Leita í fréttum mbl.is

Nú reyna pólitíkusarnir að tala eins og mótmælendur..hahaha!!!

Æ....þetta er súrrealískt fyndið að heyra. Er að hlusta á Sprengisand á Bylgjunni og get ekki betur heyrt en að pólitíkusarnir sem þar sitja reyni nú að tileinka sér málstað mótmælenda og troða honum upp í munninn á sér og reyna svo að frussa honum yfir væntanlega kjósendur sína eins og hann hafi alltaf verið þeirra eigin. Tala núna eins og þeir séu að halda ræður á Austurvelli.

Greyin átta sig ekki á að Íslenska þjóðin er glaðvöknuð og mun ekki láta neitt glepja sig framar. Við erum rétt að byrja og munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en við höfum skapað hér samfélag sem er fyrir okkur öll og á okkar forsendum. Okkar fólksins í landinu. Svo einfalt er það nú. Burt með spillingarliðið..þið getið ekki kastað ryki í augu okkar framar...réttast væri að þið sæuð sóma ykkar í því að hella upp á kaffi hjá nýju lýðræðisöflunum sem nú undirbúa framboð sín og þjónustu og gerðuð þar með eitthvað gagn fyrir fólkið ykkar.

Ég elska ísland og takk takk takk þið öll sem mættuð á þennan magnaða fund á Austurvelli í gærInLove

....ég mun aldrei á ævinni gleyma þessari himnesku tónlist sem við höfum framið hvern dag á potta pönnur og trumbur. Þessi taktur er nú í blóðinu á mér og hjartanu og höfðinu. Mér líður eins og við séum svona tribe sem man allt í einu um hvað hann er og hvaða erindi við komum til að sinna og ekkert geti nú stöðvað þennan kraft sem nú hefur verið leystur úr læðingi.

14

Ahhhh..nú ætla ég að beina sjónum mínum að þeim nýja krafti sem risið hefur upp fyrir nýju lýðveldi og þeirri umbyltingu sem mun óhjákvæmilega verða hér og leyfa gömlu pólitíkusunum og þeirra úreltu eiginhagsmunahugmyndafræði að röfla sig hás.

Ég mun ekki hlusta og það mun þjóðin ekki gera heldur. Vantraust mitt á ykkur er algert og mótmælin munu halda áfram sem aldrei fyrr þar til markmiðum okkar hefur verið náð.

Endilega skoðið þetta og skráið ykkur.

Lengi lifi samstaðan!!!!

www.nyttlydveldi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Búin að skrá mig!

Fundurinn í gær var flottur - alveg ferlega flottur! Mér fannst eins og Magnús væri svona...... beint úr Biblíunni! Hrópandi í eyðimörkinni ;)

Hildur Helga og Jakobína voru góðar.

Guðmundur Andri var frábær! Algjörlega.

Til hamingju með áfangann.

Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það er yndisleg tilfinning að finna að stappið undanfarið er að skila árangri...

....en það toppar ekkert þessa samstöðu sem maður finnur fyrir þessa dagana.
Ég fæ tár í augun bara við tilhugsunina

Heiða B. Heiðars, 25.1.2009 kl. 12:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr!!! því miður hef ég ekki getað hlustað á ræðurnar á rás2, eitthvað ekki í lagi það.  Ég hlýddi aftur á móti á flottar ræður hér heima, en mér var sagt að allavega ein ræðan á Austurvelli í gær sló svo rækilega í gegn, að mig langar til að hlusta. En við munum hafa þetta.  Og ég er búin að skrifa undir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2009 kl. 14:08

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Er að sjálfsögðu búin að skrá mig.  Flottur pistill Katrín og ég er þér svo sammála

Sigrún Jónsdóttir, 25.1.2009 kl. 15:05

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Já, það er merkilegt að velflestir sem hafa komist til áhrifa í landinu geti ekki myndað sér sjálfstæðar heilbrigðar skoðanir nema apa þær upp eftir einhverjum öðrum. En nú er þjóðin vöknuð upp til þvílíkrar meðvitundar að það er von mín og trú að við verðum meira vakandi gagnvart því hverjir fá það ábyrgðarhlutverk að stjórna í framtíðinni!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 15:45

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Að sjálfsögðu er ég búinn að skrá mig. Hér eftir er þróunin undir okkur komin - ekki þeim

Arinbjörn Kúld, 25.1.2009 kl. 22:44

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nú bíðum við bara eftir að sjórnmálamenn mæti með potta og pönnur þegar þeir fara í stjórnmálaslaginn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.1.2009 kl. 00:49

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er að hafast

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2009 kl. 02:13

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alveg frábær tilfinning, samstaða og trú á betri framtíð.

Love you girlie

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2009 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband