18.12.2008 | 09:16
Hvernig sérðu nýja árið fyrir þér.. hvað gerist árið 2009?
Ég hef verið að velta þessu fyrir mér og spá og spekúlera hvernig allt verði eiginlega. Það sem ég heyri af fólki í kringum mig eru pælingar um það að flytjast af landi brott..sumir eru að klára uppsagnarfrest, aðrir með hrikalegar áhyggjur af heimili og framtíð fjölskyldunnar sinnar meðan aðrir yppa öxlum og ætla að sjá til. Getur vont versnað spyr ég mig daglega þegar ég les fréttir og fylgist með ástandinu.,.spillingunni sem heldur áfram að koma upp á yfirborðið og lekur inn í alla afkima þjóðfélagsins en enginn gerir neitt. Nema auðvitað mótmælendurnir sem eru farnir að láta til sín taka daglega með ýmsum aðgerðum. Gott hjá þeim!!!
Hvernig verður eiginlega þetta samfélag okkar eftir niðurskurðinn á öllum helstu velferðarsviðunum, þúsundir manna og kvenna atvinnulaus og með bætur sem duga ekki fyrir grunnþörfunum, fyrirtækin rúlla yfir og bankar og lögmenn verða á fullu að innheimta..eða á ég að segja kreista... síðustu krónur fólksins til sín eftir stærsta arðrán íslandssögunnar??
Verður hægt að búa hér og hvernig mun sú meðferð sem þjóðin hefur nú fengið koma fram? Halda stjórnvöld í alvöru að reiðin, gremjan, vonbrigðin, örvæntingin og illskan yfir því að ölllu hafi verið kippt undan fjölskyldum landsins muni bara gufa upp í rólegheitunum og á meðan ráðamenn og konur sitja og fullgera hvítbókina þar sem enginn verður dreginn til saka fyrir eitt eða neitt. Já ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki kaldhæðnislegt að senda út jóla og áramóta kortin núna og óska öllum velfarnaðar á komandi ári?
Auðvitað á óskin fullan rétt á sér og hennar eflaust meiri þörf en nokkru sinni áður.....mér sýnist bara að hún muni ekki rætast hjá svo mörgum. Því miður.
Ég er hugsi yfir öllu þessu en mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að geta borið höfuðið hátt og ég spyr mig... Eru ráðamenn þessarar þjóðar að gera allt sem í þeirra valdi stendur svo þessi þjóð geti borið höfuðið hátt? Geta þeir sjálfir borið höfðuðið hátt þegar þeir horfast í augu við sjálfa sig í speglinum og spyrja..."Er ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til að þjóna þeim hagsmunum sem ég var kosinn til? Nei nei og aftur nei eru svörin sem koma upp í kolli mínum. Ég held að ég hafi aldrei haft eins litla trú eða traust á neinu fólki eins og þessu fólki sem hér ræður ferð. Ég ætla ekki einu sinni að setja þau orð á prent sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa til þeirra. Það eru jú að koma jól og gott fyrir sálartetrið að hreinsa huga og hjarta....svo maður verður að spara orðbragðið.
Ég ætla að setja ljós í eldhúsgluggann og pakka nokkrum litlum gjöfum núna og mótmæla svo á laugardaginn eins og alla aðra laugardaga. Svo held ég að ég gerist bara alvöru aktivisti og fari út að hnoða snjóbolta. Svo asskoti góður efniviðurinn í þá núna...hvert ég ætla svo að kasta þeim kemur í ljós.
Árið 2009 ætla ég svo bara að takast á við þegar það kemur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Ía Jóhannsdóttir, 18.12.2008 kl. 09:33
Oh Katrín..ég hef einmitt verið í þessum pælingum í morgun.
Hvað verður eiginlega um þessa þjóð?
Verst af öllu slæmu er ef fólk gefst upp á að heimta réttlæti og heiðarleika af þeim sem eiga að vinna fyrir okkur.
En mig hefur aldrei áður kviðið fyrir nýju ári
Heiða B. Heiðars, 18.12.2008 kl. 10:14
Sama í gangi hér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2008 kl. 10:38
Allt bendir nú til þess að ríkisstjórnin hverfi frá verðtryggingu örorkubóta...hveru lágt munu ráðamenn leggjast í niðurskurði?? Og hvenær verður hátekjuskatturinn settur á af öllu afli??
Svo er fólk hissa á að rúður séu brotnar í fjármaálaeftirlitinu í morgun...og heimtar meira af friðsamlegum mótmælum sem ráðamenn hafa algerlega hundsað!! Því miður er þetta bara byrjunin.
Ríkisstjórnin verður að hreina vel út og fara svo sjálf frá ef ekki eiga að blossa hér upp óeirðir eftir áramótin. Það getur engin manneskja með snefil af sjálfsvirðingu tekið svona ömurlegri og hrokafullri framkomu ofan á arðrán af hæsta stigi án þess að bera hönd fyrir höfðuð sér og sinna og bara setið hjá og brosað eins og Ingibjörg Sólrún gerir við hvert tækifæri!!
Lesið þetta
http://eyjan.is/goto/sme/
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.12.2008 kl. 11:27
Elsku Katrín, ástandið er ekki gott og verður verra áður en það verður betra. EN það verður betra fyrir rest, því trúi ég fullkomlega. Ég hlakka til næsta árs, það verður erfitt þegar "Turninn" hefur hrunið alveg en svo byggjum við upp. Við þurfum að gæta þess að byggja upp í góðri trú og byggja upp nýtt þjóðfélag eins og VIÐ viljum hafa það.
