Leita í fréttum mbl.is

Framtíðarsýn?

Eitt vantar alveg í umræðuna um Ísland og það er hver framtíðarsýnin er. Hvernig sjáið þið framtíðarlandið og af hverju?

Eftir allt sem á undan er gengið...hvernig samfélag viljum við sjá rísa á rústum þess gamla. Hvaða gildi og hvers konar áherslur? Endilega deilið hugsunum ykkar og skoðunum með mér.

Andlegt ævintýri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Því er fljótt svarað, eftir áralanga pælingu og þátttöku í helstu stofnunum (skóla, fjölskyldu og atvinnulífi) samfélagsins:

Virðing

Trúnaður

Heilindi

Ef þessi magnaða þrenna er höfð í heiðri, á öllum þrepum, þá væri lífið yndislegt.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.4.2009 kl. 14:40

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Í augnablikinu svona svipað og hjá Lísu í Undralandi, held ég. Annars er ég ekki enn búinn að ná fókus en gæti svarað þér eftir svona mánuð með eitthvað vitrænt

Finnur Bárðarson, 29.4.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Ég var á þingi kristilegra flokka i december 2006 þar var farið yfir framtíðar sýn þeirra sem trúa.Hægt er að lesa um þessa framtíðarsýn á www.ecpm.info

Árni Björn Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 17:50

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæl flotta kona

Ég var að hugsa um eftir skelfilegar fréttir af árás unglingsstúlkna í Heiðmörk að samfélagið hefur orðið ómanneskjulegra með hverju árinu, fólk hefur átt allt of lítinn tíma með fjölskyldum sínum, vinnutími of langur og margir þreyttir þegar loks er komið heim.   Í öllu gróðærinu hefur fólk þurft að vinna langan vinnudag til að eignast þak yfir höfuðið.   Það er ekki alltaf græðgi um að kenna. Og samskipti innan fjölskyldna oft lítil.  Enginn tími til að rækta börnin . Við verðum einhvern veginn að vinda ofan af þessu. Það er svolítið erfitt að tala um þetta núna í atvinnuleysi og minnkaðri yfirvinnu. Því þótt tíminn sé nú nægur með fjölskyldunni er áhyggjurnar víða að sliga fólk.  Framtíðarsýnin á að vera sú að fólk geti lifað sómasamlega af tekjum sínum.....og sinnt fjölskyldu og áhugamálum.  Vinnutími þarf að verða sveigjanlegri....og jafnvel styttri vinnuvika eins og víða erlendis.

Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2009 kl. 02:36

5 identicon

Við þurfum: 

Bætt viðskiptasiðferði
Græna framleiðslu úr orkunni okkar
Frekari fullvinnslu ál og sjávarafurða
Virkni íslendinga í alþjóða netverslun á heild og smásölustigi
Virk frumkvöðussetur og innfluting á smáfyrirtækjum og frumkvöðlum með framleiðsluhugmyndir sem eru að komast á framleiðslustig
Bætta ferðamannaþjónustu þar sem vonda veðrið er t.d. selt utan sumartíma
Sérstöðu utan ESB
Sjálfbærni í matvælaframleiðslu,  alvöru markaðssetning afurða á high-end markaði og reyna ekki að keppa á verðum eins og nú

Það er ekkert mál að lifa á skerinu ef Samfylkingin kemst út úr kaffihúsunum og fer að vinna

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband