13.11.2008 | 08:49
Framkvæmdastjóri geðmála hjá WHO hlær að óhamingju Íslendinga......
....og annar aðili þar sagði þegar hann vissi að viðmælandinn væri íslendingur.."já fátæka fólkið" og hló!!! Mér finnst þetta hreint ekkert fyndið..að fátækt og óhamingja okkar séu aðhlátursefni. Þetta má lesa á baksíðu moggans í morgun.
Á heimurinn eftir að fá geðveikisleg hlátursköst þegar við verðum svo endanlega gjaldþrota, niðurbrotin, svelt og kúguð? Hlæja meira eftir því sem eymdin vex??? Hvernig í ósköpunum hefur ímynd þjóðar farið svo illa að þjáningar okkar og þrautir þyki hlægilegar??
Við verðum að standa upp og halda sjálfsvirðingunni kæru landar..þó svo að við höfum ráðamenn og embættismenn sem eru greinilega búnir að missa allt samband við raunveruleikann og einhversstaðar týnt viti og visku og geta ekki tekið neina þá ákvörðun sem gæti orðið okkur hinum til góðs.
Málið er að þeir eru haldnir hugarmeini sem er sýkt af vondum grunngildum og þar sem græðgi og valdafýsn ræður ferðinni. Bara fársjúkt fólk.Sem skilur ekki eigin veikindi og sér ekki út úr augum. Ráðaleysið algert. Og það gengur ekki að þau ráði ferðinni og afleiðingarnar verði stöðugt sjúklegri..svo sjúklegar að heimurinn hlær að þrautum okkar sem fara bara vaxandi með hverjum deginum sem líður.
Núna verðum við að standa saman og koma þessu liði frá...látum ekki þvinga okkur í bandalög sem setja á okkur þumalskrúfur og er skítsama hvernig við höfum það.
Við verðum að fá neyðarstjórn sem fyrst, og bæði innlenda og erlenda rannsóknaraðila sem við treystum til að hjálpa okkur að koma okkur á rétt ról og taka svo tíma í að endurbyggja samfélagið okkar á okkar forsendum. Aðila sem geta gefið okkur svör um hvað er hvað..hvaða lög gilda og eftir hvaða reglum við þurfum að vinna. Eitthvað sem gefur okkur grunn til að standa á, botn til að spyrna í...svo við hættum að vera eins og þjóð sem er að sökkva í botnslaust drullusvað, meðan ráðamenn í hroka sínum hanga á einhverjum leynifundum þar sem þeir halda áfram að skipta með sér ránsfengnum.
Ég trúi því að við venjulega fólkið séum alveg ágætisfólk og að það búi bæði í okkur heilmikið vit, skynsemi,dugnaður , kjarkur og manngæska. Þurfum við eitthvað meira til að skapa hér samfélag sem við getum unað sátt við okkar??? Getum við ekki kallað eftir hjálp utan úr heimi...kært stjórnvöld og ræningjana sem hafa rænt okkur öllu??
Vinnum tíma til að taka skynsamlegar ákvarðanir..ekki ana að neinu sem vanhugsaðar aðgerðir veikra stjórnvalda hafa þröngvað okkur í. Við megum ekki fara í einhverjar skyndireddingar..við verðum að hugsa lengra fram í tímann vegna barnanna okkar og þeirra sem eiga eftir að byggja þetta land til framtíðar.
Hættum að vera aðhlátursefni og komum þessu fársjúku valdamönnum og konum frá strax og vöndum okkur svo með framhaldið.
Og ef einhver telur að hlutir séu í fínu lagi hjá þessari þjóð mæli ég eindregið með að sá hinn sami sitji heima á laugardaginn meðan við hin mætum á Austurvöll og tjáum með því andstöðu okkar við þennan furðulega farsa sem við erum öll lent inní og komumst ekki útúr sama hvað við spriklum.
Eins og þið kannski heyrið er ég búin að fá nóg af því að vitsmunum mínum og buddu sé nauðgað hvern einasta dag. Bara alveg nóg!!!! Og ég veit að þið fyrirgefið mér að halda mig ekki á mottunni með orðaval....en stundum verður maður að fá að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 311441
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Ástæðan fyrir að við eru aðhlátursefni er að við höfum komið fram með ótrúlegum hroka sem engin önnur þjóð hefur vogað sér. Teljum að við séum best og klárust, gerum strandhögg í öðrum löndum og göngum um eins og við eigum heiminn. M.ö.o., við Íslendingar erum fávitar, allir vita það nema við sjálf. En nú fáum við að læra. Besta loftið, besta vatnið, besta hvað ... þvílíkt bull og kjaftaði. Það þola okkur engir... einfalt.
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:21
Já mér brá dálitíð þegar ég sá baksíðu moggans! Fremur ósmekklegt finnst mér að hlæja að þjóð í nauðum verandi framkvæmdastjóri geðmála hjá WHO
Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 09:38
Fyrirgefðu Gaui minn..ég bjó lengi erlendis og kynntist fólki frá mörgum mismunandi löndum og þeim fannst ég ekki fáviti, Og mér fannst ég heldur ekki best og mest í öllu. Ég hreinlega tek ekki undir að almenningur á íslandi eigi sök á þessum vanda og eigi þessar svívirðingar skildar. Þeta er ferlega vond tilfinning að heimurinn hæðist að okkur og líti niður á okkur en við verðum bara að bíta í skjaldarrenndur og bryðja þakrennur...og fá tækifæri til að sýna veröldinni um hvað við erum raunverulega. Við almenningur á íslandi.
Og burt með þetta pakk sem hefur komið okkur í þessa aðstöðu NÚNA!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.11.2008 kl. 09:39
Hlátur er auðvitað spennulosandi og því góður. En það á vitanlega við um þolendur streitu og erfiðleika en ekki þá sem hlægja á kostnað annarra.
Forkastanlegt alveg hreint hvernig komið er fyrir okkur Íslendingum!
Soffía Valdimarsdóttir, 13.11.2008 kl. 10:37
Við þurfum að finna leið þannig að við getum snúið vörn í sókn og borið höfuðið hátt. Leið sem setur ekki byrðar á börn okkar. Ég held að þessi leið sé til. Hún kostar okkur ekki neitt. Börn okkar þurfa ekkert að borga. Allir geta borið höfuðið hátt, ef rétt er að málum staðið. Bæði við og bretar.
Sjá tillögu mína hér.
Ágúst H Bjarnason, 13.11.2008 kl. 12:23
Ásdís Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 12:59
Við höfum ekki komið fram af hroka heldur hafa yfirvöld gert það. Stjórnvöld eru orðin svo vön því að valta yfir almenning og túlka löggjöf af hentisemi að þau halda að þau komist upp með það sama gagnvart stjórþjóðum.
Mesta hættan sem steðjar að þjóðinni núna er að sitja uppi með þessa ríkisstjórn
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 13:05
Ha ha kreppukall..þú kemur mér í gott skap með bjartsýnistakkanum þínum
Mér líst vel á að taka með potta og sleifar og vera með hávaða á laugardaginn. Og já..verðum við ekki bara að taka þetta daglega núna næstu vikurnar..eða þar til þessi stjórn er farin frá og allt spillingarliðið með henni.
Við verðum að átta okkur á að tíminn er núna og það munar um hvern og einn einasta íslending. Það sem gefur svo tilefni til bjartsýni er það að það eru fjölmargir hópar af alls konar fólki að funda og vinna daga og nætur að þessum óumflýjanlegu breytingum sem við þurfum að gera á næstu misserum..það gefur mér von og kraft.
En við verðum að berjast...ekkert af þessu mun koma á silfurfati!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.11.2008 kl. 14:12
Jakobína - Við erum ríkisstjórnin :)
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:51
Mikið á ég erfitt með að þola þessa misnotkun á orðinu við (í meiningunni öll þjóðin) en ég tala bara fyrir mig (þetta á þó ábyggilega við um fleiri) þegar ég tek það fram að ég hef mjög sjaldan komið til útlanda. Hvað þá gert þar einhver strandhögg eða fengið tækifæri til að koma þar fram þannig að aðrir en ferðafélagar mínir tækju eftir því.
Ég á heldur ekkert sæti í þessari ríkisstjórn. Hún starfar ekki í mínu umboði. Ég kaus ekki þá sem fara með völdin núna. Hef ekki notið þess að sjá það sem ég hef kosið í alþingiskosningunum í einhverja áratugi. Það getur vel verið að þeir sem vilja endalaust varpa ábyrgðinni á því hvernig komið er hafi gert sig seka um allt ofantalið. Meirihlutinn á hins vegar lítinn sem engan þátt í þeim glæpum sem valda því að Íslendingar eru nú rúnir virðingu og trausti.
Katrín: Flottur pistill hjá þér Þú hefur fullt tilefni til að vera reið og ég sé ekkert að því þó þú látir það koma fram stöku sinnum í skrifum þínum.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.11.2008 kl. 20:28
Rakel - Við merkir þjóðin. Þjóðin er ríkisstjórnin á hverjum tíma í lýðræðisaamfélagi því hún kaus hana. Þannig er það túlkað.
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:23
Ég var búin að átta mig á að það væri þín túlkun. Ég þarf hins vegar alls ekki að samþykkja að hún sé rétt. Ég er búin að gera grein fyrir því hvers vegna ég geri það ekki.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.11.2008 kl. 00:25
Rakel, það er ekki mín túlkun, en þannig er það túlkað á alþjóðavísu, meira að segja þjóðir sem hafa einræðisherra (ekki lýðræðilega kjörníin stjórnvöld) hafa þurft að greiða skaða sem þeir valda.
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.