 kl. 17:37
Auðvitað munu lögreglumenn handtaka mótmælendur ef þeim verður skipað það og Geir Jón mun réttlæta þá aðgerð alveg óhikað. Það sama verður með Björn Bjarnason. Fréttirnar um þennan aukna viðbúnað lögreglunnar er reyndar eins og að ella olíu á reiði-og óánægjeld þjóðarinnar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 18:09
Lögreglumenn eru líka að tapa sínum eignum og fjölskyldur þeirra eru líka að brotna. Þeim er líka sagt að halda ró sinni á meðan restin er hirt af þeim. En eins og ég sagði þá er lögreglunni eins og okkur hinum stjórnað með pólaríseríngu og spennu og klofningi - til að draga athyglina frá dragúldnu yfirstjórninni. Við sjáum hvað setur. En ég geld vara við hvers konar próvókasjónum. Þetta dæmi þarf að taka með þolinmæðinni og hanna það öðru fremur fyrir erlenda fjölmiðla. Breyta ber Austurvelli í drullusvað með ágangi hið fyrsta og skapa þannig harmónískt sett fyrir sjónvarp sem smellpassar við Álþingishúsið. Verði þetta vel og skipulega framkvæmt gef ég spillingarliðinu í mesta lagi mánuð. Burt með spillingarliðið !
Baldur Fjölnisson, 7.11.2008 kl. 18:26
Styrkur svona mótmæla er fjöldi og stilling. Við verðum að vera nokkur þúsund laugardag eftir laugardag og halda stillingu okkar en ekki gefa tommu eftir í kröfum okkar.
Og ég held að það verði einmitt svoleiðis.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 18:41
Þetta er ákveðið stríð og þið þurfið að hugsa það þannig. Stríð snýst um að sigra andstæðinginn, punktur. Og stríðsreksturinn þarf að vera sem allra hagkvæmastur fyrir ykkur. Þess vegna þarf að byggja sem allra mest á veikleikum andstæðingsins og reyna þannig sem mest að láta stríðið vinna sig af sjálfu sér. Í þessu tilfelli snýst þetta um algjört málefnaleysi andstæðingsins og allt að því vélræna lyga- blekkinga- og útúrsnúningaáráttu. Því ber að mæta með andstæðunni, umræðu um málefni, festa fingur á málefnum. Þannig vinnst sigur með tímanum. En forðist tilfinningasemi í þessarri herför þar sem slíkt mun aðeins leiða til öfga sem aðeins munu hjálpa andstæðingnum. Gangi ykkur svo allt í haginn og burt með spillingarliðið.
Baldur Fjölnisson, 7.11.2008 kl. 21:43
Ég held að lögreglan láti til skarar skríða ef það verða alvöru róstur með ofbeldi eða skemmdarverkum, en ekki ef þetta verður friðsamlegt. Nú, ef þetta verður of friðsamlegt fyrir smekk einhverra, þá má reikna með próvókatörum, hvort sem það verða menn sem villa á sér heimildir eða menn sem vita bara ekki betur.
Vésteinn Valgarðsson, 8.11.2008 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.