27.1.2009 | 14:23
Þung eru sporin mín..
....Þegar ég hugsa til þess að kannski verði áfram vanhæf Ríkisstjórn við völd. Ég vil sjá óháða utanþingsstjórn sem vinnur að hag okkar fram að kosningum og taki rækilega til hendinni og geri það sem þarf að gera.
Hef enga trú á að flokkarnir munu muna eftir okkur í kosningabaráttunni sinni og hagsmunum okkar. Frekar munu þeir stýra björgunarleiðangri sínum að sjálfum sér og hagsmunum sínum...eins og alltaf.
Já svona gerist þegar traustið er farið. Hvernig í ósköpunum á maður að trúa orði af þessum spunavef sem uppúr þeim vellur dagana út og inn eftir að hafa horft upp á þetta leikhús fáránleikans ná nýjum hæðum daglega í marga mánuði og ár?
En ég horfi hugfangin á rauðu skóna mína og hlakka til þegar þessum þungu hnullungum vantrausts og spillingar verður kastað út í sjó og við dönsum appelsínugula búsáhaldadansinn á Austurvelli þegar hin sanna lýðræðisbylting verður ....þegar við kjósum fólk sem við getum treyst og veljum eftir hæfi en ekki hagsmunum auðvalds og framapots.
Og ég veit innst inni í hjarta mínu að einn góðan veðurdag verður það svoleiðis og ég veit líka að það er undir okkur sjálfum komið. Ohhh hvað ég vona að það verði fyrr en seinna. Hef ekki þolinmæði í meira svona rugl.
Hvar er nú potturinn minn og ausan? Tromm tromm bomm....!!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Ó, hvað ég get tekið undir með þér Katrín.
Sigrún Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 14:44
Tek algjörlega undir þetta. Þegar traustið er farið er ekki mikið eftir. Þess vegna megum við ekki leggja pottunum og sleifunum. En fylgjast grannt með, því sigurinn er okkar, það er mótmælunum að þakka að þessi niðurstaða er kominn, en núna er bara vopnahlé. Áfram Nýja Ísland.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2009 kl. 14:57
Sammála
Ásdís Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 15:31
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 17:41
Spurt er af einskærri forvitni:
Hver á að skipa "óháða utanþingsstjórn" ?
Okkar "óháði" forseti ?
Fyrsta grein stjórnarskrár lýðveldisins hljóðar svo
1. gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.
Allt tal um utanþingsstjórn núna er byggt á fullkominni vanþekkingu á stjórnarskránni og íslenska stjórnkerfinu.-
Eiður Svanberg Guðnason, 27.1.2009 kl. 17:42
Íslenska stjórnkerfið og illu heilli stjórnarskráin eru ónýt. Sorglegt en satt.
Markús frá Djúpalæk, 27.1.2009 kl. 18:36
Og nú segja einhverjir: voðalegar úrtölur og neikvæðni er þetta. En til hvers er stjórnkerfið, og stjórnarskráin? Jú, fyrst og fremst til að gera allt líf í landinu skilvirkara og stjórnarskráin er til að tryggja velferð borgaranna (ég vil ekki nota orðið þegnar). Hvorki stjórnkerfið né stjórnarskráin þjóna þessum tilgangi sínum lengur, enda tekur stjórnkerfið óttalega lítið mark á stjórnarskránni. Þessi verkfæri til að þjóna fólkinu í landinu hafa snúist öndverð og nú á fólkið að þjóna verkfærunum. Það gengur ekki lengur og breytinga er þörf. Hvernig sem við förum að því.
Markús frá Djúpalæk, 27.1.2009 kl. 18:42
Sammála
Aprílrós, 27.1.2009 kl. 19:26
Það er heilmikið að gerast og það verður til batnaðar þegar fram í sækir og það eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá.
Jóhanna Sigurðardóttir lætur svo sannarlega ekki kúga sig og hún er mikill mannvinur og óspillt. Hennar tími er kominn að öllum líkindum.
Það verður að hafa stjórn, og smátt og smátt hreinsast til á þeim grundvelli. Ég ætla svo sannarlega að hafa einhverja trú á því að eitthvað verði gert og að við komust í gegnum ástandið og að það verði farið í saumana á öllu sem fór úrskeiðis hér.
Bara það eitt að koma sjálfstæðismönnum frá völdum er stór sigur og vonandi verða þeir ekki í stjórn landsins aftur í langan tíma.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.1.2009 kl. 20:28
Já Katrín ég vissi ekki að þarna væri réttlætið staðsett,þetta væri takmarkið.
