14.4.2009 | 23:03
Borgarahreyfingin kemur inn í stökkum og bolar framsókn burt....
Mér segir svo hugur að við séum að brjóta 5% múrinn á landsvísu og þá getur allt gerst. Þá er ekki hægt að tala um að það þýði ekki að kjósa Borgarahreyfinguna því atkvæðin falli dauð eða sollis. Ó nei, það þýðir að það er kominn raunverulegur valmöguleiki fyrir þá sem vilja spillinguna burt og raunverulegt lýðræði!!!
XO
Mikið hlakka ég til að vakna í fyrramálið og halda áfram baráttunni sem hófst með krafti á Austurvelli.
Mottóið mitt er...Nú bítum við í skjaldarrendur og bryðjum þakrennur og það fær ekkert stöðvað þetta afl okkar fólksins.
Byggjum brú inn á þing...Þjóðin á þing:)
Samfylking stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Þessi skoðanakönnun lofar góðu fyrir okkur Borgarahreyfingarfólk.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.4.2009 kl. 23:43
Mjög góð tilfinning að heyra um þessa könnun í útvarpinu í dag.
Alexandra Briem, 15.4.2009 kl. 03:08
Frábært að hafa 4.9 prósent...nú er bara spurningin hver vill verða sá sem fleytir okkur yfir 5% múrinn illræmda og þá getur sko allt gerst. allt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.4.2009 kl. 08:17
Frábært hjá ykkur kæru félagar.
Ég er mjög ánægð með VG.
Tímar hins venjulega fólks eru upprunnir og ef það er á kostnað Framsóknar þá er það bónus.
Knús.
Er enn raddlaus múha.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2009 kl. 09:26
Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2009 kl. 10:39
Ég hef ekkert á móti uppgangi Borgararhreyfingarinar enda fagna ég framförum. Hinsvegar sárnar að þeir skuli taka fylgið af þeim flokk sem vill gera eitthvað í málinu.
Offari, 15.4.2009 kl. 12:45
Offari, ég veit ekki hvaða flokks þú ert að vísa til en get fullvissað þig um að við fáum okkar atkvæði aðeins frá kjósendum.
Annars er að sjá af könnunum að fylgið sem að til okkar streymir virðist koma mest frá hægri væng stjórnmálanna. Þú varst kannski að harma það? En hafðu ekki áhyggjur, Sjálfstæðisflokkurinn og einnig Framsókn, hafa afar gott af því að taka sér langt hlé frá ríkisstjórnar störfum, byggja aftur á starfi grasrótarinnar og upphefja aftur almennt siðferði innan sinna raða.
Takist þeim það, koma þeir eflaust tvíefldir til baka eftir 1-2 kjörtímabil.
Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 13:30
Mikil orkan sem býr í þjóð! Gangi ykkur vel XO !!!
www.zordis.com, 15.4.2009 kl. 14:14
Alla vega fáiði mitt atkvæði - Ekki hægt að kjósa þrælagaleiðuflokkana.
Gallinn er nefnilega sá að D, S og VG vilja ekki koma til móts við blæðandi heimilin, reyndar mjög margir vilja EKKI hjálpa heimilunum sem eru í vanda vegna húsnæðislána, eru alveg sátt við að fórna einni skitinni kynslóð - Þetta er þeir sem eru búa í skuldlausu (eða skuldlitlu) og eru komnir yfir hjallann vilja ekki gefa neitt eftir, og þeir sem ekki eru byrjaðir að kaupa húsnæði vilja ekki heldur taka þátt. Margir sem bíða eftir að heimilin fari á brunaútsölur, gætu jafnvel fengið húsgögnin með í kaupauka þegar fjölskyldurnar eru bornar út.
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:38
Baldvin sá flokkur sem ég átti við heitir Framsókn. Mér finnst þeir hafa svarað mest af kröfum Búsáhaldabyltingarinar og því þykir mér leitt að hann skuli ekki fá neitt fyrir vilja sinn til að gera eitthvað fyrir þjóðina.
Gaui ég held að VG vilji koma til móts við heimilin en geti það ekki með Esb flokknum. Og það er mesti miskilningur að við sem ekkert skuldum kærum höfum einhvern áhuga á því að hagnast á óförum annara. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að það hagnast engin á því að láta heimilin fara í gjaldþrot. Það verður erfitt að byggja hér aftur upp ef grunnurinn verður gjaldþrota heimili.
Offari, 15.4.2009 kl. 18:04
Þið eruð valmöguleiki, mikið rétt. Einn af tveimur í mínu tilfelli. Það eruð þið eða VG. Nú er bara að hugsa mikið og fylgjast með.
Soffía Valdimarsdóttir, 15.4.2009 kl. 20:27
Því miður er Framsókn ekki trúverðugur flokkur . Reynslan sýnir að þeim er ekki treystandi. Þeir eru þekktir fyrir glannaleg kosningaloforð og svífast einskis til að koma sér að kjötkötlunum. Því miður gleyma þeir litla manninum venjulega fljótt þegar valdastólunum er náð!
Kristján H Theódórsson, 15.4.2009 kl. 22:25
Ég er sammála Offari. Ég er einn af þessum sem hafa kosið eftir fólki og málefnum hverju sinni og atkvæðið hefur lennt á ýmsum stöðum.
Í þetta skiptið finnst mér xB vera komið með nýtt og kraftmikið fólk sem þorir og kemur með raunverulegar lausnir.
Ég kem allavega til með að kjósa þá sem leiðrétta skuldir fólksins. Strax.
Þetta er óttalegt gauf sem á sér stað með S & VG þessa dagana. Það er bara verið að kasta brauðmolum til einstakra aðila, það er enginn jafnræðisregla í því.
Jón Á Grétarsson, 15.4.2009 kl. 22:42
Katrín þú ert æði Krafturinn og bjatsýnin þín hljóta að hala vel yfir 5%!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.4.2009 kl. 01:49
Vonandi tekst ykkur að brjótast gegnum þann múr. Og mundu að lítil og ný framboð reynast oftast stærri en skoðanakannanir gefa. Því fólki er hótað og það áreitt, þegar það vill breyta til. Ég veit það eftir 10 ára þrautargöngu í Frjálslynda flokknum, og þær hótanir eru til staðar enn í dag. Og við höldum að við lifum í lýðræðisríki!!! Þessu verðum við að breyta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2009 kl. 09:04
Kærleiksljós frá mér til hugrekkis og visku þinnar
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.