En ég hlakka til, ég er ekki hrædd við það þó það verði erfitt, við Íslendingar getum alveg tekist á við erfiðleika. Reiði hins vegar er alltaf flóknara að eiga við. Nú, þegar loftbólan sem flest okkar vildu ekki einu sinni, er að springa, er loksins hægt að fara að gera eitthvað gott og jákvætt
Gleði, Ljós og Frið til þín og þinna elsku Katrín mín
Ragnhildur Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 12:32
Þeir eru ótrúlega ósvífnir valdhafarnir. Þeir hrófla ekki við hátekjufólki á meðan þeir draga þá sem lítið hafa undir framfærslugetu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.12.2008 kl. 13:15
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 15:44
Nýtt ísland Fæðist árið 2009
Erfiðleikar
Mikil hreinsun Spillingar
Réttlátari Skifting Þjóðarkökunnar
Þjóðin áttar sig að við erum öll Bræður og systur
Umhyggja kærleikur Nýtt ísland
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 17:32
Elsku Katrín! Skiljú, meððér, heyríðér.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.12.2008 kl. 22:22
ditto - þetta með snjóboltana er náttlega best (en ekki samt vera að grýta þeim í mann og annan á jólunum )
halkatla, 18.12.2008 kl. 22:56
Við skulum vona það besta. Það er töggur i þjóðinni, og við eigum svo margt. Við eigum hreint vatn, heitt vatn, fisk í sjónum, nægan mat, meira að segja gætum við ræktað allt okkar grænmeti sjálf. Ég sé fyrir mér að við getum hafið betri og meiri sjálfsþurftarbúskap, hjálpast meira að og stutt hvort annað. En fyrst þurfum við að losna við pakkið sem neitar að fara og þrælsitur og þrælsetur okkur öll hin. Burtu með þau öll sömul. Leyfum nýju Íslandi að fæðast, við eigum nóg af öllu, við þurfum bara að breyta hugsuninni aðeins, það er þetta með fjallagrösin og lopapeysurnar. Kærleiksknús á þig Katrín mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2008 kl. 23:31
Mikið skil ég vangaveltur þínar. Vildi að ég væri völva sem sæi fram í tímann. Sýnist Æsir vera slík og ætla að trúa því sem hann spáir. Mér virðist ekki aðeins speki í orðum hans heldur hljóma þau afar rökrétt. En það besta er að þau gefa von um að lokin verði það réttlæti sem mig dreymir um fyrir okkur öll.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.12.2008 kl. 23:58
Ég held að það sé meiri þörf fyrir velfarnaðaróskir fyrir komandi ár en flest undangegnin ár. Skil þó vangaveltur ykkar um þetta atriði sem vöktu mínar: Kannski ég segi bara: Ég hef áhyggjur af næsta ári og þess vegna finnst mér meiri ástæða nú en áður til að óska þér og þínum velfarnaðar á næsta ári. Er að velta þessu fyrir mér...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.12.2008 kl. 00:45
Elsku Katrín! Ég ætla að halda mínu striki, hvað sem tautar og raular. Ætli við gerum það ekki flest. Jólaknús til þín !
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.12.2008 kl. 23:02
Gleðilega Skötu til þín og þinna mín kæra og megi algóður Guð gefa okkur gleðileg friðarjól!
KNús og Jólakossar ...
www.zordis.com, 23.12.2008 kl. 14:17
Verður maður ekki bara að treysta á kraftaverk ?
GLEÐILEG JÓL!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.12.2008 kl. 16:02
Gleðileg jól elsku Katrín
Marta B Helgadóttir, 25.12.2008 kl. 20:31
Elsku Katrín ég er einhvernvegin svo bjartsýn. Mér finnst einhvernveginn að við munum vinna þetta stríð öll saman. Þegar við höfum komið spillingunni frá kjötkötlunum, og fengið hæft fólk til að hjálpast að við að byggja upp landið okkar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2008 kl. 11:35
Já Asthildur..ég er alltaf að hitta fólk núna sem ætlar að hella sér í báráttuna á nýju ári og hvika hvergi. Við bara megum ekki láta undan þessum hrikalegu spillingaröflum sem gegnsýra þetta samfélag. Uppbyggingin verður að vera alger...þar sem allt virðist rotið inn að beini. En það góða er að það er svo mikið af frábæru fólki í þessu landi sem getur gert breytingar og almenningur þarf að vakna og virkja vonina. Það er allt hægt ef vilji og viska eru fyrir hendi.
Nýtt ár og nýtt ísland. Og....það er margt verið að undirbúa sem hægt er að taka virkan þátt í.
EKKI LÁTA YKKUR VANTA. þAÐ MUNAR UM HVERN OG EINN EINASTA.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.12.2008 kl. 14:33
Hvað er með moggabloggið? Kemst hvergi inn til að gera athugasemdir . Vonandi er ekki verið að draga úr blogginu. Heyrði haft eftir einum fjölmiðlamanni að bloggarar hefðu veitt sterkasta aðhaldið eftir hrunið. Kannski að stjórnvöld vilji ekki meira blogg eða meira aðhald svo þau geti haldið áfram að fela slóðir og mata landslýð eins og þeim hentar? Maður spyr sig.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.12.2008 kl. 04:49
Jæja bloggið komið í lag aftur sem betur fer...nú get ég farið að klæða mig og rölta út í myrkrið með blöðin..ekkio oft sem ég vakna SVONA snemma..það er bara einhver furðulega ÓRÓAorka í loftinu núna sem heldur mér vakandi þegar ég ætti að vera að taka fegrunarblundinn minn. Sjáumst!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.12.2008 kl. 05:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.