24.6.2009 | 14:33
Ég er svoleiðis búin að steingleyma hvernig maður bloggar.
Alveg sama hvað ég rembist eins og rjúpan við staurinn...ég get bara ekki bloggað. Alltaf þegar ég sest niður og ætla að skrifa eitthvað yndisaukandi og hjartahlýjandi tæmist mitt kvenhöfuð og fingurnir sitja lamaðir á lyklaborðinu. Ætli hjartað í mér sé frosið og hausinn á mér loksins orðinn tómur? Bara galtómur.
Hugleiðslumeistarar myndu eflaust hrósa mér fyrir tómið og segja að ég væri bara í núinu...en svei mér þá ef ég vil bara ekki vera einhversstaðar allt annarsstaðar en í þessu raunveruleika núi sem við okkur blasir.
Var að lesa bloggið mitt frá upphafi og skoða hvernig bloggið hefur breyst eftir tímabilum í lífi konu. Fyrst var allt í álfum, ævintýrum , ljóðum og myndasögum. hugleiðingum um lífið og tilveruna, svo tók við heimflutningurinn og yfirgegnileg ást mín á landi, veðrum vindum, stormum og alíslenskri eftirvæntingu. Sú eftirvænting breyttist svo snögglega í bandóða byltingarhúsmóður sem bloggaði um mótmæli og mótmælti og barði bumbur og vonaðist til að með því yrði hægt að flytja björgin sem standa fyrir því að við getum hafið uppbygginguna á fallega draumórakennda framtíðarsamfélaginu sem ég ber í hjartanu.
Svo komu kosningarnar. framboðin og loforðarunurnar um að nú skyldi sannleikurinn verða sagður og allt sett upp á hið margumtalaða borð sem aldrei hefur fundist.. og enn heldur "ástandið " áfram og versnar bara ef eitthvað er.
Og ég get bara ekki bloggað meir. Er hvort eð er ekki búið að segja allt sem hægt er að segja, hugsa, halda og ímynda sér? Verður maður ekki að fara að gera eitthvað??
Einhverja hugmyndir kæru bloggvinir. Ég hef saknað ykkar mikið mikið....
Lífið fer í hringi og kannski ég fari bara aftur að yrkja ævintýraleg ljóð um hlýju og hjartalag hirðingja. Eða töfrastundir og trúverðugleika heimsins. Eða bara eitthvað...gott.
En samt...þetta myndi flokkast sem bloggfærsla..er það ekki:)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Jú, þetta myndi flokkast sem bloggfærsla og alls ekkert slæm :-)
alveg furðulegt, þegar mar les sjálfan sig (eða aðra) aftur í tímann, hvernig tónninn breytist hjá fólki.
Einar Indriðason, 24.6.2009 kl. 14:54
Bara fín færsla :)
Finnur Bárðarson, 24.6.2009 kl. 15:25
Bara yndisleg færsla frá hugsandi, rómantískri ævintýra snót. Lífið tekur á sig sveigjur og beygjur, dúnmjúka og fiðurkenndar sveiflur.
Hjólið var fundið upp á sínum tíma og hver hringur sem svífur í eilífiðinni skapar nýja töfra og lífsins liti. Haltu áfram að vera þú því þá fyllir þú líf okkar með fögrum hjartans tónum og geislun frá árunni þinni einstæðu.
Knús og kossar ...
p.s. fékkstu meilið frá mér ???
www.zordis.com, 24.6.2009 kl. 16:48
Þetta er bara fín færsla. Svolítil hvíld eftir misvindasaman tíma, þar sem sterkar tilfinningar hafa þeytt manni til og frá, án þess að nokkursstaðar væri skjól til að hugsa.
Ástandið nú finnst mér líkt og "lognið á undan storminum", eins og máltækið segir.
Mér finnst íslenska þjóðin vera núna, svolítið eins og laufblað sem flýtur um á lognsléttri tjörn; hefur enga skýra stefnu og er algjörlega óráðin hvert hún muni stefna næst. Bíður þess að vindur fari að blása frá einhverjum sterkum leiðtoga, sem hefur styrk og þekkingu til að anda hraustlega frá sér heiðarleika og kærleika, sem inniheldur þekkingu á sem flestum grundvallarþáttum þarfa samfélags okkar.
Þegar þessi sterki vindstrengur fer af stað, munu flest laufblöðin - sama af hvaða lit þau eru - svífa af stað með þeim streng og mynda fylkingu sem sópar soranum í burtu.
Kannski er Icesave deilan uppsprettan sem vekur þann blástur sem þarf?
Guðbjörn Jónsson, 24.6.2009 kl. 21:26
Góð færsla. Sérstaklega miðað við að þú hafðir í upphafi ekkert að segja
Dúa, 24.6.2009 kl. 21:56
ég er öllu verri en þú kem ekki einu orði inn á bloggið
en góða helgi
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.6.2009 kl. 13:50
Eigðu góða helgi Katrín mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2009 kl. 00:19
Katrín mín, heimurinn fyrir utan fæðist inni í kollinum á þér, svo byrjaðu bara aftur að blogga um álfa og önnur skemmtileg ævintýri, það væri gott innlegg í ytri veröldina. Eiginlega þarft verk.
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 22:01
Góð færsla :)
Marta B Helgadóttir, 28.6.2009 kl. 22:33
Þetta er ekkert nema flott færsla hjá þér Katrín mín Smá yfirlit, endurlit og þróunarsaga. Hún er í sjálfu sér svo merkileg að það er full ástæða til að staldra við og velta henni fyrir sér. Tungutakið þitt, hlýjan og einlægnin hefur þó alltaf verið það sama þrátt fyrir að viðfangsefni þín hafi breyst. Ég hlakka svo sannarlega til að sjá og hlusta á þig þegar þú ferð inn á þing!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.7.2009 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.