22.4.2009 | 08:48
Augu heimsins hvíla á okkur núna
Við vorum með framboðskynningu á Borgarspítalanum í vikunni og þar var hópur frá London að taka upp efni og fylgjast með því sem hér er að gerast. Þau voru nýkomin til landsins til að gera heimildamynd um kosningarnar hérna og telja að þetta séu einar mikilvægustu kosningarnar í heiminum i dag þar sem við erum fyrsta landið til að fara í kosningar eftir svona hrikalegt hrun.
Þau tóku við mig viðtal og það var mjög gaman að spjalla við þau. Þau eru líka sérstaklega að skoða hvernig framboð það eru sem spretta upp í svona umhverfi og aðstæðum eins og hér hafa verið síðan í október og hvert stefnan sé tekin. Það eru fjölmargir erlendir fréttamenn staddir hér núna og fylgjast grannt með öllu sem við erum að gera..bæði frambjóðendur sem og kjósendur.
Svo ég hvet ykkur til að vera almennileg, GÓÐ OG SÆT EINS OG VANALEGA....kannski við náum að bæta ímynd okkar fyrir umheiminum sem ég er eiginlega alveg viss um að við gerum, því íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt og gott fólk og á hreint ekki skilinn þann stimpill sem hefur verið komið á okkur af örfáum manneskjum sem kunnu ekki fótum sínum forráð og gátu hvergi hamið græðgi sína.
Það var mikið um að vera á kosningaskrifstofunni okkar í gær og greinilegt að nú þegar Borgarahreyfingin er orðin mjög raunverulegur valmöguleiki með að mölbrjóta hinn illræmda 5% múr að þá er fólk virkilega að skoða það og margir jafnvel að ákveða að kjósa okkur.
Ég segi nú bara atkvæði greitt Borgarahreyfingunni er LIFANDI atkvæði en autt er dautt.
Þegar fólk spyr mig hvað það eigi að kjósa segi ég alltaf.."Maður á að kjósa frá hjartanu og út frá sinni innstu sannfæringu...þá verður útkoman rétt fyrir samfélagið.
a
Alls ekki láta glepjast af glansmyndauglýsingum og fagurgala heldur horfa ískalt á verkin og dæma svo.
Og ég hvet þig líka til að gera það kæri bloggari.
Ekki hafði ég hugmynd um hvað þess vetur bæri í skauti sér þegar ég fór að mæta alltaf á Austurvöll í vetur af því að ég gat hreinlega ekki setið heima hjá mér og ekki mótmælt því sem hrundi yfir okkur og líf okkar allra.
Nú eru 3 dagar til kosninga og ég sit hér og skrifa ræðu sem ég ætla að vera með í sjónvarpinu annað kvöld. Það er óhætt að segja að maður læri eitthvað nýtt á hverjum degi og sé stöðugt að henda sér út fyrir þægindamörkin sín..en það er víst bara gott og hollt og ekki síst þroskandi að gera það reglulega. Koningabarátta er einmitt kjörin fyrir svona þanþol..
Eigið góðan dag í rokinu og regninu...og munið að það er heitt á könnunni hjá okkur á Laugaveginum og volg vínarbrauð á bakka og heimurinn er að horfa á okkur öll!
www.borgarahreyfingin.is
xo
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Gangi þér vel á morgun Katrín
Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 09:46
Hólmdís Hjartardóttir, 22.4.2009 kl. 10:06
Gangi ykkur vel mín kæra. Vonandi náum við að breyta einhverju hér eftir kosningar. Það er bara málið að fólk er svo rosalega íhaldsamt og tregt til að breyta til. Ef við værum víðsýnni og fljótari til að tileinka okkur það besta, þá byggjum við öll í kúluhúsum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 10:15
Ætli Ásthildur hafi verið að meina kúlulánahúsum?
corvus corax, 22.4.2009 kl. 15:03
Gangi ykkur vel á morgun og alla aðra daga. Þú verður frábær, enginn vafi í mínu hjarta.
www.zordis.com, 22.4.2009 kl. 20:05
Þið eruð búin að fá mitt atkvæði sem endar í Kraganum. XO
Neo, 22.4.2009 kl. 21:37
Gangi þér vel Katrín mín...á hvaða sjónvarpsstöð?
Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2009 kl. 22:30
Gangi þér vel á morgun, á hvaða stöð á maður að stilla og klukkan hvað? Ég vil endilega sjá þáttinn. Það eru gleðitíðindi hversu vel Borgarahreyfingin virðist ganga í skoðanakönnunum undanfarinna daga.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.4.2009 kl. 02:16
Úps Það eru gleðitíðindi hversu vel Borgarahreyfingunni virðist ganga átti að standa þarna í síðustu athugasemd.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.4.2009 kl. 02:17
Já það eru gleðitíðindi...í nýjustu könnuninni fær Borgarahreyfingin 10.2 % í kraganum sem er meiriháttar og vígi sjálfstæðismanna þar virðist vera fallið.
Ég verð í kosningasjónvarpi stöðvar tvö í kvöld strax á eftir fréttum. Þetta eru rosalega spennandi síðustu dagar og nú getur allt gerst og landslagið er að breytast hratt í íslenskri pólitík:)
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.4.2009 kl. 09:09
Þið fáið örugglega mitt atkvæði....áfram X- O.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.4.2009 kl. 10:00
Gleðilegt sumar Katrín mín, ég vona að ykkur gangi vel
Ragnhildur Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 10:05
Þú varst flott í imbanum í kvöld Katrín :)
Mér fannst það afar heiðarlegt að svara þarna einu sinni bara einfaldlega: "ég veit það ekki"
Baldvin Jónsson, 23.4.2009 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.