Leita í fréttum mbl.is

Þetta er gleðilegt jólablogg með smá mótmælaívafi:)

Friðarboðskapur

Nú ætla ég ekkert að hlusta né horfa á fréttirnar. Það er ekki fyrir venjulegt fólk að fylgjast með ruglinu og lygaspunanum sem vellur upp úr ráðamönnum og konum sem muna ekkert hvað þau sögðu eða hvenær. Og ekki er það nú alveg samkvæmt jólaboðskapnum að muna ekkert eftir því hvað stendur í boðorðunum..ha?

Þú skalt ekki ljúga..þú skalt ekki stela.

Var það ekki einhvernveginn svoleiðis? Til hvers eru menn að þramma á eftir prestinum í Dómkirkjunni og krossa sig bak og fyrir þegar alþingi er sett ef þeir ætla svo ekkert að fara eftir reglunum?? Er þetta bara einhver sýndarmennska. Ekki að þeir kunni hana ekki upp á tíu. Sýndarmennskuna.

Má svo sem bæta við einu orði..  svona nútíma boðorði.  Þú skalt heiðra þjóð þína og land og aldrei láta eigin hagsmuni ganga framar hennar hagsmunum né fólksins í landinu.

 Ég ætla að anda inn og anda út því fáránleikinn sem er yfir og allt um kring hefur ekki góð áhrif á mig. Ég ætla bara að hlusta á jólalög, kaupa fallegar gjafir til að senda til Sunnevu minnar og Matt í englandi...kannsk íslenskan kjötbita og konfekt með. Fylla svo pakkana með móðurlegu jólaknúsi og kossum. og íslenskum mjúkum jólasnjó.

englasöngur

Svo ætla ég að MÓTMÆLA sem aldrei fyrr á morgun. En í dag ætla ég að vera í jólafríi og finna englaorku fylla hverja taug.

Eigið góðan dag kæru bloggvinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gott að taka sér frí frá öllu þessu í smá tíma það alla vega hef ég reynt að gera undanfarna viku og gengur bara vel hehehe... 

Njóttu dagsins Katrín mín.

Ía Jóhannsdóttir, 5.12.2008 kl. 10:01

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég náði að kúpla mig aðeins út úr þessu ruglástandi í gær, með því að fara á jólatónleika Árbæjarskóla, þar sem sonardóttir mín syngur

Sigrún Jónsdóttir, 5.12.2008 kl. 10:30

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er líka að safna kröftum fyrir alvöru byltingu....eina sem ég veit er að svona órettlæti og vanvirðing getur ekki virkað. Hvar eru neyðarlög fólksins í landinu..hvernig í ósköpunum á það að verja sig og sína gegn svona yfirgangi og valdníðslu??  Hauslaus yfirvöld sem ekkert muna og gera sér egna grein fyrir ástandinu í raunveruleikanum...verða að VIKJA!!

Svona verður ekkert svæft með einhverjum jólabjöllum..oh nei. En ég ætla samt að vera á jólaskýji í dag og taka mér frí frá fréttunum. Best að baða sig og snurfusaf fyrir bæjarferðina. Jussumía hvað það er erfitt að gleyma geggjuninni...ruglinu og bullinu. Geri bara smá einkabyltinu í dag og versla bara við fáa utvald og nota valdið sem ég hef í buddunni. Það fær sko ekki hver sem er mína aura þó þeir séu ekki margir og telji enga milljarða. Hvort ætti ég að nota white Musk bodylotionið mitt eða þetta nýja??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 10:50

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að lygin og óheiðarleikinn í ráðamönnum, fari verr í mann, en ég geri mér grein fyrir.  Þetta er ótrúlegt, og að þau skuli virkilega ætla að sitja sem fastast, og virkilega halda að þau geti leitt okkur út úr vandræðunum, sem sífellt aukast og stækka, fyrir sleifargang þeirra og þeirra pótintátum, eins og til dæmis Davíðs Oddssonar, sem er orðin sorglegt dæmi um veruleikafyrrtan mann, sem þekkir ekki sinn vitjunartíma, náttúrlega ekki frekar en þau hin.  Burtu með ykkur, við viljum nýja strauma, nýtt Ísland, réttlæti, heiðarleika og andlega fegurð.  Er það til of mikils mælst ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2008 kl. 12:08

5 Smámynd: Hugarfluga

Mikið vona ég að þú náir einum góðum degi með ró og frið í hjarta, elsku Katrín mín. Sýnist vera stutt í reiðina hjá þér (sem er alveg skiljanlegt) og það gerir manni sjálfum ekkert of gott til lengri tíma.

Knús og englakossar á þig.

Hugarfluga, 5.12.2008 kl. 12:18

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir elsku Katrín.  Eigðu ljúfa helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 12:25

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Auðvitað er ég reið.....hver verður ekki reiður þegar það er svínað á honum og valtað yfir hann aftur og aftur, lygum og blekkingum beitt alveg hikstalaust. Mér finnst það merki um heilbrigði að bregðast við slíkum ósóma. Það er betra að vera reiður í svona ástandi en dofinn eða þunglyndur...reiðin getur nefninlega hrint hlutum af stað...sem þurfa að breytast. Hafið samt engar áhyggjur af mér..ég er ekkert að tapa mér...þó mér svíði að horfa upp á þessa spillingu og rugl alla daga. Og það sem er verst er að það eru engin merki um breytta stjórnarhætti. Gerir það ykkur ekkert áhyggjufull??? Að framhaldið verði bara eins og áður???´

Hugarfluga mín...hafðu það náðugt..enda eiga verðandi mæður ekkert að vera reiðar. Bara slapppa af og undirbúa sig fyrir verkefnið stóra.

En ég get lofað þér því að þegar þú ert orðin mamma þá kemstu í kynni við áður óþekkta  tilfinningu sem lætur þig berjast eins og ljónynja fyrir barni þínu og framtíð þess. Og kynnist tilfinningunni um reiðina sem heltekur mann þegar afkvæmum manns er ógnað eða þau seld í fjárskuldbindingar fyrir ræningja. Gerð að galeiðuþrælum fyrir gamblara. Það sættir sig engin móðir við.

Gangi vel...og láttu vita þegar litla músin þín er komin í heiminn..

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 12:36

8 Smámynd: Aprílrós

Góða helgi elskuleg ;)

Aprílrós, 5.12.2008 kl. 12:38

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

knús frá mér, sem hef engla allt um kring, líka yfir sænginni minni.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 15:48

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

....ahhhhh!

Góður dagur og gott fólk...og frábær nýju lesgleraugun mín. Nú sé ég allt betur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 16:46

11 Smámynd: www.zordis.com

Gleðileg mótmæli og jóla trumms og alles!

Alltaf gott að lesa orðin þin. Við hjónin áttum kósý stund og var hugsað til þín, knús á þig elskuleg og bestu kveðjur í kotið þitt! Það er komið að pakkadögum sem senda þarf yfir hafið. Mikil ást og gylltur pappír yfir ....

www.zordis.com, 5.12.2008 kl. 19:07

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það væri gott ef stjórnmálamenn lærðu boðorðin.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.12.2008 kl. 23:47

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndislegt, Katrín. Þessar myndir minna mig á myndirnar hennar Erlu Stefáns, sem segist sjá þetta alltsaman (og rengi ég það ekki, NB)

Gangi þér vel í mótmælum á morgun, þú heldur uppi merkinu. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:34

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk Guðný mín...það er alltaf róandi að setjast niður og mála engla.

 Zordísin mín..ást og gull móttekið hérna megin...allir að komast í jólaskap í slyddunni. Bara hressandi að þramma með blöðin í morgun og skoða um leið öll jólaljósin sem prýða gluggana í vesturbænum. Gott ef ég sá ekki líka nokkra engla á sveimi yfir neskirkju....bæði fjólublá og bleika. Það var sko jólalegt.

Knús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.12.2008 kl. 07:56

15 identicon

Gleðileg mótmæli.  Varðandi boðorðin, ráðamenn fylgja bara boðorði ljósengilsins: "Gerðu það sem þú villt".  Slíkt boðorð leiðir af sér réttlæti þess sterka, eða þróunarkenninguna, survival of the fittest, frumskógarlögmálið.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 09:09

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir notalega samúðarkveðjuna Katrín mín 

Marta B Helgadóttir, 6.12.2008 kl. 16:07

17 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Æðislegar þessar englamyndir hjá þér. Hafðu það sem best.

Sigríður Þórarinsdóttir, 7.12.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband