11.3.2009 | 09:40
Svo bíður lífið á bak við hornið með allt annað plan...
..ég sem sat í gær og gerði þetta líka fína og flotta framtíðarplan. Þegar veröldinni er snúið á hvolf og allt sem var er ekki lengur er það ágætis ráð að finna sér þokkalegt sæti og setjast niður og setja sér markmið og stefnu. Allavega svona eins og hægt er meðan beðið er eftir upplýsingunum um hvernig staða okkar er í raun í þessum darraðardansi sem nú er stiginn við tryllta heimstónlistina.
Ég skrifaði um drauma og þrár, hæfileika og veikleika...veikleikarnir voru færri en hæfileikarnir og kona hugsaði með sér að þá væri nú vel lifað að snúa möguleikum sér í hag á ekki lengri tíma en 45 árum. Sem eru bara eitt augnablik í eilífðinni ef maður vill vita hversu hratt og vel kona hefur þroskast..svona í eilífðartímanum sko!!
Og eins og alltaf þegar ég skapa mér leið og set niður hið besta plan og er ákveðnari en nokkru sinni að nú skuli sko...þetta eða hitt..... þá bíður lífið hinu megin við hornið og glottir. Það hefur nefninlega þá undarlegu áráttu að gera annað plan fyrir mig sem gengur algerlega á skjön við mín frábæru plön....eins og það treysti ekki alltaf að ég viti betur fyrir mig.
Að það trúi því einlæglega að það eigi að hafa fyrir mér vitið og leiða mig á brautir sem ég þrátt fyrir mitt mikla hugmyndaflug myndi aldrei hafa hugmyndaflug til að sjá eða rata.
Svoleiðis var það í gær.
Ég var glöð og ánægð með dagsverkið og svo kom bara ein spurning sem breytti öllu. Ýtti öllu öðru til hliðar og spurði mig.".Hvernig líst þér á nýja reynslu og spennandi verkefni sem krefst mikils og skiptir kannski ÖLLU"?
Allt í einu urðu veikleikar mínir stærri og fleiri en hæfileikarnir sem ég hafði skrifað niður..... en af því að ég er orðin svo lífsreynd og gamalgróin í lífshettunni vissi ég að þarna var ég að leika á sjálfa mig og reyna að hræða mig frá því að vera það sniðugasta sem í mér býr svo ég skipti bara strax um skoðun og ákvað að ....sofa á þessu.
Sem ég og gerði..... en bara hálfa nóttina. Hugsaði mikið og margt og komst svo að þeirri niðurstöðu að þetta væri hvorki stór né lítil ákvörðun sem ég vildi taka. Heldur bara ákvörðun. Hvorki vond né góð. Og eins og flestar aðrar ákvarðanir bæri í sér reynslu sem þyrfti hvorki að vera rétt eða röng heldur.
Bara innlegg í reynslubanka konu og kynning á enn einni hlið lífins.
Svo ég er að hugsa um að stækka við mig...og bæta við mig nýrri reynslu og mögnuðum möguleika á að það geri gæfumun fyrir einhvern einhversstaðar á þessari plánetu.
Þetta var morgunhugleiðing í boði morgunstjörnunnar sem skín svo skært á himni þessa dagana. Ég sé hana út um gluggann minn og elti hana á röndum alla daga.
Eigið góðan dag og munið að veikleikar eru bara hin hliðin á hæfileikum ykkar og þið eruð allar hliðar á ykkur sjálfum. ÞESSI SPEKI VAR SVO Í MÍNU BOÐI!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311357
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Já lífið býr okkur leið það er oftar en ekki öðruvísi leið en við viljum fara, en það kemur líka oft fyrir að eftir á að hyggja þá sjáum við að sú leið var í rauninni sú eina færa. Ég hef upplifað þetta oftar en einu sinni, þess vegna legg ég mig stundum í hendurnar á lífinu sjálfu og segi Leidd þú mig!!!, gef englunum tækifæri á að hafa vit fyrir mér, því þeir mega ekki gera neitt af við gefum þeim ekki leyfi. Knús á þig elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2009 kl. 10:17
Ég er sannfærð um að þú rúllar þessu upp - eins og öðru sem ber að þínum dyrum. Gangi þér vel
Hrönn Sigurðardóttir, 11.3.2009 kl. 10:19
Vá, forvitin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2009 kl. 11:08
Það er alltaf spennandi þegar Lífið sýnir nýjar leiðir
Ragnhildur Jónsdóttir, 11.3.2009 kl. 12:24
Dásamlegt ... Vera á valdi lífsins og láta sig svífa í rétta átt.
Segðu mér meira?
www.zordis.com, 11.3.2009 kl. 14:15
Æðislegt hjá þér, - margvíddardísin þín -
Vilborg Eggertsdóttir, 11.3.2009 kl. 15:07
Ég ýmist brosti eða hló af þessum dásamlega pistli. Kannast sko við það þegar lífið tekur af manni ráðin og segir að plönin sem það gerði fyrir mig óumbeðið henti mér miklu betur en mín eigin...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.3.2009 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.