Leita í fréttum mbl.is

Til þjónustu reiðubúin!

Núna verður að byggja brú á milli alþingis og almennings og tengja þarna á milli með sterkum tryggðarböndum og trausti.

Að fólkið eigi sína fulltrúa sem eru þarna eingöngu í þeim tilgangi að þjóna sem best og mest hagsmunum þjóðar en ekki flokks.

Ég hef verið að velta fyrir mér þessum hugtökum..háttvirtur þingmaður og hæstvirtur forseti alþingis og hef komist að þeirri niðurstöðu að mér hugnast ekki svona titlatog sem setur einhverja á hærra plan en aðra. Fyrir mér eru þingmenn ekkert annað en þjónar almennings og ættu því ekki að vera ávarpaðir sem háttvirtir eða hæstvirtur. Það er eitthvað svo elítulegt og passar engan veginn inn í þann nútíma sem við núna lifum í og sérstaklega ekki eftir allt sem á undan er gengið og virðing fyrir alþingismönnum farið mjög þverrandi. Þetta verður næstum eins og hæðnistitill miðað við það álit sem margir hafa á alþingismönnum núna.

Ég er alltaf að grúska í bókunum og í einni þeirra fann ég eftirfarandi orð sem ég ætla að leyfa ykkur að lesa með mér og íhuga. Þau eru úr Bókinni hans Gunnars Dal, Þriðja árþúsundið.

 

Góðir stjórnendur.

Það er aðeins til ein gerð af mönnum sem geta talist góðir stjórnendur. Það eru þjónar. Menn stjórna vel með því að þjóna fólki. Þessir menn hafa oft trúarlega afstöðu eða hafa ákveðna hugsjón að leiðarljósi. Sumir þeirra hefja jafnvel hvern dag á bæn eða hugleiðslu um að þeir megi láta gott af sér leiða. Það er erfitt að vera stjórnandi. Það er ekki auðvelt að horfast í augu við tíðarandann og svara spurningunni.."Hvað leiðir til góðs og hvað leiðir til ófarnaðar.

Lélegir stjórnendur spyrja aldrei þessarar spurningar og láta sér svarið í léttu rúmi liggja. Þeirra leiðarljós er framinn og persónuleg stærð. Greindum tækifærissinnum vegnar oft vel þó að þeir svíki sitt fólk og skilji það eftir í eymd sinni. Braut raunverulegs stjórnanda er ekki aðeins erfið, hún er líka oft hættuleg. Hann veit það en er hvorki kominn til að vinna eða tapa heldur til að axla ábyrgð.

Auðvitað eiga alþingismenn og konur að vera þjónar almennings og mér myndi alveg hugnast að ávarpið væri á þennan hátt t.d ..Kæru samfélagsþjónar!

En svo að lokum hvet ég ykkur til að kjósa samkvæmt hjarta og innstu sannfæringu ykkar því þannig verður útkoman fyrir þjóðina rétt.

Við verðum á Laugaveginum í dag með heitt á könnunni og það ætla landskunnir tónlistarsnillingar að koma og taka lagið. Kosningavakan okkar verður svo í Iðnó annað kvöld og þangað eru allir hjartanlega velkomnir. Við erum með fiðrildi í maganum fyrir morgundaginn og þá góðu tilfinningu að við höfum nú gert allt sem í okkar valdi stendur til að kynna Borgarahreyfinguna og frambjóðendur okkar fyrir fólkinu og nú er það í ykkar höndum að kjósa það sem ykkur hugnast best.

Eigið góðan og yndislegan dag....ég set inn nokkrar appelsínugular myndir í tilefni dagsins.

200356790-001Flaming-June-c1895-Print-C10019635xoqlinc.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sammála þér með þetta titlatog algjörlega óþolandi.

Gleðilegt sumar og bestu barátukveðjur sendum við héðan frá Stjörnusteini með sunnanvindunum heim til ykkar allra og þá sérstaklega ykkar í O-inu! Knúsaðu Þráinn frá mér.

Ía Jóhannsdóttir, 24.4.2009 kl. 09:14

2 Smámynd: Kristín Ara

Sæl vertu Katrín.

Ekki skil ég að það skipti meginmáli hvernig menn ávarpa hvern annan inn á þingi, þetta er bara hefð sem haldið er í og kemur titlatogi ekkert við, nema hjá þeim sem eru viðkvæmir og þjáðst af minnimáttarkend. Svo svona í lokin langar mig að benda þér á að við erum öll samfélagsþjónar sem erum saman í samfélagi þjóðanna og skiptir ekki máli hvað við gerum eða hvar við vinnum. Mér hefur aldrei hugnast að tala niður til fólks eins og þú gerir með þessum skrifum, hefð er hefð og ekkert athugavert að halda í hana.

Kristín Ara, 24.4.2009 kl. 09:30

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vá hvað þetta er skrítið komment hérna fyrir ofan!!

Hvernig í ósköpunum færðu það út að Katrín hafi verið að tala niður til fólks???? Og minnimáttarkennd?

Hvaða rugl er þetta!?

Hefðir eru ekkert allar til þess fallnar að hanga í þeim ef þær henta ekki samfélaginu sem við búum í. Háttvirtu og hæstvirtur er hefð sem er löngu útrunninn....hafi hún einhvern tímann átt sér raunverulegan stað í samfélaginu. Alþingismenn og ráðherrar eru að vinna fyrir almenning og ekkert merkilegri pappír en hver annar

Heiða B. Heiðars, 24.4.2009 kl. 09:49

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kristín ..einmitt. Við erum öll eins og þú segir samfélagsþjónar og hvers vegna ætti sá sem kjörinn er á þing til að sinna störfum þar fyrir fólkið að vera háttvirtari eða hæstvirtur? Held það hafi einhver einkennileg áhrif á sjálfsmynd alþingismannanna sjálfra að fara að líta stórt á sig og engum hollt.

Hitti einmitt einn þeirra um daginn sem sagði að það gerðist eitthvað undarlegt við að verða hluti af þessum þinghópi...hugmyndin um við og þið þarna úti.... yrði svo sterk.  Hefðir geta verið ágætar en ekki alltaf endilega heppilegar. Núna þurfum við að taka höndum saman og efla samkenndina sem aldrei fyrr og vinna sem einn maður utan sem innan þings á jafnræðisplani við að leysa öll þau vandamál sem við okkur blasa. Þá þurfa allir sem einn að vera jafntilbúnir að bretta upp ermarnar og bíta í skjaldarrendur!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.4.2009 kl. 10:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Katrín ég held að þú hafir einmitt bent á kjarna málsins.  Ég er alveg sammála þér þetta titlatog og háttvirtur og svo framvegis, verður líka að háði þegar viðkomandi nýtur ekki virðingar.  Og eins og ástandið er í dag, þá eru ansi margir þar inni sem þurfa að lúta þessu háðsávarpi, vegna þess að þeir eru rúnir öllu trausti.  Orðið er líka saurgað við þessa notkun þess.  Að titla óverðuga því er því til að draga það niður en ekki upphefja einstaklinginn sem þannig er kallaður. 

Það færi betur á því að menn bara titluðu sig með sínu eigin nafni, og bæru þannig ábyrgð á sjálfum sér og sannfæringu sinni.  

Gangi ykkur vel á morgun.  Góð útkoma litlu framboðanna og þeirra nýju vekur mér von um að lýðræðið hafi hafið innreið sína inn í helsjúkt samfélag og það sé byrjunin á heiluninni sem nauðsynleg er til breytinga og batnaðar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2009 kl. 10:21

6 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Já hér segir einhver að hefðir eigi að halda og það má vel vera. Hins vegar hafa íslenskar hefðir í stjórnmálum eru ekki beint að gefast vel um þessar mundir og því um að gera að stokka upp. Hins vegar finnst mér mikilvægt að þingmenn og ráðherrar séu minntir á mikilvægi starfa þeirra með einskonar ávarpi, Já t.d. samfélagsþjónn. Eða t.d. 'Ágæti ábyrgðarmaður fjármála' eða ágæti 'ábyrgðarmaður íslenskrar menntunnar' það er náttúrulega hægt að leika sér með þetta endalaust. 

Aðalheiður Ámundadóttir, 24.4.2009 kl. 15:33

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Katrín, ég skil svo vel hvað þú ert að fara. Ég hef alltaf litið á stjórnun sem þjónustu og því fara orð Gunnars Dal saman við mína sannfæringu. Ég hugsa til þín á morgun!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.4.2009 kl. 22:54

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hæstvirt tilvonandi þingkona, ég er sammála þér í færslu þinni.  Þingmenn sem setið hafa á Alþingi okkar Íslendinga eru yfirleitt ekki virtir nema í ræðuhöldum á hinu háa Alþingi.  Hæstvirtur=  Mest virðing borin fyrir.    Ég vona að fólk kjósi rétt og komi þjóðinni á þing.  X-O

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2009 kl. 01:36

9 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég hef tekið upplýsta ákvörðun og kýs þessvegna X-O.

Burt með leyndina og spillinguna.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 25.4.2009 kl. 11:19

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segja bara ágætu samstarfsmenn! Gangi þér vel Katrín

Hrönn Sigurðardóttir, 25.4.2009 kl. 22:47

11 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér sýnist óhætt að óska þér til hamingju með árangurinn og líklegt þingsæti. Þú fékkst mitt atkvæði og nokkur mér tengd.

Haukur Nikulásson, 26.4.2009 kl. 00:31

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mikið hefði ég viljað sjá þig inni á þingi Katrín! Ég er svo sammála þér í sambandi við þetta titlatog. Við skulum velta því fyrir okkur hvaða virðingu þeir sem viðhafa skítkast, gól og gjamm inni á Alþingi bera fyrir vinnustaðnum sínum og öðrum viðstöddum?

Störf Alþingis eiga að snúast um hagsmundi þjóðarinnar en ekki innihaldslaus formlegheit. Það er full ástæða til að endurskoða formið þegar það er líka farið að snúast upp í andhverfu sína. Það er ljóst að sumir bera enga virðingu fyrir þeim sem þeir kalla virðulegan og hæstvirtan heldur leggja allan kulda tilfinningalífsins í þessi orð að því er virðist til að negla viðkomandi undir lítilsvirðingarhamri sínum.

Katrín, þú með þín hlýju og mannkærleika hefðir ábyggilega fundið ávarp við hæfi Ég gleymi t.d. aldrei ræðu sem hófst þannig: Tilkomumiklu tilheyrendur!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.4.2009 kl. 01:49

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndisleg !!!!

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.4.2009 kl. 13:45

14 identicon

Þessi stúfur úr bókinn var kóperaður, hvílik snilld og sem mælt úr mínum munni :) Ætla að láta hann fylgja með í námskeiðsmöppu ´sem ég er að vinna að fyrir nýja atvinnurekendur í ákveðnu fagi sem ég starfa mikið við. Nákvæmlega það sem mig vantaði í niðurlag námskeiðins.

Til hamingju með árangurinn en það var rangt að hafa þráinn fyrir ofan þig.  Penni hans er fullur af drasli en sem fyrr koma söngfuglar, fiðrildi og fögur orð úr þínum.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband