19.4.2009 | 00:23
Litill tími..stutt blogg!
Dagarnir þjóta áfram og eru troðfullir af spennandi og krefjandi verkefnum enda bara ein vika til kosninga. Fyrir þau ykkar sem viljið kynna ykkur stefnu Borgarahreyfingarinnar og kynnast frambjóðendum þá verðum við í Kringlunni daglega fram að kosningum og svo er auðvitað kosningaskrifstofan að Laugavegi 40 opin alla daga og alltaf heitt á könnunni.
Mig er hreinlega farið að dreyma í appelsínugulu og brest stundum í dúndrandi ræðuhöld í bílnum þegar ég er að koma mér á milli staða sjálfri mér til mikillar skelfingar og öðrum vegfarendum eflaust til undrunar..hehe.
Það gerist svo margt sniðugt á hverjum degi og það væri frábært að blogga um það allt, en eins og ég segi...svo lítill tími til að setjast niður og blogga nema helst eins og núna..seint um kvöld eftir langan dag og svo er að drífa sig af stað í morgunsárið og þess vegna er svefninn svo kær og vel metinn þessar stundirnar.
Kannski að næsta sunnudag hafi ég tíma til að fara yfir liðna daga og vikur...og hver veit hver staða konu verður þá?
Og ég velti fyrir mér fína og flotta planinu mínu sem ég sat við heilan dag að setja saman núna um daginn ...sem bíður nú ofan í skúffu og brosi með sjálfri mér þegar ég rifja upp þessi fleygu orð..
Life is what happens when you are busy making plans! Það var nefninlega akkúrat það sem gerðist hjá mér:)
Hafið það gott kæru bloggvinir og aðrir lesendur...en um leið og ég finn mér aðeins meiri tíma og þar til ég get skrifað almennilegt og langt blogg ætla ég að leggja fyrir ykkur spurningu sem hljóðar svona. "Hvar ætlar þú að setja Ð-ið þitt?
Þetta er smá leikur og það kemur í ljós í næstu færslu hvað ég meina með þessu.
En auðvitað vona ég að sem flestir setji X-ið sitt við O
www.borgarahreyfingin.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Sko þig Katrín. loksins mynd. En "sáli" sendir bestu kveðju
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 01:28
Ðið mitt er bara hérna í athugasemd á blogginu þínu. X-O Það er málið. Þjóðin á þing.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.4.2009 kl. 01:41
Elsku Katrín mín ég óska ykkur góðs gengis. Ég mun styðja mína menn í Frjálslyndum. En ég óska ykkur svo sannarlega góðs gengis. Öll frelsisöfl þurfa að verða sterk í vor. Og litlu flokkarnir þurfa að komast að með sínar áherslur. Annars lendir allt í sama farinu er ég hrædd um.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2009 kl. 10:32
Gangi ykkur vel Katrín. Ef ég kysi þá færi mitt atkvæði til ykkar. Góðar baráttukveðjur heim.
Ía Jóhannsdóttir, 19.4.2009 kl. 14:21
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2009 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.