Leita í fréttum mbl.is

Er öll þjóðin andvaka???

Undanfarnar nætur hef ég átt erfitt með að sofna og það sama hefur átt um aðra fjölskyldumeðlimi. Við verðum syfjuð og þreytt en getum svo bara alls ekki sofnað og erum að ráfa  og rápa hálfa nóttina. En við erum ekki þau einu..ég heyri frá alls konar fólki sömu sögu og hef rekist á það á blogginu líka að fólk er ekki að sofa vel eða hreint ekkert. Hvað ætli valdi..liggur eitthvað í loftinu lævísa eða erum við bara orðinn yfirspennt og kvíðin öll sömul??

Og veðrið er alltof rólegt miðað við árstímann að mínu mati. Kannski er þetta lognið á undan storminum. Það er hver taug þanin en hvað veldur veit enginn. Sumir segja að þegar miklar hörmungar ganga yfir marga í einu finni samvitundin þjáninguna og þar með við öll. Vonandi kemur að því að við lærum að skynja og finna þjáningar bræðra okkar og systra sem okkar eigin. Þá væru svona hörmungarstríð eins og við horfum upp á núna á Gaza ekki möguleg né svona græðgisvæðng fárra á kostnað heillar þjóðar ekki liðin. Þjóðin sæti ekki og spekúleraði hvort réttlætanlegt væri að mótmæla hófsamlega eins og fjármálaráðherra leggur til eða með aðeins meiri ólátum eins og "ungmenni þjóðarinnar! vilja...eða hvort við ættum ekki bara að bíða og sjá hvort lastabælin muni ekki bara lúsahreinsa sig sjálf með vorinu.

Nei þjóðin væri mætt út á göturnar og myndi ekki unna sér hvíldar fyrr en réttlætið sigraði og þjóðararfinum væri rétt og jafnt skipt. Já ég hlakka til þegar við slikjum betur að á einhverjum stað erum við öll eitt og það sem við gerum öðrum gerum við líka okkur sjálfum.

Vá hvað sumir eiga eftir að verða hissa þegar þeir fá sitt tsunami karma yfir sig. Heila flóðöldu af eigin verkum óklippt. Þá þýðir ekkert að reyna að kaupa sér syndaaflausnir fyrir 370 millur. Ó nei.

p.s

ég ætla ekki að byltingarblogga á næstunni því ég er að halda vörð um andlega og líkamlega heilsu mína. Í staðinn ætla ég að stunda skapandi skrif og skrifa ævintýri og ljóð um framtíð án helvítis pakksins..afsakið orðbragðið... ég meina háttvirtra ráðamanna eins og Sigmundur Ernir myndi kalla skrílinn sem týndi hjartanu og lét svo greypar sópa um hirslur gamla fólksins sem var  flutt nauðungaflutningum af dvalarstað sínum til margra ára og troðið í herbergi með ókunnugum og geymt þar....Pinch

Sko!!!   Get ekki hamið mig yfir fáránleikanum og firringunni á þessu skeri.

Eins gott að ég snúi mér bara að ævintýrunum og ljóðunum núna!!!

untitled

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ætli það séu ekki margir andvaka þessa dagana, bæði yfir okkar eigin vandamálum hér heima og svo morðingjunum í Ísrael.  En það er gott að hugsa um eitthvað fallegt, hætta að hlusta á fréttirnar og fara að hugleiða inn á við.  Kærleikskveðja til þín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 12:44

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sem sef alltaf eins og barn get illa sofið núna.

Það er meira og minna vakað á kærleiks.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2009 kl. 13:14

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 7.1.2009 kl. 13:14

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það eiga margir bágt, mjög margir eru andvaka og kvíðnir fyrir framtíðinni.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.1.2009 kl. 15:24

6 identicon

Ég sef eins og lamb, fyrir nokkrum árum hefði ég eflaust rúllað mér upp úr vandamálunum á fullu 24/7, lifði faktískt í fortíð og framtíð, í dag lifi ég bara í mómentinu

DoctorE (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 15:45

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.1.2009 kl. 19:27

8 Smámynd: lillemand

geturðu ekki bara skroppið í Hagkaup og verslað á þessum andvökunóttum :)

lillemand, 7.1.2009 kl. 23:01

9 identicon

Hinir siðblindu sofa vært.  Ég sef vært.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 23:28

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vaknaði Kl 6 í morgunn og er bara nokkuð hress. kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2009 kl. 08:33

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Vá! Hvað þetta er flottur og sannur texti hjá þér!!! Hann er svo flottur að ég get ekki beðið eftir að sjá hvert verður framhaldið hjá þér! Ef skapandi skrifin þín verða jafnmögnuð og þessi fantagóði pistill þá verður þú að stíga á stokk á öllum mótmælum hér eftir og fylla mótmælendur nauðsynlegum eldmóði með textunum þínum.

Kærar þakkir elsku Katrín

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.1.2009 kl. 12:44

12 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég hef einmitt upplifað þetta sama. Sofna samt stundum hræðilega snemma á kvöldin og er svo rumskandi alla nóttina frá kannski kl. 1 eða 2. Kannski er bara of heitt ...

Markús frá Djúpalæk, 8.1.2009 kl. 14:36

13 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ekki ein um að vera andvaka Katrín, ekki ein. Hugsanlega er verið að segja okkur að halda vöku okkar áður en öllu verður komið í hendurnar á sömu landráðamönnunum. Það mun gerast ef við sofnum á verðinnum. Þjóðin verður að fá réttlæti.

Arinbjörn Kúld, 8.1.2009 kl. 22:53

14 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Tek undir með Rakel Var að skoða myndirnar í galleríinu hjá þér hér að ofan og bara endilega mála meira

Máni Ragnar Svansson, 9.1.2009 kl. 19:41

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk fyrir hlýleg orð..gott að næra sálina sína á orðum ykkar. Og takk Máni fyrir commentin í galleríinu. Það er altaf gaman að lesa um hvernig aðrir upplifa myndirnar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.1.2009 kl. 22:24

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku kona, er á leið heim til Íslands í smá heimsókn í lok mánaðarins, gaman væri að hitta þig yfir kaffisopa á kaffihúsi og sjá konu !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 14:34

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já endilega Steina..það væri bara dásamlegt. Nú hef ég eitt enn sem ég get látið mig hlakka til í janúar!! Verum í bandi..þú ert með mailið mitt og ég get sent þér gemsann minn. Gaman gaman!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.1.2009 kl. 19:52

18 Smámynd: www.zordis.com

Gott að hvíla sálina í ljóðum og ævintýralegum skrifum. Svífa af veruleikajörðinni og snerta sálina með fegurðinni sem okkur er ætluð!

Knús á þig elskuleg og njóttu ferðarinnar í gleði.

www.zordis.com, 12.1.2009 kl. 13:46

19 Smámynd: kiza

Búin að eiga ansi erfitt með að róa mig niður fyrir svefn á kvöldin, jafnvel þó ég sleppi koffeini í heilan dag (sem vanalega svínvirkar).  Þær hafa verið þónokkrar næturnar sem ég hef endað með að standa upp og grípa í eitthvað verkefni til að reyna að þreyta mig (árangurslaust oftast).  Svo snýst þetta við á daginn og ég er geispandi einsog köttur :P

Nokkuð viss um að þetta er vegna stress og áhyggja (sérstaklega gagnhvart vinum og vandamönnum sem eiga um sárt að binda í augnablikinu).  Mér finnst ég máttlaus í stöðu minni og ekki nógu 'aktív', of erfitt að koma sér að neinu. 

Þetta gæti líka haft eitthvað að gera með stöðu tunglins akkúrat í augnablikinu...t.d. síðasta laugardag var fullt tungl, og tunglið eins nálægt jörðu og gerist á sporbaug sínum.  Þá er aðdráttaraflið meira og áhrifin sterkari. Máni er nú að færa sig aftur út.

Má einnig minnast á það að það verður 'blámáni' þann 30/1, þ.e.a.s. við fáum 2svar sinnum fullt tungl í janúar ;)  Gaman að þessu. 

-Jóna Svanlaug. 

P.s. mér fannst gjörningurinn með barnamyndirnar á Lækjargötu algjör blússandi snilld!  Svona á að vekja athygli! :D 

kiza, 13.1.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband