12.11.2008 | 09:15
Landamæri Ríka mannsins, Stóra myndin og Veran. Tilveran.
Mikið var viðtalið við Gunnar Dal í Kastljósinu í gær frábært og yndislegt.
Hann talaði um landamæri ríka mannsins. Og að á bak við þau er ekkert nema tómið...og ríki maðurinn orðinn fangi peninganna sinna og á sér ekkert líf. Alltaf gaman af svona vitringum sem skilja Veruna og tilveruna...og leitast við að sjá stóru myndina úr pússlinu. Og hvað er svo tilveran...?
Þú!!!! Þú ert Veran og tilveran, og innst í miðjunni á þér er vonin og ljósið og allt.
Svo var ég að lesa pistilinn hans Jóns Steinars www.prakkarinn.blog.is
og hann er bara magnaður. Þið bara verðið að lesa hann. Þar deilir hann með okkur hugsunum sínum um örlög þjóðar og þreytu sinni á ástandinu.
Heyrði líka í manni á Bylgjunni í morgun sem sagði að honum liði eins og lambi sem væri verið að leiða til slátrunar. Óvissan algjör og vanvirðingin og fyrirlitning stjórnvalda gagnvart almenningi í landinum svo algjör að fólk hreinlega missir móðinn. Það var átakanlegt að heyra um hversu fólki er farið að líða illa í þessu fáránlega ástandi. Þetta hlýtur að teljast stórvægileg áfallaröskun að standa frammi fyrir að missa allt sitt og vera í frjálsu falli í margar vikur. Og enginn að bregðast við á neinn hátt. Þetta er bara ekki hægt!!!
Veit að það eru einhverjir sem ætla að mæta í hádeginu klukkan 12.00 og slá skjaldborg um Alþingishúsið...svona táknrænn gjörningur að standa vörð um lýðræðið okkar. Birgitta Jóns bloggar um það. Best ég verði með í því.
Mér finnst betra að gera eitthvað frekar en ekki neitt. Krafturinn býr jú í okkur sjálfum og til einhvers verður að nota hann.
Ég ætla að láta eina ósk útí loftið og sjá hvað verður úr henni..en hún er sú að fólkiið í landinu mæti á Austurvöll á laugardaginn og standi upp fyrir sjálfu sér og gegn þessari fyrirlitningu og vanvirðingu sem okkur er sýnd á meðan við erum hædd og smáð og rænd öllu okkar. Það minnsta sem við getum gert er að sýna að okkur er ekki sama. Það er bara fáránlegt að fara í einhverjar hártoganir um hverju nákvæmlega sé verið að mótmæla..hvað standi á skiltunum....af hverju það sé gert svona eða hinsegin..aðalatriðið er að sýna samstöðu með hvert öðru og gera stjórnvöldum ljóst að við ætlum ekki óspriklandi niður með þjóðarskútunni. Bara alls ekki!!!!
Þetta átti ekki að verða kreppublogg..en kreppan er farin að renna um æðar mér eins og þykkt blóð. Og mér rennur blóðið til skyldunnar.....og ég trúi orðum Gunnars Dal.
Ég er Vera!!
Tilveran og við...Það ekkert sem getur slitið það í sundur.
Svo VERUM eitthvað almennilegt og látum ljós okkar skína inn í samfélagið okkar á þessum myrku tímum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 311441
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Já sem betur fer eigum við svona gimsteina eins og Gunnar Dal. Það væri nær að hafa svona hugsandi fólk með í stjórnun landanna..af hverju eru vitringarnir aldrei hafðir með. Heldur einhver að það sé bara hægt að byggja þjóðfélög á hagfræðum eða stærðfræði?? Okkur veitir ekkert af því að hafa svolitla heimspeki, siðfræði og mannskilning með í siglingunni á þjóðarskútunni. Alvöru fólk sem dettur ekki beint á hausinn ofan í græðgis og spillingarpottana. Sem getur haft hemil á sér og í alvöru borið hag landa sinna fyrir brjósti. E
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 10:00
Þetta var ég að lesa á blogginu hjá Birgittu Jóns..www.birgitta.blog.is.
Hriklalegt.
"Nú rétt í þessu voru að berast ábendingar frá OECD að ef að Ríkisstjórnin víki ekki frá nú þegar sé staða okkar sú skelfilegasta sem menn hafa séð gerast í vestrænu ríki síðan í seinni heimstyrjöldinni!
Núna sem aldrei fyrr verðum við að standa saman og láta allan heiminn vita af því að við íslendingar látum ekki bjóða okkur meir en komið er af skelfilegum atburðum sem einkennast af spillingu, valdagræðgi og hroka yfirvalda sem hafa sett okkur út á kaldan klaka og er nú mest umhugað að bjarga eigin skinni en ekki hagsmunum hins almenna íslendings. Viljum við leyfa þeim að halda þessu ÁFRAM? Er ekki komið nóg? Erlend stjórnvöld og stofnanir vilja ekki lána okkur peninga þar sem þeir treysta ekki núverandi Ríkisstjórn. Þetta kostar okkur gífurlegar fjárhæðir með hverri mínútu sem líður og menn vilja ekki víkja vegna ótta við að upp komist um spillinguna sem þeir halda utan um. Hverju höfum við að tapa? Erum ekki nú þegar rúin trausti og orðin gjaldþrota, er það ekki nóg? Eftir hverju erum við að bíða?"
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 10:19
Þetta er svo það sem Prakkari segir á sínu bloggi um viðkomandi efni...
Katrín þetta er algerlega húrrahrópandi rugl og hystería gerð til að fá einhverjar hræður til að haldast í hendur á austurvelli í dag. Lýðskrumið lætur ekki að sér hæða.
OECD hefur ekkert með að blanda sér í innaríkismál, setja stjórnvöldum afarkosti né hlutast til um stjórnsýslu. Þetta er stofnun sem sér um skýrslugerð um efnahagsmál og veita ráðgjöf. Þeir gefa ekki yfirlýsingar, heldur gefa fræðileg álit.
Þvílík andskotans della í þessu fólki! Ætlar það endanlega að grafa undan trúverðugleika þeirra örvæntu einstaklinga, sem af veikum mætti vilja mótmæla kúgun og stjórnleysi? Nú er nóg komið.
Það er greinilegt að maður verður að stíga varlega til jarðar á þessum tímum...hvernig á fólk eiginlega að vita hvað er hvað??
Ef yfirvöld væru hér með upplýsingaskylduna sína á hreinu og segðu okkur hvað er hvað og hvað er á seyði væri kannski hægt að lesa betur í allar aðrar upplýsingar sem streyma um allt á netinu. Stundum held ég að þessi upplýsingastífla sé hreinlega partur af því plani til að gera okkur öll kolrugluð. Svei mér þá. Farin að fá mér kaffi og rok.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 11:16
takk, þú stendur þig vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.11.2008 kl. 12:07
Ég sá vitalið við Gunnar Dal og manni hlýnaði í hjartastað.
Kær kveðja Katrín mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.11.2008 kl. 12:20
Hann kenndi mér þegar ég var unglingur en þá var hann gamall. Hann beinir sjónum okkar að hlutum sem margir hugsa ekki mikið um.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 12:36
Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 13:23
ZÚ ert AEDI, frábaer og allt! Knús á zig og baráttukvedjur handan hafs!
www.zordis.com, 12.11.2008 kl. 16:37
Þú ert alltaf jafn frábær í því Katrín mín að koma hugsunum þínum og skoðunum á blað.
Svava frá Strandbergi , 12.11.2008 kl. 17:53
Vil bara benda ykkur á blogg www larahanna.blog.is en þar koma upplýsingar um þessi ummæli frá OECD fram.
Ég leiddi gamla konu með grátt hár og prjónahúfu í dag þegar við mynduðum hringinn í kringum alþingishúsið okkar og gerðum heiðarlega tilraun til að standa vörð um lýðræðið. Þetta var flottur gjörningur og þegar ég stóð í alþingisgarðinum og við löbbuðum öll hægt saman og leiddumst þá jhelltist yfir mig einhver einstök tilfinning. Svona stolt yfir því að vera að gera mitt besta til að berjast fyrir betri framt´+ið fyrir börnin mín og fólkið mitt..íslendinga.
Svo á eftir röltum við nokkur saman niður að höfn til að forvitnast um hvað danska herskipið væri að gera þar..hvort það væri nokkuð hér til að ...ja ég veit ekki hvað. Spjölluðum við einn dana á ensku en hann sagði að þeir væru hér til að taka vistir og í smá hvíldarfríi.
Þeir sigla á morgun en þá kemur systurherskip þeirra og hvílir sig í nokkra daga.
Vá hvað ég er farin að þrá hvíld frá þessu frjálsa falli sem við erum nú í..bara fá smá viðspyrnu til að finna fast undir fótum. Frið vel með ykkur kæru bloggvinir..stöndum saman!!! Og takk fyrir falleg og hlý orð!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.