Ég mætti til að skapa nýtt Ísland ekki til að skapa ríkistjórn fyrir Vestræna velmegunar sósíalista,ef svo fer sem horfir er sál mín krumpuð og rifin.
Gunnar Þór Ólafsson, 27.1.2009 kl. 20:37
Ef ekkert breytist og flokkarnir fá að stýra pólitískri umræðu í landinu áfram þá verður ESB-aðild það mál sem verður í brennidepli næstu kosninga. Fjölmiðlarnir vinna með og spyrja forkólfa nýrra flokka eingöngu um afstöðu þeirra til ESB Annað verður svæft og gleymt....
Ef við viljum snúa málunum við verðum við að halda áfram! Afsögn ríkisstjórnarinnar er bara áfangasigur. Við eigum töluvert í land enn. Við verðum að minna á um hvað mótmælin snerust. Þau snerust ekki bara um það að hreinsa til á yfirborðinu og skipta um andlit!
Við viljum gera grundvallarhreingerningu. Skipta út hugmyndafræðinni. Henda út nýfrálshyggjunni og setja manngildi ofar auðgildinu. Við viljum lýðræði í stað flokksræðis. Við viljum ryðja burt ráðherraræðinu og færa ákvarðanatökuna aftur til þingsins.
Ef einhver heldur að raddir okkar séu þagnaðar þá hefur sá hinn sami misreiknað sig alvarlega! Sennilega hefur hann heldur aldrei hlustað
Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.1.2009 kl. 20:43
Utanþingsstjórn er í þingræðisríki ríkisstjórn sem tekur við völdum tímabundið þegar ekki tekst að mynda ríkisstjórn eftir hefðbundnum lýðræðislegum leiðum af einhverjum ástæðum. Utanþingsstjórnir eru skipaðar beint af þjóðhöfðingja og stjórna með stuðningi eða hlutleysi löggjafarvaldsins. Þetta felur í sér að stjórnin lætur sér nægja að sjá um daglegan rekstur ríkisins og forðast umdeildar ákvarðanir.
Á Íslandi hefur einu sinni setið utanþingsstjórn, ríkisstjórn Björns Þórðarsonar, sem Sveinn Björnsson ríkisstjóri skipaði í kjölfar þess að formenn stjórnmálaflokkanna gátu ekki komið sér saman um myndun ríkisstjórnar. Utanþingsstjórnin sat í tvö ár 1942 til 1944. Nokkrum sinnum síðan hefur myndun utanþingsstjórnar komið til tals og er stundum talað um hana sem svipu sem forseti hefur til að knýja formenn flokkanna til samkomulags.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 20:59
Einhverjar yfirborðshrókeringar eru ekki það sem við viljum sjá. Við verðum að nota tækifærið og fara í algera uppstokkun á samfélagi okkar og byrja að móta það eftir þörfum og vilja fólksins með hag okkar allra fyrir augum.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 21:01
Við gefumst ekkert upp!!
Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 21:28
Fann þennan pistil um rök gegn utanþingsstjórn....úff hvað við erum í vondum málum. Hvað væri besta lausnin eins og staðan er nú?? Geri mér grein fyrir að það er rosalega margt sem þarf að huga að og er bara að læra eitthvað á hverjum degi og það er erfitt að mynda sér skýrar skoðanir í svona upplausn. En ég er svoooo fegin að sjálfstæðisflokkurinn er farinn frá ogvanhæfa ríkisstjórnin fallin!!
Í fyrsta lagi: Hver á að velja og á hvaða forsendu? Forsetinn, væntanlega? Á þetta semsagt að verða prívatmál manns sem aldrei hefur verið umdeildari en núna og á þá langa sögu? Hver einasti Íslendingur virðist hafa sína eigin hugmynd um það hverjir eigi að sitja í utanþingstjórn, en samkomulag þar að lútandi er vonlaust. Meira að segja hagfræðingarnir eru hver á skjön við annan í hugmyndum um aðgerðir.
Í öðru lagi: Þegar utanþingsstjórnin sat 1942-44, þá var val í hana umdeilt. Talað var um að Sveinn Björnsson, þá ríkisstjóri, hafi einna helst valið einn eða tvo menn sér nákunnuga og látið þá síðan velja hina þrjá samráðherra sína. Þótti veruleg Framsóknarlykt af þeirri stjórn (ég get samt að sjálfsögðu ekki sagt til um hvers konar lykt yrði af nýrri utanþingsstjórn, ef til kæmi).
Í þriðja lagi: Utanþingsstjórn er illa starfhæf, nema hún eigi góða samvinnu við þingið, því að hér á landið fer þingið með löggjafar- og fjárveitingarvaldið skv. stjórnarskrá, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Utanþingsstjórn, sem skipuð yrði í óþökk þingsins, ætti við ramman reip að draga. Utanþingsstjórnin gamla átti í mesta basli með að fá samþykki þingsins fyrir aðgerðum sínum (einkum þegar kom að fjárútlátum) og fór frá, þegar henni tókst ekki að koma fjárlagafrumvarpi í gegn.
Í fjórða lagi: Óljóst er hvort menn eru að tala um utanþingsstjórn sem e.k. bráðabirgðastjórn í mjög skamman tíma eða til lengri tíma, og virðist sitt sýnast hverjum. Utanþingsstjórn til lengri tíma finnst mér algjörlega úr kortinu af ofangreindum ástæðum, til skemmri tíma þykir mér hún í besta falli hæpin. Hugmyndin um “utanþingsstjórn” virðist spretta upp vegna þess að menn eru að leita að lausnarorði í vanda (sumir hrópa einnig “neyðarstjórn”, hvað sem það nú þýðir) án þess að skilja stjórnarfarsreglur. Menn virðast jafnvel reiðubúnir til að varpa lýðræðinu fyrir róða í einhverjum æsingi og örvæntingu. Slíkt hefur reynst lýðræðisríkjum dýrkeypt.
Ég tel miklu vænni kost að fá einhverja starfhæfa “hefðbundna” stjórn - meirihlutastjórn, varin minnihlutastjórn, þjóðstjórn - fram að kosningum, sem eiga að fara fram sem fyrst, svo að þjóðin fái að sýna raunverulegan vilja sinn, en ekki bara nöldrandi og bloggandi einstaklingar, ég sjálf meðtalin. Síðan, þegar nýtt þing gengur til breytinga á stjórnarskrá (sem vonandi verður), þá verði aðskilnaður framkvæmdar- og löggjafarvalds með þeim hætti að menn víki sem þingmenn, ef þeir taka við ráðherradómi. Það sameinar bestu kosti þingræðis og aðgreiningar hinna ólíku valdsviða.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 21:29
ERUM VIÐ EKKI MEÐ ÖLL SKILNINGARVIT OPIN ÁFRAM?
vIÐ FYLGJUMST GRANNT MEÐ OG GEFUMST EKKERT UPP
Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2009 kl. 00:23
Það er af hálfu ISG skýrt að taka þarf til í kerfinu og það er í mínum huga skýrt að ég er ekki hætt að mótmæla. Ég treysti ekki stjórnmálamönnum og ég treysti ekki gjörspilltu valdakerfi. Nú erum við meira fræg fyrir búsáhaldabyltingu en aumingjaskap og við höldum því áfram. Við látum ekki þetta lið traðka á okkur.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.1.2009 kl. 01:27
sendi þér þann styrk á innri plönum sem mér er mögulegt. það er mikið að gerast í dag, sögulegir tímar sem verða heiminum til góðs. mótstandsöflin berjast fyrir tilveru sinni allsstaðr í heiminum. island, gaza, usa, dk. en ljósið er byrjað að skína í gegnum þessi gömlu kristölluðu form og þá erum við á góðri leið.
ást
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 05:27
Já Steina mín..ég skil hvað þú ert að segja.Hinn forni hugur víkur nú fyrir nýrri vitund mannsins..
Finn hvað ég hef algert ofnæmi fyrir því þegar stjórnmálamennirnir byrja enn og aftur á frösunum..eins og þeir haldi í alvöru að við höfum ekki lært eða skilið neitt meðan staðreyndin er sú að þeir virðast ekki gera sér grein fyrir að það er komið nýtt hugarfar og fólkið hefur loks vaknað af dásvefninum. Gömlu trikkin eiga ekki eftir að virka. Auðvitað höldum við áfram...en ekki hvað??
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 08:08
Ef það verður að raunveruleika að Lúðvík Bergsveins verði dómsmálaráðherra þá segi ég pass!!! Bara trúi því ekki að Samfylking sé svo dómgreindarlaus að setja hann í ráðherrastól..þá hafa þau ekki heyrt orð af kröfum fólksins um að spillingin skuli burt. Reyndar trúi ég því alveg að Samfylkingin sé svo dómgreindarlaus....og treysti þeim ekki fyrir fimm aura. Myndi vilja sjá Atla Gísla í sæti dómsmálaráðherra.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 11:13
°°°°°°°°°°°°
p.s.
Máni Ragnar Svansson, 28.1.2009 kl. 11:24
Eftirfarandi pistil get ég tekið undir heilshugar..ég er að leita logandi ljósi að leiðum og þetta gæti verið ein þeirra. Lesið þetta vel. Vona að mér verði ftyrirgefið að færa þennan pistil hingað í heilu lagi en hann er verulega áhugaverður og flottur.
Kosningar fólksins eða flokkanna
Þessi pistill er eftir Friðrik Erlingsson.
--- --- ---
Í bókinni “The Irony of Democracy” (Belmont, 1975) fullyrða Thomas R. Dye og L. Harmon Ziegler eftirfarandi:
“Elites, not masses, govern America. In an industrial, scientific, and nuclear age, life in a democracy, just as in a totaliterian society, is shaped by a handful of men. In spite of differences in their approach to the study of power in America, scholars – political scientists and sociologists alike – agree that the key political, economic, and social decisions are made by tiny minorities.”
Við Íslendingar þekkjum þessar litlu valdaklíkur. Hér heita þær stjórnmálaflokkar, eða réttara sagt: innsta kjarni flokkanna, hin ráðandi “elíta”. Sú, eða þær elítur, hafa teygt anga sína víða, komið sér og sínum fyrir og fest sér þau völd tryggilega sem þau hafa einu sinni hreppt. Og sleppa þeim aldrei. Þetta eru í sjálfu sér engin ný tíðindi, en um þessar mundir blasir þetta við. Völdin, sem þessar klíkur hafa tekið sér, byggja ekki síst á þeim “götum” eða “holum” sem eru í þeirri stjórnarskrá, sem samþykkt var á Þingvöllum 1944.
Síðan hefur ekki lítið breyst. Þetta eru þau 65 ár sem það tók þjóðina að þroskast úr Bjarti í Sumarhúsum í Pál Óskar Hjálmtýsson.
Ekkert er flokksklíkum ógeðfelldara en stjórnarskrá, sem er það plagg er sýnir sameiginlegan vilja þjóðarinnar m.a. um hvernig valdinu skuli dreift, á hverja það skuli skiptast og í hvaða hlutföllum. En vegna þess hve ígrunduð stjórnarskrá er flokksklíkunum mikið fótakefli, þá hafa þær sammælst um að hræra í henni sjálfar eftir hentugleikum, eða réttara sagt: talið okkur trú um að einhverjir, einhvers staðar væru að vinna við lagfæringar á stjórnarskránni. En þetta er, og hefur alltaf verið blekking. Ofan á blekkinguna bætist sú svívirðing að flokkarnir sjálfir séu að fikta í stjórnarskrá sem á að vera samþykkt þjóðarinnar einnar.
Stjórnmálaflokkar eru ekki þjóðin, svo mikið er víst. Og sannarlega er þjóðin ekki stjórnmálaflokkur.
Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn, sem ævinlega hefur litið á sig sem Guð almáttugan í íslensku samfélagi, krafist kosninga 9. maí. Vikunni áður en þetta 11. boðorð Drottins var básúnað, hafði Guð reyndar sagt að kosningar væru lífshættulegar fyrir þjóðina, og þá sérstaklega ef flokkurinn hans ætti ekki að vera með. Það væri ekki bara guðlast heldur heimsendir fyrir fólkið í landinu. En Sjálfstæðismenn kunna líka flokka best að stýra hræðsluáróðri og að skjóta skelk í þær bringur, sem ætla kannski að fara að taka sjálfstæða ákvörðun – þvert á vilja Sjálfstæðisflokksins.
En fari nú svo að lýðurinn verði ginntur til að kjósa í vor – hvað á hann þá að kjósa? Vinstri-græn eða hægri-rauð eða frjáls-framsókn eða kannski sjálfstæðisgrænsóknarsamfrelsi? Með óbreyttum kosningalögum veit engin hvað kemur uppúr kössunum í raun og veru. Og til hvers var þá barið í bumbur? Til að skipta út andlitum?
Til er ævintýri um dreka sem hafði sjö höfuð og þegar eitt þeirra var höggvið af spruttu önnur sjö í stað þess eina sem fauk. Er það ásættanleg niðurstaða – eftir allt sem á undan er gengið – að skipta út flokkum? Þegar kerfið, sem flokkarnir starfa eftir – og hafa smíðað sér sjálfir – gerir þá alla í raun og veru að einum og sama flokknum: sérhagsmunaflokki stjórnmálastéttarinnar?
Nei. Alþingiskosningar í vor eru sjónarspil þessara afla sem ætla sér ekki að sleppa takinu, sama hvað sleifinni er oft slegið í pottinn. Kosningar í vor ættu alls ekki að vera alþingiskosningar, heldur kosningar til stjórnlagaþings, sem hefur tvö mál á sinni könnu: nýja stjórnarskrá og ný kosningalög.
Sú ríkisstjórn sem mynduð verður í dag (?) skal gefa þjóðinni vinnufrið og leysa einsog menn úr þeim hrikalegu málum sem varða almannaheill – ekki flokkshagsmuni – þann tíma sem stjórnlagaþing hefur til að ljúka vinnu sinni, mögulega 12 – 18 mánuði. Þar til þeirri vinnu er lokið er öll Evrópu-umræða út í hött. Það er ekki þjóðinni sæmandi að koma einsog sársvangur, vælandi útigangshundur að dyrum Evrópusambandsins.
Fulltrúar á stjórnlagaþing eru kosnir í almennum kosningum, samkvæmt lögum þar um. Frambjóðendur verða að vera okkar besta fólk, þekkt af viti, réttlæti og heiðvirðleika, og hæfileikum, reynslu og þekkingu á þeim málefnum er snerta nýja stjórnarskrá og ný kosningalög. Við verðum öll að hvetja þá einstaklinga, sem við vitum að búa yfir þessum eiginleikum, til að bjóða sig fram sem fulltrúa. Fjöldi kjörinna þingmanna gæti verið 49, 24 konur og 24 karlar. Oddamaðurinn, og forseti þingsins, yrði sá einstaklingur sem flest atkvæði fengi samtals. Stjórnlagaþingið hefur síðan umboð til að leita til allra þeirra sérfræðinga, sem það telur þörf fyrir, meðan á starfi þess stendur.
Þetta er ekki sérlega flókið.
Þegar ný stjórnarskrá og ný kosningalög liggja fyrir, og hafa fengið góða kynningu og umfjöllun, þarf að leggja hvort tveggja fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Verði hvort tveggja samþykkt skal þing rofið og boðað til kosninga á grundvelli nýrrar stjórnarskrár og nýrra kosningalaga.
Þá fyrst – og aðeins þá – getum við gengið til Alþingiskosninga af einhverri sannfæringu, og vonandi með nokkru stolti yfir því að hafa ekki látið íslenska óðagotið ráða för; að hafa ekki vaðið, eina ferðina enn, út í mýri í einhverju hysteríukasti yfir því að nú þurfi að redda öllu á svipstundu. Betri er krókur en kelda, segir máltæki, sem byggir á lífsreynslu kynslóðanna.
Væri það ekki sögulegt – allt að því ljóðræn fullkomnun – að þjóð, sem aldrei vildi hafa konung, nema lögin, gæfi sér tíma og næði til að skapa nýjan sáttmála þings og þjóðar, sem gæti kannski enst út þessa öld? Væri það ekki ótvíræð og gullvæg skilaboð til framtíðarinnar, að á þessum dögum – þessari ögurstundu – hafði þjóðin sjálfstæði til að ákveða það, frelsi til að hrinda því í framkvæmd og hugrekki til að fylgja því eftir og standa þannig með sjálfri sér.
Er nokkuð mikilvægara í lífi einstaklings eða þjóðar?
Takist flokksræðinu að knýja fram Alþingiskosninga-leikrit í vor, með óbreyttum kosningalögum og stjórnarskrá, þá mun ég skila mínu lýðræðislega nei-i, auðum seðli, hér eftir sem hingað til – og verða þar með lögbrjótur – því núgildandi kosningalög hafa svipt mig þeim rétti að segja nei, ella skal ég sæta sektum – ég má bara segja mis-flokkræðislegt já.
Fari svo, verð ég þó alltaf lögbrjótur með hreina samvisku.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 12:15
Það er ekki lögbrot að skila auðu en hingað til hafa auðir og ógildir seðlar verið taldir saman. En auður seðill er allt annað en ógildur seðill og skal teljast sem fullgilt atkvæði um að ekkert af því sem í boði er hugnist kjósanda. Held ég fari rétt með að ef auðir seðlar nái ákveðnum fjölda eigi það að þýða að ákveðinn fjöldi þingsæti skuli einnig vera auður í hlutfalli við þau atkvæði. Þetta hefur hins vegar verið hundsað hingað til. Það er mikilvægra nú en nokkru sinni áður að við höldum okkur við efnið og veitum ríkulegt aðhald á öllum sviðum..m.a með mótmælum og grasrótarsamvinnu.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 12:49
Sammála þér með Atla Gíslason og frábær pistilinn sem þú settir inn frá Friðriki Erlings.
Ævar Rafn Kjartansson, 28.1.2009 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.