28.3.2009 | 22:53
Foringjadýrkun er úrelt fyrirbrigði í nútíma samfélagi og við höfnum henni algerlega.
Borgarahreyfingin hafnar leiðtogadýrkun
Nýlega efld stjórn Borgarahreyfingarinnar hefur tekið til starfa og í kjölfarið sent frá sér eftirfarandi tilkynningu.
Borgarahreyfingin hafnar leiðtogastjórnmálum eins og þau hafa birtst hér á landi hvort sem um er að ræða undanfarna mánuði eða áratugi. Þess vegna hefur Borgarahreyfingin ákveðið að skipta ekki með sér verkum skv. hefðbundnum aðferðum í hlutverk formanns, varaformanns og ritara og nota ekki þá titla í starfi sínu.
Um yfirstandandi helgi eru haldnir landsfundir tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins. Almenningur þarf að sæta því að horfa upp á nánast stanslausa umfjöllun á starfsemi þessara flokka í öllum fjölmiðlum þar sem fyrirferð flokksleiðtoga og leiðtogakjörs varpar stórum skugga á þá málefnalega umræðu sem annars ætti að vera í landinu.
Landsfundir sem þessir og sú skefjalausa leiðtogadýrkun sem þeir upphefja er lýðræðinu ekki til framdráttar. Borgarahreyfingin þjóðin á þing bendir á að það er einmitt leiðtogadýrkun af þessu tagi sem leiddi til þeirrar ömurlegu niðurstöðu að Alþingi varð óstarfhæft. Ríkisstjórn landsins hrökklaðist svo frá þegar vanhæfni þeirra leiðtoga sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu á að skipa kom berlega í ljós.
Stjórn Borgarahreyfingarinnar mun koma fram sem heild og meta það í hverju tilviki hver kemur fram sem talsmaður hennar, eftir því hvert tilefnið er. Þess vegna mun Borgarahreyfingin sýna mörg andlit í aðdraganda kosninganna. Í því skyni hefur Borgarhreyfingin skipað sér talsmenn sem munu skipta með sér hinu s.k. leiðtoga hlutverki sem gamaldags stjórnmál og fjölmiðlaumfjöllun kallar svo sterkt eftir.
www.xo.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Er það ekki "anarkismi" að hafa enga leiðtoga?
Hilmar Gunnlaugsson, 28.3.2009 kl. 23:59
Nei
Alexander Kristófer Gústafsson, 29.3.2009 kl. 06:34
Hæ Katrín, það er of mikið um skítkast og illindi hjá ykkur þarna í Borgarahreyfingunni. Það er vissulega þörf á nýjum, ferskum stjórnmálaöflum en þið náið ekki máli, því miður. Til hvers ertu að velta vöngum yfir foringjadýrkun? Hún er ekki stunduð á Íslandi og hefur aldrei verið - það var þá helst að vinstri menn á árum áður dýrkuðu félaga Stalín, en sú öld er löngu liðin.
Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 08:56
Sé ekki betur en það sé uppi ákveðin foringjadýrkun í Borgarahreyfingunni á Þránni Bertelssyni - a.m.k. má ekki nefna þann háheilaga mann á nafn undir gagnrýnu ljós að þá rýkur gervi-byltingarliðið upp með upphrópanir og nafnaköll.
Hvar eru svo alvöru byltingarleiðtogarnar annars? Þessir sem töluðu á fjöldafundum og o.sv.frv., þú veist hverja ég er að tala um, Hörð Torfason, Þorvald Gylfason, Einar Már Guðmundsson o.sv.frv. - einhverra hluta vegna eru þeir hvorki í framboði fyrir Bloggarahreyfinguna og sjá sé heldur ekki hag í því að lýsa yfir stuðningi við hana!
Byltingarhreyfing minn-rass!
Þór Jóhannesson, 29.3.2009 kl. 12:20
Það að hafna leiðtogastjórnmálum eins og hafa viðgengist hér undanfarna áratugi þarf ekki að þýða anarkisma...það er heilt litróf þar á milli og það þarf ekki að líta lengra en inn í Laugardalshöll um helgina til að sjá mjög skýrt dæmi um foringjadýrkun og klapplið hans. Þór hvað áttu við?
Ég talaði t.d á útifundi sem og margir aðrir í Borgarahreyfingunni..við höfum greinilega bara trú á annarri leið en sumir aðrir sem þar töluðu. Það er bara allt í lagi með það og þú ættir að nota nú þessa orku þína til að styrkja það framboð sem þú aðhyllist fremur en að vera að agnúast stöðugt út í þá sem vilja nota krafta sína til mikilvægra breytinga.
Og mér finnst það framfaraskref að hreyfing eins og okkar kjósi að hafa ekki formann eða varaformann heldur sterka talsmenn út á við...og tel það algerlega í takt við kröfuna um breytt og betri vinnubrögð sem og aukið lýðræði.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.3.2009 kl. 20:29
Vonandi gengur ykkur vel í kosningabaráttunni Katrín mín, látið ekki telja úr ykkur kjarkinn. Það er reynt alla leið við önnur framboð en fjórflokkana. Og svo er okkur sagt aðvið köstum atkvæði okkar á glæ með því að kjósa það sem við viljum helst. Þannig er nú lýðræðisástin í þessu landi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2009 kl. 10:26
Skil ekki af hverju menn þurfi leiðtoga í lífinu yfirleitt. Ég vil ekki láta toga mig eitt eða neitt, ég vil ekki að neinn leiðtogi matreiði viðhorf og skoðanir ofan í mig eða segi mér hvað er satt og rétt. Ég er fullfær um það sjálfur.
Finnur Bárðarson, 30.3.2009 kl. 16:18
Finnur, ertu ekki í sambúð?
Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.