Leita í fréttum mbl.is

Hef lítið bloggað undanfarið því Guðlaugur Þór bað mig að blogga VARLEGA!

eða var það einhver annar..bara man það ekki!! 

Og ég hvet hvert einasta mannsbarn á þessu landi að horfa vel og vandlega á Rúv annað kvöld  þegar Borgarafundurinn sem var í gærkveldi verður sendur út til að sjá og heyra með eigin augum það sem við megum ekki vita..og hvernig sumir ráðamenn halda að þeir geti leyft sér að vinna.

Annars fer ég bara VARLEGA og haga mér eins og þaulvanur fréttamaðurBandit

Þöggun Þöggun Þöggun Þöggun Þöggun Þöggun Þöggun 

Og ekki gleyma því að þegar hrókeringarnar byrja hjá ráðamönnunum að það er eins og með þursinn..Þó þú höggvir af honum hausinn sprettur bara annar eins upp í staðinn frá sama búknum.

ERGO Engin breyting bara nýr haus á gömlum grunni. 

p.s ég vil samt þakka Rúv fyrir að senda þáttinn út þó hann hafi ekki verið í beinni..sem hefði verið betra..og þar með koma mjög mikilvægu efni til allra landsmanna sem eiga rétt á því að vita hvað er að gerast. Magnað að sjá þögnina sem ríkir á flestum fjölmiðlunum um efni fundarins í gær. Ekki stafkrókur í dagblöðunum í morgun t.d.

Hvað er eiginlega í gangi og hver stjórnar þessari þöggun svona vel?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vonandi verður fundurinn óklipptur

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég held að þeir sem standa fyrir fundinum taki þetta alltaf upp, þannig að RÚV getur ekkert falið.

Sigrún Jónsdóttir, 13.1.2009 kl. 13:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi verður hann sendur út óklipptur.  Sigrún mín, þeir geta gert það sem þeir vilja ef þeim er til dæmis skipað það ofan frá.  Ráðamenn hafa sýnt það að þeir vilja ekki fá umræður og vitneskju til almennings.  Því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2009 kl. 15:03

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi það var einhver ráðherra sem sagði fjölmiðlum að skrifa varlega, en ég ætla ekki að segja þér hver hann er.

Man það ekki.

Djöfuls verkun.  Þetta er að verða eins og í Sovét.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 15:14

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Litlir fuglar hvísla því nú að Aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar hvetji fólk til að tala varlega á opnum borgarafundum. Hvernig væri nú að allir færu bara að segja hlutina upphátt og þá sérstaklega fjölmiðlar, ráðamenn og sumir embættismenn..þetta hvísl leiðir bara til misskilnings og leiðinda. Annars virðist þetta var eldfimt umræðuefni..þeta með þöggunina og boðin og bönnin sem koma utan úr bæ til þeirra sem vilja tjá sig á mótmælum. Veit af tilfellum sem slík boð hafa hreinlega komið í veg fyrir að viðkomandi treysti sér í talið....en kúgunin er svo mikil að fólk hreinlega þorir ekki að fara gegn banninu. Maður spyr sig ýmissa spurninga þegar svo er komið og hvaðan kemur þetta ægivald og ótti við það??

Við verðum hreinlega að hreinsa úr öllum skúmaskotum þessa samfélags og byrja svo uppá nýtt með almennilegu fólki. Svona lagað gengur ekki lengur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 18:19

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef áttað mig á því í hvaða leik ríkisstjórnin er! Muniði eftir leiknum þar sem ég hvísla einhverju í eyrað á næsta manni og hann hvíslar svo að næsta manni og svo koll af kolli þar til síðasta manneskjan í hringnum á að segja upphátt hverju ég hvíslaði.......?

Það er sjaldan orðið sem lagt er upp með! 

Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 18:36

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segist í yfirlýsingu hafa komið þeim skilaboðum til Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur frá Stokkhólmi að nálgast ræðu sína á Háskólabíósfundinum í gær af varfærni og gæta þess að ganga ekki á faglegan heiður sinn."

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 18:43

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gegnsæi?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 19:52

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hefur Ingibjörg Sólrún ekkert hringt í þig??

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 20:06

10 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Nú fór Ingibjörg Sólrún endanlega með það held ég bara!

Soffía Valdimarsdóttir, 13.1.2009 kl. 20:42

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha ha...já flott samt að hún skyldi bara upplýsa "ekki þjóðina" um hversu umhugað henni er um að vinir hennar segi ekkert ljótt opinberlega við "ekki þjóðina" 

Ingibjörg hefur ekki hringt í mig enda veit hún að ég get ekki bloggað VARLEGA og hef engan faglegan heiður að verja hvort sem er.

Annars var ég nokkuð ánægð með hvernig sjónvarpsstöðvarnar gerðu borgarafundinum skil í kvöld. Blöðin hins vegar eru alveg úti á túni um miðan vetur. Það liggja breytingar í lkoftinu og ég trúi því að það séu einhverjir skjálftar í aðalliðinu núna...og ég þakka mótmæelendum dugnaðinn og úthaldið við að halda á lofti réttmætum kröfum um ræéttlæti og alvöru lýðræði. Og það sem meira er...við hættum ekki fyrr en við náum því takmarki.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband