21.11.2008 | 15:08
Skoðið þetta.
www.iceland-calling.this.is
We, the People of the Republic of Iceland in this period of economic turmoil and near national bankruptcy, declare to the International Monetary Fund, to the Central Banks of all our neighbouring countries and to their respective governments, that it is not in the interest of the people of Iceland that our current government receive loans from anyone.
It is precisely because of corruption in government and severe mismanagement of economic and monetary policy, that Iceland is now in such a sad and shameful position. Since we believe that a more politically accountable and civilised government is now crucial in order to ensure an effective implementation of economic recovery and reconstruction, a change has to be made in government to restore trust and credibility, domestically as well as internationally.
We are working hard to press for early elections and are convinced that they will result in a new government followed by a new professional governance structure.
Until then,
Please do not deliver the money.
MOVEMENT FOR A NEW REPUBLIC IN ICELANDsee the signatures
Við, íbúar íslenska lýðveldisins,
á þessum tímum efnahagsþrenginga og yfirvofandi gjaldþrots þjóðarinnar, viljum koma því á framfæri við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Seðlabanka grannþjóða Íslands og ríkisstjórnir þeirra að það sé ekki til framdráttar fyrir íslensku þjóðina að núverandi ríkisstjórn taki við lánsfé ykkar.
Vegna spilltra innlendra stjórnmála og óstjórnar efnahags- og peningamála stöndum við nú andspænis þessum efnahagsþrengingum. Við trúum því að stjórnmálaleg ábyrgð og siðleg stjórnsýsla séu frumforsendur þess að hér komist á raunverulegur efnahagsbati og ný skipan fjármála. Til þess þarf að skipta um ríkisstjórn svo endurvekja megi traust og trúverðugleika bæði innanlands og utan.
Við krefjumst þess að kosningar verði haldnar sem fyrst og við erum sannfærð um að þær leiði til nýrrar og bættrar stjórnskipunar. Þangað til,
Vinsamlegast afhendið ríkisstjórn Íslands ekki lánsfé.
HREYFING FYRIR NÝJU LÝÐVELDI Á ÍSLANDI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Endilega skoðið hvað fólk er að skrifa þarna inn og skráið ykkur með.Hugsið ykkur hvað hefur viðgengist hér á eyjunni okkar. Maður verður bara magnvana að hugsa um þetta. En nú segjum við hingað og ekki lengra og stöndum upp fyrir okkur sjálfum og tökum til baka sjálfsvirðinguna og allt það sem hefur verið tekið frá okkur.
Munum svo Austurvöll á morgun klukkan 15.00 og Borgarafundinn í Háskólabíó á mánudagskvöld klukkan 20.00.
Nú ríður á að sýna alvöru samtöðu kæru landar. Það er allt okkar líf og framtíð í húfi. Lifi lýðræðið!!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 17:02
Þannig að meiningin er að reyna að koma í veg fyrir lánið og lifa bara við gjaldeyris- og innflutningshöft? Eða hvað?
Svala Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 17:13
Almáttugur, er fólk endanlega að ganga af göflunum? Og hvað á að koma í staðinn? Endanlegt þjóðargjaldþrot og örbirgð?
Danadrottning (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 17:16
Utanþingsstjórn strax! Þau seku eru enn við stjórnvölinn og í bönkunum. Við látum ekki siðspillta fyllibyttu aka sjálfa af slysstað með okkur í aftursætinu!
Ævar Rafn Kjartansson, 21.11.2008 kl. 17:56
Í staðinn fyrir það sem við höfum núna er hugmyndin að fá óspillta stjórnendur og alvöru lýðræði. Og að lánin sem við fáum fari í hendur þeirra sem við treystum til að setja þjóðarhag númer eitt tvö og þrjú. Við erum á leið í þj+oðargjaldþrot og örbirgð..og með bullandi vantraust á bkinu og spillingaröflin enn á fullu.
Haldið þið að nú sé bara beinn og breiður framundan af því að Imf gaf grænt ljós á lánið?? Og að allt í einu muni stjórnvöld breytast og forgangsröðunin breytast og einkavinavæðingin hverfa?? Og allt verði eins og í ævintýrunum..Hókus pókus og allir góðir og hæfir? Bara að gefa Geir og co tíma til að láta björgunaraðgerðirnar virka. Trúir virkilega einhver enn á þessi skötuhjú? Ég segi bara eins og þið en beini vantrú minni að þessum hugsunarhætti..almáttugur..er fólk gengið af göflunum?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 18:00
Hver á að skilgreina það hverjir eru "óspilltir stjórnendur"? Ætlar einhver sjálfskipaður hópur að taka sér það vald, eða er nóg að vera með flokksskírteini í VG?
Og með hvaða fjármagn eiga þessir "óspilltu" stjórnendur að vinna, ef IMF lánið er afþakkað? Í alvöru, þá held ég að fólk verði aðeins að beita skynseminni áður en farið er af stað með svona herferð.
Svala Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 18:30
Ég hef fulla trú á að það sé til heiðarlegt og gott fólk sem getur tekið þessi verkefni að sér...og fínt að það fari fram hressileg umræða um allt sem snýr að því hvernig framtíð við viljum byggja hér upp. Og hvaða leiðir eru færar. Auðvitað eru ekki allir sammála og verða aldrei. Við megum samt ekki láta óttann við það óþekkta taka yfir..við stöndum á tímamótum þar sem nýjar leiðir geta orðið til en það er í mannsins eðli að velja frekar það sem hann þekkir þó það sé vont frekar en að veðja á það sem hann ekki þekkir. Og talandi um að beita skynsemi..er einhver glóra í að viðhalda kerfinu sem við nú höfum og er það það sem við viljum áfram?? Því verður auðvitað hver að svara fyrir sig. En þjóðin verður að fá að tala og segja sitt álit eftir allt sem á undan er gengið. Það er lýðræði!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 19:51
" Að finna fullveldið í sínu eigins hjarta fyrst og lýðveldið í sinni sál "
Legg til að við byrjum á því, þá breytist hitt átakaaust.
kv. vilborg
Vilborg Eggertsdóttir, 21.11.2008 kl. 20:09
Mér líkar ekki að bréfið skuli byrja á ...........Við íbúar íslenska lýðveldisins.
Fólk ætti að fara að hugsa hvað það er eða segja! Þetta er með ólíkindum.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 21.11.2008 kl. 21:51
Eiga þau ekki bara við að þeir sem skrifa undir séu þessir "Við íbúar íslenska lýðveldisins"?
Nú setti ég þetta bréf inn til að skapa umræður. Það gefur innsýn inn í það sem fólk er að hugsa að lesa t.d commentin frá þeim sem hafa skráð nafnið sitt á þennan lista. Mér finnst að þar komi fram margir athyglisverðir punktar sem vert er að hugsa/ræða um.
Og svo finnst mér innleggið frá Vilborgu flott. Velti fyrir mér hvort við séum nokkuð að týna lýðræðinu úr sálinni og hvort við gerum okkur grein fyrir hvað raunverulegt lýðræði snýst um.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.