10.11.2008 | 09:03
Stóð á kókkassa bak við ræðupúltið svo það sæist í mig að öxlum og fór með þetta fallega ljóð...
"Enn kem ég til þín Íslenska þjóð
sem átt þér sagnaminningar og ljóð
og byggt hefur þetta blessaða land
í ellefu hundruð ár.
Goldið afhroð. glaðst og sigrað
grátið svo þín tár
eru perlum öllum dýrri
okkur þeim sem hafa lifað!
Þetta ljóð flutti ég þá 12 ára telpuhnokki í hlutverki fjallkonunnar í Hafnarfirði á 17. júní. Svo lítil að ég náði ekki upp yfir púltið svo ég var látin standa á gömlum tré-kókkassa svo í mig sæist!
Ég veit ekki af hverju ég fór allt í einu að hugsa um þetta ljóð núna...
Kannski er þetta eitthvað sem við getum sagt einhvern tímann í framtíðinni og horft stolt um öxl á afrek okkar að komast heil út úr kreppunni og sagt börnum okkar og barnabörnum að við hefðum goldið afhroð.... en svo glaðst og sigrað sem þjóð.
Nú verðum við að standa saman fólk og megum ekki láta neinn bilbug á okkur finna. Ég vil reisa nýtt ísland á gildum sem eru einföld og skýr og standa fyrir allt gott í mannlífinu. Samfélag sem leggur sömu merkingu í hugtök eins og heiðarleiki, samkennd, traust og þar sem menn eru metnir eftir því að orð og gjörðir fari saman. Séu menn orða sinna. Að það þurfi ekkert nema þétt handaband til að innsigla heiðursmannasamkomulag og það standi. Og búa í landi þar sem við leggjum sömu merkingu í grunnhugtök eins og vanhæfi, óheiðarleiki, lygi og spilling. Að hvert einasta skólabarn skilji merkingu þeirra orða og hvað í þeim felst.
Kannski er ég bara þreytt eftir þessa stormasömu helgi. Úrvinda af því að sjá hvernig allt er skrumskælt og hvernig grímulaus spillingin veður uppi og við getum ekkert gert nema koma saman á laugardögum og mótmælt. Mótmælt því að öllum grunnöryggisstoðum okkar hefur verið kippt undan okkur og við erum í frjálsu falli...og enginn veit hvar lendingin verður. Meira að segja fjölmiðlarnir felldu grímur sínar og sýndu það svart á hvítu hverra erinda þeir ganga.
Er enginn endir á hvert spillingin nær með kolsvörtum krumlum sínum í þessu þjóðfélagi??? Og eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða okkur uppá??
Ég man þegar ég kom heim fyrir ári síðan eftir 7 ára dvöl í englandi hvað mér fannst gott og gaman að koma heim til landsins míns fagra og fína . Mér fannst það draumi líkast og trúði enn að við værum sérstök og einstök, vel gerð og heillandi en núna aðeins örstuttu síðar erum við stödd í miðri martröð og það er engin leið að vakna. Hún bara heldur áfram og áfram og fólkið sem við viljum ekki situr sem fastast og endurtekur sömu frasana sem við hin erum löngu hætt að trúa á og við viljum bara fá frið til að byggja upp landið okkar.... en þau sitja sem fastast og heyra ekkert og fara með sömu frasana sem enginn trúir og sjá ekkert rangt við hegðun sína eða gjörðir..... og halda áfram að sitja sem fastast meðan allur heimurinn hlær hrossahlátri að aumingja kúguðu þrælunum sem komast ekkert og af alþingi sem er valdalaust eins og þjóðin og getur ekki komið þegnum sínum til hjálpar og fá engar upplýsingar og vita ekki neitt... og enn tala ráðamenn eitthvað út í loftið og heyra ekki neitt og sitja sem fastast og og og og ...hljómar þetta ekki eins og djöfulleg martröð???
"Enn kem ég til þín íslenska þjóð.....
Ég ætla að trúa á þessi orð í ljóðinu og gera þau að áhrínisorðum okkar hins íslenska almennings. Glaðst og sigrað!! Við skulum leggjast öll á eitt og finna leiðir og lausnir út úr þessum stóru vandamálum..og við skulum ekki hætta fyrr en við erum laus við liðið sem situr sem fastast í óþökk okkar. Vinsamlegast farið burt..við hin höfum nefninlega mikilvæg verk að vinna, þurfum að bjarga lífi okkar og framtíð..eignast aftur von, samstöðu og trúverðugleika...svo hættið að trufla okkur með ráðaleysi og eiginhagsmunum ykkar. Ef þið viljið að ykkar verði minnst af einhverju jákvæðu..þá verið svo væn að standa upp og fara. Láta eftir sæti ykkar hæfara og betra fólki. Takk!!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 311441
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Jú þetta hljómar nefnilega eins og djöfulleg martröð! Og þó ég vildi gefa skít í allt og fara! Þá get ég ekki selt
Ég yrði þá að byrja algjörlega að nýju! Sem væri kannski allt í lagi.....
Hrönn Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 09:18
Heyr, heyr Katrín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2008 kl. 10:03
Hrönn..er það ekki færeyska leiðin að skila bara lyklunum og segja svo bæ!! Og það er ekkert að því að byrja upp á nýtt..lífið er nú einu sinni svoleiðis..ekkert er eilíft. Nema við auðvitað
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.11.2008 kl. 10:11
Katrín mín þetta er fallegt ljóð og ég deili fullkomlega þessum tilfinningum með þér, og sem betur fer þá er til fullt af fólki eins og ég og þú. Fólkið sem núna er að láta í sér heyra, fer á stúfana og lætur til sín taka til dæmis niður á Austurvelli, eða bara í eldhúsinu heima hjá sér. Ég held að eftir þessar hremmingar komi heilsteiptari þjóð fram, sem hefur þau gildi sem þú varst að telja upp. Það er mín trú og mín von. Það væri þá einhver tilgangur með því að leggja allt þetta á okkur.
Goldið afhroð, glaðst og sigrað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2008 kl. 10:25
Hafðu það gott elskan mín og takk fyrir frábæra færslu
Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 12:07
Jú hugsanlega! Samt sárt að sjá á eftir því sem maður hefur puðað við og streðað við að eignast í gegnum tíðina - gufa bara upp í ekki neitt....
Hrönn Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 13:03
Þakka þér fyrir góða færslu. Ég tek undir með þér. Við verðum að berjast. Við verðum að passa upp á framtíð barna okkar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 13:43
Þessi færsla er eitthvað svo mögnuð að mér datt í hug galdraþula eða særingarkvæði um tíma en hún er kannski of einlæg til að vera það eingöngu Vona að orð þín virki, því eins og þú segir, við þurfum að fara að komast að til að vinna að þeim mikilvægu verkum sem bíða okkar. Þrjóskuhundarnir með þungu rassana og frasana ráða greinilega engan vegin við þau.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:36
Kærleiksknús frá Lejre
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.