Leita í fréttum mbl.is

Orð dagsins eru skýrleiki og þoka....samt aðallega ÞOKA.

Eftir Borgarafundinn í gærkveldi er eitt alveg kýrskýrt í mínum haus. Valið sem við stöndum frammi fyrir er að hafa skýrleika eða þokukenndan svima...

Bjarni Ben hélt ræðu og hausinn á mér fylltist af þykkri dimmri þoku og alveg sama hvað ég reyndi náði ég engum þræði né innihaldi úr ræðu hans. Flestir aðrir í salnum upplifðu það sama..sumir gengu út, aðrir geyspuðu og nokkrir bara flissuðu og litu í kringum sig í forundran. Ef þetta er framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins þá segi ég.....Pass!

Allir bara uppi á heiðum að týnast í þoku saman?

Þess ferskara og heiðskýrara  var að hlusta á Björn Þorra hæstaréttarlögmann flytja sína tölu þar sem hann talaði skýrt og á mannamáli um stöðuna og  uppskar þakklæti og mikið klapp. Fólk verður svo þakklátt þegar einhver getur tjáð sig af svona miklum skýrleika eins og hann gerði. Hins vegar var innihald ræðu hans sjokkerandi og ég hvet ykkur eindregið að lesa eða hlusta á hana á www.borgarafundur.org um leið og hún er komin þar inn sem vonandi verður sem allra fyrst!!!

Atli Gísla er líka svona skýr og skorinorður og á þakkir skildar fyrir að vera óþreytandi að reyna að leiða okkur um þessa spillingarfrumskóga sem þetta land er orðið. Hefði viljað fá hann sem dómsmálaráðherra.

Gylfi viðskiptaráðherra var svo kapituli út af fyrir sig.

Gerist eitthvað dularfullt með fólk sem virkar greint og gott þegar það fær valdamikið embætti eða ráðherrastöður? Maðurinn hélt því blákalt fram að þó að hér hefði orðið efnhagshrun þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af því að félagslegt hrun myndi fylgja í kjölfarið??? Hvert mannsbarn getur séð að í kjölfar atvinnumissis og jafnvel missis heimilis fyrir utan þær mannlegu hörmungar sem fylgja innan fjölskyldna sem búa við slíkt ofurálag flokkast alveg örugglega sem félagslegt hrun?

Þegar heilbrigðis og menntakerfi dragast saman og öll þjónusta hins opinbera er í lágmarki og oft á tíðum mjög dýr. Ef ráðherra getur ekki séð samhengi í orsökum og beinum afleiðingum þá er verulega illa fyrir okkur komið. Ég beið bara eftir að hann segði þegar Björn Þorri áréttaði við hann að ástandið væri svo sannarlega skelfilegt félagslega fyrir þúsundir fjölskyldna eftir efnahagshrunið og ætti enn eftir að versna mikið..."Af hverju borðar fólkið ekki bara kökur?

Og þegar Gylfi kvartaði undan því að hann fengi sífellt sömu spurningarnar aftur og aftur þá var það einfaldlega vegna þess að svör hans voru hreinlega svo óskýr og loðin að fólk var engu nær!

Og bankarnir keyra gjaldþrotin hratt og vel í gegn og það er enginn afsláttur gefinn. Þegar ráðherrar eru spurðir um hvort ekki eigi að slaka aðeins á aðfararhörkunni segja þeir alltaf...Við höfum beint eindrægnum tilmælum til bankanna að gera það og taka vel á móti þeim sem eiga í verulegum erfiðleikum.  Málið er að það er bara ekki að gerast.

Gjaldþrotahrinan magnast bara með hverjum deginum og fólk fær engin grið sama hvað menn gala fagurlega opinberlega um að eindregnum tilmælum hafi nú verið beint..bla bla bla.

Ef ég væri ráðherra og hefði ítrekað beint tilmælum um breyttar verklagsreglur en enginn væri að hlusta á mig í  heila 5 mánuði væri ég löngu mætt til að berja í borð, sparka í stóla, arga mig hása og reka þá sem ekki hlýddu og ráða hæfara fólk í staðinn sem fylgdi tilmælum ríkistjórnar. Maður spyr sig..hvers lags djöfulsins málttleysi er þetta eiginlega???  Ef tilmælin virka ekki, ef bankamenn fara ekki eftir þeim itrekað ..þá bara skipar maðurinn með valdið embættismönnum kerfis að fara eftir settum reglum, vinna vinnuna sína eins og þeim er sagt eða hypja sig ella..ekki satt?

Og enn eru fjármagnsfyrirtækin að ræna bílaeigendur um hábjartan dag með hreint fáránlegum vinnubrögðum og okursmurningum á reikningum upp á hundruðir þúsunda svo tryggt sé að fólk sem er að missa bíla sína sitji uppi með himinháa reikninga  sem og eftirstöðvar og ekkert er að gert. Þar er eflaust líka búið að beina tilmælum til þessara manna að fara að hætta að  haga sér eins og ótamdir glæpahundar..ha?

Meiri þokan út um allt alls staðar...ég vona svo sannarlega að það fari að létta til og skýrleikinn verði allsráðandi.  Þetta samfélag er bara ekki hægt!

Já og eitt enn áður en ég anda rólegar....

Ef þetta þing vogar sér í langt sumarfrí á svona ögurstundum eins og þessi þjóð stendur nú frammi fyrir þá mun ég krefjast þess að þessar ládeyður verði bornar út og fái aldrei aftur að koma nálægt þinginu okkar. "Núna verða allir að leggjast á eitt og bretta upp ermar" segir þetta lið spariklætt í ræðupúlti og reynir að ná atkvæðum okkar með fagurgala og gjammi...Mitt ráð er.... Brettið sjálf upp ermarnar og standið vaktina þar til neyð þúsunda hefur verið afstýrt eða aðgerðir verið hafnar til bjargar fólkinu okkar og vogið ykkur ekki að fara heim fyrr en það er í höfn.

Við hin erum nefninlega búin að standa með uppbrettar ermarnar síðan hrunið varð og bíða eftir því að fá að vita hvað við getum gert. Við fáum bara engar upplýsingar um eitt eða neitt. Má ég svo  beina þeim tilmælum til ráðamanna að þeir fari nú að segja okkur satt um stöðuna svo við getum byrjað að takast á við vandann takk!!

10ME0104_cat~Red-Pines-Empire-MI-Posters10165013


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segjum tvær, það er óþolandi að lifa í svona óvissuástandi, vita ekki hvað rekur á manns fjöru næsta dag.  Og það virðist allt vera svo erfitt að eiga við. 

Ég var reyndar að hugsa hvað menn eins og Bjarni Ben vildi upp á dekk hjá skrílnum!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2009 kl. 11:15

2 identicon

Takk fyrir mig

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 11:25

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

sammála

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.3.2009 kl. 18:39

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

góð greining hjá þér Katrín

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.3.2009 kl. 20:52

5 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Takk fyrir þessa úttekt Katrín mín

Vilborg Eggertsdóttir, 12.3.2009 kl. 21:11

6 Smámynd: Hlédís

Þakka mjög góðan pistil!

Hlédís, 12.3.2009 kl. 22:40

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir góð skrif. Þekki þessa þokutilfinningu... þegar sumir tala! úfff..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.3.2009 kl. 22:47

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flottur pistill mín kæra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2009 kl. 00:19

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Viggó Jörgenson bloggar....

ER ÞETTA HÆGT GOTT FÓLK????

Sláturtíð hjá Kaupþing. Byrjaðir að gjaldfella húsnæðislán - sjálfsvíg hafin.

Í fyrrakvöld var Gylfi bankamálaráðherra í viðtali hjá Bubba Morteins.  Gylfi sem er grandvar og góður maður, fullyrti að fólk yrði ekki borið út af heimilum sínum. 

Á sama tíma er Kaupþing að senda fólki gjaldfellingu á húsnæðislánum bankans, eftir stutt vanskil. 

Sjálfsvíg heimilisferðra eru hafinn, eftir að hafa fengið slíka afgreiðslu hjá bankafólki. Bankar og fjármálastofnanir nota tækifærið ef beðið er um frystingu og hækka vexti hressilega.  Heimta jafnvel 25% hækkun höfuðstóls erlendra lána.  

Bankarnir hafa engar beinar fyrirskipanir fengið frá ríkisstjórninni um verklag við innheimtu.  

Bankafólkið situr kyrrt á sínum ofurlaunum í stólunum.  Ekki lengur að grátbiðja fólk um að taka lán, heldur við að ganga af fólki dauðu. Einstök mál eru afgreidd eftir geðþótta. Engar verklagsreglur til.   Bankafólkið hefur aðeins heyrt tilmæli frá stjórnmálamanna í viðtölum í fjölmiðlum.  Þeir þurfa ekkert að fara eftir þeim frekar en þeim sýnist. 

Stjórnmálamenn keppast við að segja þjóðinni frá alls konar áformum um að létta og slaka á kröfuhörku við innheimtu.   Allt er það blekking.  Sláturtíðin heldur áfram

VIÐ VERÐUM AÐ STANDA SAMAN GEGN SVONA HÖRMUNGUM!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.3.2009 kl. 18:55

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og svo rakst ég á þetta á blogginu líka...eru stjórnvöld bara að bulla í fólki endalaust??? Það stendst ekkert sem þetta fólk segir opinberlega og þeir sem eiga að fylgja þessum fyrirmælum..hafa aldrei heyrt þau. NÚG ER NÓG KOMIÐ AF SVONA RUGLI!!!!

Ég sendi fyrirspurn á RSK, hér kemur fyrirspurnin :

Fyrirspurn
Nafn: Valdemar Ásgeirsson
Sími: 868-7951
Efni: Góðan dag.
Hvernig er greiðslum á barnabótum háttað um þessarr mundir ?
Stóð ekki til að greiða þær mánaðarlega framvegis ?
Virðingarfyllst, Valdemar Ásgeirsson.

-----------------------------------------------------

Hér kemur svarið :

Sæll,
Barnabætur eru greiddar skv. gamla kerfinu,


ekkert hefur heyrst um að bærnabætur verði greiddar út mán.lega,

að svo stöddu.

kveðja, Oddrún.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.3.2009 kl. 21:40

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Katrín! Krafturinn í þessari færslu lýsir af yfirnáttúrulegri réttlætiskennd sem er greinilega gróflega misboðið! Ég líð með þér! Takk, fyrir flotta færslu og að vekja athygli á færslu Viggós og svarinu sem Oddrún fékk.

Ég spyr bara eins og þú hvað er að þessu liði!? Ég hélt að það væri bæði sími, tölva, fax og í versta falli til penni, blað, umslag og frímerki á Alþingi þannig að ákvarðanir skiluðu sér þaðan til stofnananna sem það hefur yfir að ráða...

Eða er Alþingi ekker aðnnað en frumvarpafæriband með ruslatunnu við enda þess sem er losuð í pappírstætarann í lok dags!?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.3.2009 kl. 01:45

12 identicon

Segðu, ..."Af hverju borðar fólkið ekki bara kökur?...".  Sammála, heyr, heyr og hananú og ekki orð um það meir.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 11:35

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú ert réttsýn og heiðvirð baráttukona, manneskja jafnræðis og réttlætis. Það líkar mér alveg rosalega vel og tek margfalt ofan fyrir þér. Gangi þér áfram vel!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.3.2009 kl. 23:02

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú er alveg frábær, takk fyrir þessa færslu, gefur mynd af ástandinu á ísland betur en að lesa moggann

love you fallega vinkona

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 16:00

15 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Snjöll, réttsýn og frábær penni! Takk Katrín mín og áftam Katrín!

Eva Benjamínsdóttir, 19.3.2009 kl. 20:48

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Réttlætiskennd minni hefur verið misboðið svo oft síðan í haust að ég varð að gera eitthvað.  Mótmælafundirnir og innganga mín í Borgarahreyfinguna voru mín úrræði.  Það virkar fyrir mig.    Það var gaman að hitta þig loksins.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.3.2009 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband