19.4.2009 | 19:34
Eigum við að kjósa með bundið fyrir augun?
Á virkilega að bjóða kjósendum upp á þá vanvirðingu að ganga til kosninga án þess að aflétta leyndinni?
Það var leyndin og blekkingarnar sem komu okkur í þá stöðu sem við erum í núna... Stjórnvöld vissu nákvæmlega hvað í stefndi en kusu að þegja um það og halda blekkingarleiknum áfram.
Og nú tæpri viku fyrir kosningar er ljóst að leyndin mun áfram hjúpa fyrirætlanir og áform stjórnvalda.
Hver eru skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins?
Hvert er raunverð á raforku til álveranna?
Hvað með bankaleyndina?
Hver er skuldastaða okkar og hvað á almenningur að taka á sig?
Almenningur í landinu á rétt á því að ganga að kjörborði upplýstur og vitandi um hvað atkvæði hans boðar raunverulega. Fjölskyldurnar eiga heimtingu á því að vita hvar þær standa svo þær geti tekið mikilvægar ákvarðanir um líf sitt og framtíð. Annað er algerlega óásættanlegt.
Ég skora á ríkisstjórn og valdhafa að upplýsa okkur um þetta undir eins..annað er bara ekki boðlegt. Þessi þöggun og leyndarhjúpur sem umlykur allt í þessu samfélagi er ógnvekjandi og það á engin þjóð að láta bjóða sér slíka framkomu. Engin! Í Úkraníu fór fram opin umræða á alþingi og fyrir opnum tjöldum .annig að þjóðin var upplýst um hver skilyrði alþjóða gjaldeyrissjóðsins væru áður en nokkrar ákvarðanir voru teknar.
En hér fer allt fram á bak við luktar dyr og í einhverju leynimakki. En ekki mikið lengur.
Tökum höndum saman og kjósum leyndina burt.
www.xo.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
KOMDU SÆL KATRÍN ,OG TAKK FYRIR GÓÐA OG VEL SKILJANLEGA FÆRSLU .ÉG ER SVO SAMMÁLA ÞÉR ,KVAÐ Á MAÐUR AÐ KJÓSA EINS OG ÁSTANDIÐ ER Í DAG .MÉR FINNST ÞAÐ VERA ALLT Í LAUSU LOFTI ÞAR SEM STÓRGLÆPA MENN SEM HAFA KOMIST Í FJÁRMUNI SEM ÞEIR EIGA EKKI ,OG HAFA SÓLUNDAÐ ÞEIM EINS OG ÞAÐ VÆRI ENGINN BOTN Í RÍKISKASSANUM ,MIKIÐ VORKRENNI ÉG SVONA HEYLA LAUSUM STJÓRNMÁLA MÖNNUM. EG VIL AÐ VIÐ FÁUM ÍMISLEGT Á HREINT ,HVERNIG Á MAÐUR AÐ KJÓSA MEÐ ÞESSA ÓVISSU .EF AÐ ÞESSIR( GLÆPAMENN ,ÉG TALA UM ÚTRÁSAR LIÐIÐ OG RÁÐAMENN ÞÓÐARINNAR ,SEM HAFA ALLDREY SAGT SANNLEIKAN). KATRÍN MÍN ,ÉG BIÐ ÞIG AÐ FYRIR GEFA MÍN STÓRU ORÐ .ÁSTANDIÐ ER NÚ ÞANNIG AÐ MAÐUR VEIT EKKI HVAÐ MAÐUR Á AÐ KJÓSA ,EN ÉG HVET ALLA SEM HAFA KOSTNINGA RÉTT AÐ NÝTA SÉR HANN .ÞAÐ VAR BÚIÐ AÐ HAFA MIKIÐ FYRIR ÞVÍ AÐ KONUR FENGU AÐ KJÓSA ,SEM ER ALLGJÖR SKÖMM ,ÉG SKSMMAST MÍN PERSÓNULEGA FYRIR ,ÞETTA ER SVO MIKIÐ VIRÐINGA LEYSI VIÐ KONUR .JÆJA KATRÍN MÍN FYRIR GEFÐU ,ÞETTA ÁTTI EKKI AÐ VERA SVONA LANGT .EN ÉG HVET HÉR AFTUR ALLA KONUR OG KARLA AÐ NÝTA KOSTNINGARÉTT SINN ,EKKI SITJA HEIMA ,OG BÖLSÓTAST SVO VIÐ ELTHÚSBORÐIÐ UM HVERNIG KOSTNINGARNAR FÓRU ÞETTA ER EINA VOPN OKKAR .ÉG,SEGI BARA HÉR Í RESTINA .SAMEINAÐIR STÖNDUM VIÐ ,SUNDRAÐIR FÖLLUM VIÐ ,ÞESSI GÖMLU GILDI, GILDA ENN ÞANN DAG .I DAG.VONUM AÐ ALLT FARI NÚ VEL AÐ LOKUM .MEÐ ´GUÐS HJÁLP .GUÐ BLESSI LAND OG ÞJÓÐ Í ÞESSUM VERKEFNUM SEM ERU FRAMMUNDAN HJÁ OKKUR ÍSLENSKU ÞJÓÐINNI KÆRLEIKSKVEÐJUR .HILMAR SÆBERG (DRENGUR GÓÐUR ).
Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 20.4.2009 kl. 01:40
Já það er með ólíkindum þessi leynd. Og þingmenn utan stjórnanna fá ekkert að vita heldur. Það er skiljanlegt að ráðamenn, sérstaklega fyrrverandi vilji ekki sannleikann í dagsljósið. Til þess er hann of sár fyrir þá og of ógeðfelldur. Vonandi kemst nýtt blóð að eftir næstu kosningar, ég vil sjá breytingar og helst að nýjir aðiljar, annað hvort Frjálslyndir eða Borgarahreyfingin nái að komast inn með Vinstri grænum og Samfylkingunni, til að auka lýðræðið. Það verður eiginlega að vera þannig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2009 kl. 09:20
Satt segirðu Katrín. Hverjir ráð t.d. stýrivöxtum, peninganefnd Seðlabanka, eða er það allt borið undir AGS? Vitum við það fyrir víst??
Gangi ykkur vel í baráttunni á lokasprettinum, rödd X-O á fullt erindi inn á þing!
Einar Karl, 20.4.2009 kl. 18:58
Já hvað er eiginlega í gangi í þessu landi okkar? Hverskonar 'aðdragandi kosninga' er þetta eiginlega? Hvar er uppgjörið, hvar eru lýðræðisumbæturnar, hvar er ábyrgðin! Ég er svo gáttuð á þessu öllu að ég á ekki orð! Vorum við að biðja um eitthvað svona japl jaml og fuður þegar við kröfðumst kosninga?
ALVÖRU UPPGJÖR TAKK!
Aðalheiður Ámundadóttir, 20.4.2009 kl. 21:56
Takk Katrín fyrir að vera bloggvinur minn.
Á virkilega að bjóða kjósendum upp á þá vanvirðingu að ganga til kosninga án þess að aflétta leyndinni? Nei takk.....
Við kjósendur erum fullorðið fólk og viljum að það sé komið fram við okkur sem slík.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 21.4.2009 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.