Leita í fréttum mbl.is

Er hugsi yfir framtíðarsýn í íslenskum stjórnmálum

Ég var að lesa það einhverstaðar að það væri útlit fyrir harkalegustu og ósvífnustu kosningabaráttu sem háð hefur verið hér á landi núna í vor. Ég trúi því svo sem alveg...valdabatteríin munu aldrei sleppa sínu án baráttu. Mikillar baráttu. Enda mikið í húfi. Heilu þjóðarframleiðslurnar og auðlindirnar sem menn virðast halda að þeir eigi aðgengi að og eignir allra landsmanna sem og sparnaður er nú ekkert lítið til að tryggja gömlu góðu völdin. Og almenningur sem verður bara vinnuafl eða tannhjól í þessu eilífðarhjóli græðgisbaráttunnar þar sem öllu er fórnandi í þessum leik fárra um auðinn og völdin. Þeirra sem geta aldrei fengið nóg.

Hryllilega illa gerðar skoðanakannanir gerðar af vanhæfum og trausti rúnum fjölmiðlum eru svo farnar að leka yfir fólkið og rugla það í ríminu.Er fólk virkilega enn að kupa áskrift hjá miðlum eins og Stöð tvö???

Svo skiptist kjósendahópurinn í sterkmerktar fylkingar hægri og vinstri eins og það sé aðalatriðið á meðan Róm brennur. Í stað þess að einhenda sér í að sækja vatnið svo það megi slökkva eldana sem loga alls staðar og bjarga sjálfum sér út úr þessum hildarleik og láta ekki reykinn villa okkur sýn. Er ekki sagt að brennt barn forðist eldinn?

Ég ætla rétt að vona að íslandsbörnin munu ekki henda sér á bálið sem brenndi aleigur og framtíð þeirra og barna þeirra..eins og sjálfvirkir viðarklumpar. 

Ég vona auðvitað að þessi lífstutta ríkisstjórn sem nú er við störf standi við sitt og komi lífsnauðsynlegum breytingum á...en árétta enn og aftur vantrú mína á þessu kerfi og flokkasystemi sem hefur haft sína eigin hagsmuni og sinna flokkspredikara að leiðarljósi alla tíð en ekki hag fólksins í landinu. Þess vegna verður nú að umbylta og breyta...hreinsa til þetta gamla og úrelta og hleypa að nýjum hugmyndum, fersku fólki og sterkri vitund um samkennd og sameiningu sem vinnur gegn þessum gamla huga um völd og græðgi.

Hugarfarsbyltingin þarf að verða.

Og hún gerist ekki í gegnum litgreinda vel uppalda flokksgæðinga sem auglýsa sjálfa sig á litprentuðum auglýsingabæklingum um löngun sína til að þjóna sér og sínum.

Ekki þér og þínum..heldur sér og sínum. 

Nei, hún gerist í okkar huga og okkar hjarta. Þessi Hugfarfarsbylting og nýja sýn mun mælast á því hverja við veljum til forystu í næstu kosningum. Hún mælist á ...hversu mun minna við látum blekkjast af umbúðunum og hæfni okkar til að greina raunverulegt innihald. Eða jafnvel á því að við höfnum gamla kerfinu alfarið og byggjum nýtt með nýjum gildum.

Ég treysti því að þessi þjóð viti að  tal til hægri og vinstri skiptir í raun engu máli.

Að við munum eftir aðalatriðunum núna sem eru þau að sækja vatnið, slökkva bálið sem brenndi allt og staðsetjum okkur svo kannski bara í miðjunni og höldum beint af augum á vit skapandi framtíðar og óendanlegra möguleika og verum fjólublá eða eitthvað.

Set hér inn fleiri myndir frá Perú... af því að ég er enn með Perú í æðunum og hjartslátt yfir þeim möguleika að ekkert kunni að breytast hér. Eða allt!!!

 peru_2.jpgperu_3.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála alla leið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2009 kl. 11:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Spurningin er hvað getum við gert?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2009 kl. 11:25

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér sýnist að þeir möguelikar sem við höfum núna séu að a-fara fram með sterkt lýðræðisafl sem hefur það markmið að breyta kosningalögum og boða breytingar á stjórnarskránni sem þjóðin þarf að fá að segja sitt um. Hvernig verður svo hugarfarsbreyting eða bylting?

Hver erum við sem þjóð og fyrir hvað stöndum við svona í grunngildunum'

Og eigum við okkur einhverja framrtíðarsýn eða stefnu sem við getum sameinast um. Eigum við skapandi kraft og afl til að finna samkenndina og  kjarkinn til að breyta..eða ætlum við að halda fast í það gamla og þekkta og láta okkur hafa það vegna þess að við þorum ekki að mæta hinu óþekkta? Við stöndum frammi fyrir stórum spurningum og enginn veit hvernig nákvæmlega við förum að því að ger þesar breytingar...eina sem við vitum er að þær verða að gerast. 

Þessi veröld getur ekki endalaust snúsist um græðgi og völd fárra..er það nokkuð? Og við getum ekki endalaust yppt öxlum og ekki vitað um hvað við erum. Núna er tækifærið til að sýna það. Við öll höfum nefninlega eitthvað einstakt til málanna að leggja. Byrjum á því að vita hvað virkar ekki fyrir okkur lengur og hendum því..svo.....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.2.2009 kl. 11:43

4 Smámynd: Borghildur Sigurbergsdóttir

Algerlega sammála öllu sem fram kemur í þessum pistli! Mikið vildi ég óska þess að stjórnmálamenn í þessu landi hugsuðu og skrifuðu í þessum anda - og ekki síst framkvæmdu.

Borghildur Sigurbergsdóttir, 4.2.2009 kl. 11:46

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og breyta áherslum í menntakerfinu..virkja sköpunarkraft og sjálfstæði krakka og fullorðinna...þora hafa skoðanir og tjá þær...ehhh ég þarf á merkilegan hitting núna.

Skrifið endilega ykkar hugmyndir eða langanir um nýtt samfélag. Einhversstaðar verðum við að byrja og það má segja allt sem manni dettur íhug..alltaf!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.2.2009 kl. 12:42

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Takk fyrir pistilinn Katrín og eftirminnilega ræðu á laugardaginn var.

N.k. sunnudag á að gera lokatilraun til að stofna sameiginlegt grasrótarframboð/lýðræðisafl sem skorar flokkakerfið á hólm og færir völdin til fólksins í landinu og þeirra fulltrúa. Mér skilst að þessi fundur verði í Borgartúni 3 og hefjist kl. 13.

Ég bendi öllum áhugasömum á lydveldisbyltingin.is

Sigurður Hrellir, 4.2.2009 kl. 13:14

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er einmitt það sem ég óttast að gömluvaldahundarnir munu berjast með kjafti og klóm til að útiloka alla nýja frambjóðendur og ný framboð. Eini andlitin sem sprottið hafa fram að undanförnu og eru að bjóða sig fram eru gömul andlit sem tapað hafa prófkjörum. Ég held að nýtt fólk þori ekki að takast á við þá djöfla sem ráða og mörgum hreinlega hrjósi hugur við því verkefni sem framundan er.

Annars vona ég að hið nýja afl sem Sigurður talar um komi sér saman um stefnu og bjóði fram. Ef við náum ekki saman þá voru mótmælin undanfarið tímasóun.

Arinbjörn Kúld, 4.2.2009 kl. 15:23

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála Katrín, takk fyrir.

Sigrún Jónsdóttir, 4.2.2009 kl. 17:32

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kæra Katrín ég þakka þér fyrir þessa hvatningu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.2.2009 kl. 18:18

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já! Það vantar sko algjörlega eitthvað alveg nýtt! Ég segi fyrir mig að ef ég stæði núna í kjörklefanum og þyrfti að kjósa.... þá mundi ég skila auðu. Ég treysti engum af þessum litum sem hafa verið við völd og í andstöðu við völdin sl. áratugi. ENGUM.

Ég þarf eitthvað alveg nýtt! Eitthvað allt annað - eitthvað sem ég get treyst til að fara með völdin í landinu í mína þágu!

Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 10:52

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hingað til hafa auðir og ógildir seðlar verið taldir saman sem er bara algert rugl. Auðir seðlar eru mjög ákveðin kosning um að kjósandanum hugnast ekkert af því sem í boði er...og ef fjöldi auðra seðla fer yfir eitthvert mark eiga þeir að skila auðum þingsætum í samræmi við kosninguna.

Það er bara mjög tímabært að gera algera uppstokkun núna á öllu systeminu..ef það sem á undan er gengið er ekki nóg fyrir fólk til að krefjast gagngerra breytinga á öllu kerfinu...þá bara veit ég ekki hvað þarf til. Trúi ekki fyrr en ég sé það að það sé til fólk sem ætlar að kjósa sjálfstæðisflokk eða framsókn sem eiga stærstan þáttinn í óförum okkar og því að gera landið okkar að spillingarbóli skrattans. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.2.2009 kl. 11:09

12 Smámynd: josira

kæra katrín, innlitskvitt frá mér...meiriháttar ætíð að lesa orðin þín...og nú hugsa ég um orðið eldhugi, þegar ég sé nafnið þitt...

Einhversstaðar hér ofar, sá ég hvatningu þína til okkar um að tjá okkar hugmyndir......og láta allt flakka......sem og ég hef gert síðustu daga á blogginu mínu...

josira, 5.2.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband