13.11.2008 | 14:33
Ég myndi sko taka mér stöðu með ykkur ef ég væri ekki hrædd um að fá sekt á bílinn minn...
....sagði kona ein í gær þegar við sem stóðum hönd í hönd kringum alþingishúsið..kölluðum til hennar að koma og hjálpa okkur að standa vörð um lýðræðið. Svo hljóp hún eins og fætur toguðu út á bílastæði. Ég næstum vonaði að hún hefði fengið eina feita á framrúðuna en svo hugsaði ég með mér að ég væri enginn stöðumælavörður.... þó ég sé hins vegar alltaf að taka mér stöðu hingað og þangað um bæinn!
Við vorum alveg að lengja á okkur handleggina um nokkra metra meðan við stóðum þarna í upphafinu og vantaði enn nokkra alvöru íslendinga með svo við næðum hringinn í kringum alþingishúsið okkar.
Önnur kona gekk framhjá..við kölluðum til hennar að koma og aðstoða okkur. Hún veifaði og hrópaði á móti að hún þyrfti að vera annarstaðar....en hún væri með okkur í anda. Mig langaði að æpa á eftir henni og spyrja hana hvort hún héldi að við værum með miðilsfund þarna í miðbænum!! Og það er engum hvítbókum um það að fletta að ef allir þeir sem eru með í mótmælum í anda..væru taldir með værum við fyrir löngu orðin hundraðþúsund og einn á Austurvellinum.
Annars hefði ég ekkert verið hissa á að andi Jóns Sigurðssonar hafi verið þarna á sveimi og reynt að lemja Björn Bjarnason og aðra ráðherra í hausinn..svona rétt til að vekja fólkið og minna þau á um hvað raunverulegt lýðræði snýst!!!
Var bara í framhaldinu að velta fyrir mér hvað sé mikilvægara en að mæta í bæinn á laugardaginn.
Hvort þið gætuð bent mér á mikilvægari gjörning en þann að taka sér stöðu gegn núverandi ástandi??
Eina sem kemur í veg fyrir að ég mæti er að ég er dauðþreytt að draga á eftir mér handleggina eftir strekkingar gærdagsins..en samt hæstánægð með að við náðum hringinn.
Annað hefði verið svo táknrænt ömurlegt.
p.s Við kreppukall erum að spá í að mæta með potta og sleifar og hafa hátt á laugardaginn
Ég er náttla húsmóðir og það bara klæðir mig vel að vera með potta og pönnur í eftirdragi..en fyrst og fremst er ég mótmælandi og mun taka mér stöðu gegn þessum ósóma sem hér viðgengst þar til hann er horfinn. Moka honum ofan í mold og myrkur og stappa svo yfir með skilti sem á stendur..SPILLINGARLIÐIÐ BURT!!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 311441
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Já burt með spillingarliðið
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 14:46
Ég get sagt þér það Katrín mín, að það eru forréttindi að geta mótmælt á Austurvelli. Það er á við góða hreinsun á sálinni að finna samstöðuna, og vera með öllu þessu fólki, sem er að hugsa það sama og maður sjálfur, heyra ræður eins og út úr manns eigin sálartetri, og finna alvöruna sem liggur yfir öllu. Ég verð með ykkur í anda, en ég myndi mæta ef ég væri á svæðinu. Og ég held að ég myndi ekki láta stöðumælasekt stoppa mig, eða einhvern fund. Ég segi bara megi sem flestir mæta og gefið rúm fyrir okkur hin sem stöndum með ykkur í huganum. Við erum þarna, þá líkaminn sé víðs fjarri. Því á þessum dögum skiptir ekkert meira máli en einmitt að sýna samstöðu og losna við spillingaröflin. Spillingarliðið burt !!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2008 kl. 14:50
Ég hef ekki fylgst nógu vel með því ég frétti ekki af þessu fyrr en eftir á. Hefði svo sannarlega mætt ef ég hefði vitað að þetta stæði til, enda mæti ég gjarnan á mótmæli í líkama sem og anda.
Mér fannst þetta verulega flott aðgerð og óska öllum sem tóku þátt til hamingju. Spyr þó hversvegna í ósköpunum löggunni var hleypt inn í hringinn. Hlutverk lögreglu á staðnum er ljóst og leynt að tryggja vald þeirra sem sem hafa komið okkur í ógöngur. Lögreglan ÆTTI þó að vera til þess að vernda borgarana en ekki að hindra þá í að tjá sig og ég sé því ekki að hún hafi neinn siðferðilegan rétt til að skipta sér af því hverjum er hleypt inn í alþingishúsið OKKAR.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 14:57
Nú eru sannkallaðir neyðartímar og NÚ Á RÚV að sinna hlutverki sínu sem fjölmiðill allra landsmanna og senda beint frá Útifundinum á Austurvelli svo öll þjóðin geti tekið þátt þó hún sé ekki í höfuðborginni..og þar með fengið þessa sömu tilfinningu um samstöðu og við hin sem erum á staðnum.
Sendum öll áskorun á Rúv....þetta er þeirra hlutverk á neyðartímum. Það er ekkert sem er mikilvægara að sjónvarpa beint eða útvarpa á laugardaginn.og ég fæ froðukast ef einhver talar um fótbolta núna. Sammála???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.11.2008 kl. 15:00
ég verð nú að vera með ykkur í andanum, er of langt í burtu.
frábært að það er fólk sem er að mótmæla, ég skil ekki að ekki allt ísland sé ekki að því !!!!!
KærleiksLjós frá Steinu í Lejre
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 16:17
sammála bein útsending frá Austurvelli.. skyldan kallar á alla að mæta..
það er ekki eftir neinu að bíða.
það á að hittast á austurvelli í kvöld kl 2000 og takast í hendur og standa saman án þess að krefjast neins sérstaks bara standa saman ..
held að sá hópur heiti STÖNDUM SAMAN eða eitthvað þvíumlíkt..
nú þarf fólk að standa saman...
Hinrik Þór Svavarsson, 13.11.2008 kl. 17:49
Frábaert framtak og zad er vissulega zarft ad standa saman ... Hins vegar eru mjög margir sem fljóta bara med og taka enga afstödu og eru sennilega trilljón ástaedur fyrir zví.
Andi minn sameinast med ykkur í baráttunni!
www.zordis.com, 13.11.2008 kl. 18:15
Auðvitað á RÚV að sjónvarpa og útvarpa beint frá mótmælafundunum á Austurvelli! Af hverju hefur engum dottið það í hug. Það er fólk út um allt land sem stendur með ykkur og langar til að heyra og sjá það sem fram fer.
Við hérna á Akureyri ætlum að ganga til lýðræðis n.k. laugardag á sama tíma og útifundurinn stendur fyrir sunnan. Tilgangurinn er m.a. sá að sýna samstöðu með þeim sem standa vaktina þar fyrir okkur úti á landsbyggðinni. Auðvitað verð ég ein þeirra sem mæti í þessa göngu! Baráttukveðjur
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.11.2008 kl. 20:07
Hér átti að vera þessi fína mynd, en hún bara vildi ekki peistast.
Verð með ykkur í anda á laugardag.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:07
Úje
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.11.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.